19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 9
„Konur eru einu sinni helmingur þjóðarinnar." Sá atburður gerðist í apríl 1980 að sex konur áttu sæti á Alþingi fslendinga — af þeim þrjár sem varaþingmenn. Þessi mynd er tekin í tilefni þess að 4 konur áttu sæti í efri deild. Frá vinstri: Salome Þorkelsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir og Sigurlaug Bjarnadóttir. séð að hver sú kona sem fer inn í pólitíska baráttu eða starf verður auðvitað að vera tilbúin að vinna í þeim málum sem upp kunna að koma og vera tilbúin að setjast í nefnd, t. d. í málaflokki sem hún kannski telur utarlega á sínu áhuga- eða sérsviði. Hún verður þá bara að gjöra svo vel að setja sig inn í hlutina. Soffía: Við verðum umfram allt að vanda allt sem við ger- um og ég verð að segja að mér finnst að konur séu ekkert síður samviskusamar og vandi til sinna vinnubragða heldur en karlmenn- irnir. Dagbjört: Yfir höfuð vinna þær betur. Þær mæta betur. Rannveig: Ég held nú líka að á meðan konur eru svona fáar að þessar fáu axli heilmikla ábyrgð. bær eru fulltrúar fyrir svo stóran hóp á vissan hátt og þær eru svo reiðubúnar að leggja sig fram, til þess að það sé minnsta kosti ekki hægt að benda á að það hafi verið viljaleysi, eða mætingaleysi sem orsakar það að konur ná ekki jafn langt og karlarnir. Þannig að þær fara á vissan hátt með miklu meiri abyrgð enn sem komið er heldur en margur karlmaður. Dagbjört: Staðreyndin er sú að kvenfólk verður að vera helmingi duglegra heldur en karlmenn og dugar ekki alltaf til. Ertia: Nú vitum við að einkalífið hefur átt svo stóran þátt í mögu- leikum kvenna til að stunda at- vinnu, félagsmál og fleira. Á hinn hóginn hefur verið sagt að á bak við sterkan karlmann standi kona. Hver finnst ykkur vera staða kvennanna sjálfra í stjórnmálum hvað varðar einkalífið? Rannveig: Ég þekki mörg dæmi um „konuna á bak við manninn“, emkum í pólitíkinni, þau eru allt í kringum okkur, fyrst og fremst á þann hátt að hún gerir manninum ^un auðveldara að stunda sitt starf. Hún axlar meginábyrgð varðandi heimilið og börnin, gætir þess að hann hafi starfsfrið heima og heiman. Þessir menn margir gætu ekki gert það sem þeir gera, — staðið í mikilli samkeppni, ákvarðanatökum og ábyrgð ef ekki væri þessi dygga stoð á bak við þá. Þegar aftur konur vilja taka þátt í þjóðlífinu og axla ábyrgð á sama hátt þá er afar sjaldgæft að nokkur viðlíka aðstoð sé fyrir hendi af karlmanna hálfu. Þegar best lætur hjálpast hjónin eða parið að við heimilishagi sina eða það sem einnig er til, að þær sjá um allt einar. Við skulum líka alveg gera okkur grein fyrir því, að séum við giftar og jafnframt í pólitísku starfi, þurfum við á allri hjálp maka okk- ar að halda og að hann standi með okkur þó það geti orðið á annan veg en margar konur gera og hafa gert. Dagbjört: Þetta þýðir þá að ein- stæð foreldri geta ekki tekið þátt í stjórnmálum. Soffía: Jú, ég veit nú að vísu dæmi um að það hafi tekist. En ég held að öll þeirra staða sé nú á þann veg að það sé nánast ill- mögulegt fyrir flesta. Það segir sig sjálft að þegar kona er komin út i pólitík hefur hún ekki sams konar aðstöðu og karlmaður sem er í pólitík. Enginn karlmaður í fullu starfi má vera að því að vera „maðurinn konunnar“ og stunda allt þetta sem þú taldir upp og það er jafn ljóst að allir sem fara í póli- tískt starf þurfa á því að halda að það sé í góðu samkomulagi við nánustu fjölskyldu. Rannveig: Það háir konunum mjög í starfi sú ábyrgð sem þær bera gagnvart börnum og heimili, hvað hugur þeirra er bundinn því sem þar fer fraiji. Karlmenn eiga mun auðveldara með að ganga út úr dyrunum heima hjá sér og loka einfaldlega fyrir það sem þar er að ske. Við konurnar erum að reyna að veita börnum okkar og heimili það sem mæður okkar veittu og ætlum jafnframt að gera svo margt, margt fleira. Soffía: Mér sýnist nú nánast ómanneskjulegar kröfur gerðar í mörgum tilvikum. Rannveig: Konur eru haldnar sektarkennd vegna þess að þeim finnst þær bregðast því hlutverki sem þær erfðu frá mæðrum sínum og þær vilja rækja áfram. Þessi sektarkennd er mjög sjaldgæf hjá feðrum. Þetta er mál sem ég held að við eigum ennþá mjög langt í land með að vinna upp, þ. e. raunverulega jafna foreldra- ábyrgð. Dagbjört: Eg held að við höfum almennt brugðist í uppeldinu hvað varðar jafnréttið, þ. e. að gera drengjum og stúlkum það ljóst hver sé þeirra aðstaða í lífinu og livaða möguleika þau hafi. Rannveig: Jafnréttið hlýtur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.