19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 16
Það var Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, sem spurði mig hvort ég vildi taka sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1970. Að- stæður mínar voru þannig, að ég hafði nýlokið B.A. prófi frá Há- skóla íslands, sonur minn var fjög- urra ára gamall og ég átti von á barni. Eg sló til. Reyndar var prófkjör og ég lenti í fimmta sæti, efst kvenna, og var furðu lostin. Ég samþykkti sætið með semingi og ég minnist þess að hafa verið boðuð á fund daginn sem ég fór á fæðingardeildina og daginn sem ég kom heim! Ég ætlaði ekki út í stjórnmál. Af framangreindu má sjá að tilviljun réð hér mestu um. Móðurfaðir minn, Jónas Jónsson frá Hriflu, sem ég kynntist vel, var ástríðu- pólitíkus, en móðir mín hafði fengið andúð á stjórnmálum. Þetta var mitt veganesti í upphafi. En fljótt bættist við boðskapur kvennahreyfingarinnar nýju, sem hafði djúptæk áhrif á mig. 2. — Alvörustjórnmál, eins og þau eru kölluð, hafa verið og eru enn dæmigerður vettvangur karl- manna. Þess vegna hlýtur það að vera hindrun að vera kona, þótt þær geti átt meira erindi í stjórn- mál vegna reynslu sinnar en margur karlmaðurinn, sem þar er, ,,því að veruleiki karlmannsins er ekki veruleikinn heldur aðeins helmingur hans.“ Margir telja, og ég tek undir það, að þær konur eigi auðveldara uppdráttar í stjórnmálum, sem taka upp sjónarmið og skoðanir flokksbræðra sinna. Gott dæmi er Margaret Thatcher, sem lýsti því yfir þegar hún var kosin formaður breska íhaldsflokksins, að hún ætti kvennahreyfingunni ekkert að þakka. Eg er kvenréttindakona í flokki, sem hefur átt einn kven- al])ingismann í sögu sinni. Sjálf hef ég verið varaborgarfulltrúi allan framsóknaráratuginn. 3. — Ég hef einkum unnið að Framhald á bls. 61. GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR: Karlaveldið stendur enn óhaggað 1. — Það er skylda hvers borgara að taka ábyrgan þátt í stjórnmál- um hvort sem hann gerir það ein- ungis með því að greiða atkvæði í kosningum eða tekur þátt í starfi einhvers tiltekins stjórnmálaflokks. Ég byrjaði að starfa í Alþýðu- bandalaginu 1974 — fór þá á lista í borgarstjórnarkosningum. Ég taldi það skyldu mína að koma til starfa fyrst til mín var leitað og býst við að reynsla mín af því að starfa í Rauðsokkahreyfing- unni hafi ýtt undir áhuga minn á þjóðfélagsmálum og þar hefi ég rekist á ýmis málefni, sem mér þótti ástæða til að sinna og berjast fyrir. 2. — Þessu er erfitt að svara — ég hef ekki reynt það að vera karl í stjórnmálaflokki. Eg tel þó ekki ólíklegt að í kosningunum 1974 hafi verið reynt að koma fleiri konum inn á lista en verið hafði m.a. vegna þeirrar miklu umræðu, sem þá var í gangi um þátttöku kvenna í atvinnulífinu og stjórn- málum. 3. — Borgarmálum (strætis- vagnamálum). 4. — Nei. Hins vegar er ég ekkert feimin við að viðurkenna að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á svoköll- uðum sérmálum kvenna. Við vitum að við þurfum sjálfar að berjast fyrir þeim málum, því karlar vanrækja þau. 5. — Frá því ég fór að starfa í stjórnmálaflokki get ég ekki merkt viðhorfsbreytingu til stjórnmála- þátttöku kvenna. Ef til vill er ástandið heldur lakara nú en þá. Sú mikla breyting sem varð á við- horfum fólks til jafnréttis kynjanna á fyrstu árum áttunda áratugsins hefði átt að leiða til þess að konur yrðu virkari í störfum á vettvangi stjórnmálanna en orðið hefur. Sú framþróun sem þá varð hefur því miður ekki haldið áfram. 6. — Við búum í þjóðfélagi þar sem meiri hluti kvenna vinnur tvöfaldan vinnudag. Flestar giftar konur vinna utan heimilis, en hafa jafnframt aðalumsjón með börn- unum og heimilinu. Á meðan svo er, er þess varla að vænta að þær hafi jafnframt þrek til að taka þátt í starfi stjórnmálaflokkanna. Þær hafa því mun minni möguleika á því að „vinna sig upp“ innan flokkanna en karlar sem margir hverjir eiga maka sem styður þá og styrkir í göngunni upp metorða- stigann. Ennfremur eru þær oft með minni menntun en karlar og minna sjálfstraust og koma sér þar af leiðandi ekki eins á framfæri og karlar. Því þarf að koma til hugar- farsbreyting gagnvart verkaskipt- ingu á heimilum og félagslegar lausnir svo sem dagheimili fyrir öll börn, svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessu er náð ættu að skapast möguleikar á því að konur geti eins og karlar tekið þátt í að stjórna landinu. Þangað til verða þær fáu konur sem treysta sér í stjórnmálabaráttu að vera annað hvort barnlausar, með uppkomin börn eða bæta við sig þriðja starfinu. Og þrek til þess hafa varla margar konur. Karla- veldið stendur enn óhaggað. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.