19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 65

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 65
sveitarstjórnir og ríkisvaldið. Mörg atriði varðandi tryggingamál hafa komið til kasta ráðsins. Við kosn- ingar til alþingis og sveitarstjórna hefur ráðið látið frá sér fara áskor- anir til stjórnmálaflokka um að hlutast til um, að konur sem karlar skipi framboðslistana. 4. kafli fjallar um jafnréttis- nefndir og eru opinberar nefndir taldar upp, en vitað er að ýmis félagasamtök hafa slikar starfs- og ráðgefandi nefndir. 5. kafli er um störf Ráðgjafanefndarinnar og kemur fram að hún beinir starfi sínu einkum að fræðslu-, fjölmiðla- og fjölskyldumálum. Nú er unnið að gerð bæklings á vegum nefnd- arinnar þar sem aðallega er tekið mið af barninu sem þjóðfélags- þegni og er bæklingurinn einkum ætlaður verðandi foreldrum og foreldrum smábarna. „Samstarf við Norðurlönd“ heitir 6. kafli og segir þar (bls. 77): „Á öllum Norðurlöndum eru opinberar nefndir eða ráð, sem hafa það verkefni að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna. Ráðin eru mismunandi samansett og hafa mismunandi góða aðstöðu, en tilgangurinn hjá þeim öllum er sá sami“. Á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík í febrúar 1975 var þeim tilmæluin beint til ráðherranefnd- ar Norðurlandaráðs, að hún stofnaði samstarfshóp með einum tengilið frá hverju landanna til að samræma aðgerðir í jafnréttis- málum og vera ráðgefandi fyrir ríkisstjórnirnar. Fyrsti fundur samstarfshópsins var 10. apríl 1975, en fulltrúi Islands var ekki valinn fyrr en síðar. Var það Auður Auðuns, fyrrv. ráðherra og sat hún fyrst 3ja fund hópsins 29. sept. 1975. Eftir stofnun Jafnréttisráðs hér á landi 1976 taldi Auður rökrétt að for- maður þess ætti sæti í norræna samstarfshópnum og vék úr hópn- um í árslok 1976, en Guðrún Erlendsdóttir tók sæti hennar. Þegar Guðrún lét af formennsku Jafnréttisráðs 1979 óskaði hún, á sama hátt og Auður, að víkja fyrir nýkjörnum formanni ráðsins, Guðríði Þorsteinsdóttur, og til- færði bréflega til ráðherra sömu rök og fyrirrennari hennar. Núver- andi félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, hefur nýverið skipað Svövu Jakobsdóttur, fyrrv. al- þingismann, fulltrúa íslands í þessum norræna samstarfshópi um jafnréttismál. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast það, að formenn jafnréttis- ráða eða framkvæmdastjórar ráð- anna séu fulltrúar síns lands í hópnum og helgast það af því, að þeir hafa mesta möguleika á að fylgjast með framgangi mála á þessu sviði. 7. og seinasti kafli i skýrslu Jafnréttisráðs er um fjárhag ráðs- ins og kemur þar fram, að fjár- veiting til starfseminnar er af mjög skornum skammti. Bergþóra Sig- mundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur, hefur verið framkvæmdastjóri ráðsins frá upphafi og oftast ein að störfum í skrifstofunni. Undrun vekur, við lestur skýrslunnar hversu miklu hefur verið komið í verk, þrátt fyrir lítinn mannafla og næstum algert fjársvelti. Vandséð er, hvað stjórnvöldum gengur til, annars vegar að setja lög um svo mikilsvert mál sem jafnréttismálin eru og raunar allir stjórnmála- flokkar segjast hafa á stefnuskrá sinni að framfylgja, en halda síðan að sér höndum um alla fram- kvæmd. Skýrsla Jafnréttisráðs fyrir árin 1976—1979 er mjög fróðleg, opnar sýn á málaflokk, sem því miður hefur verið of lítill gaumur gefinn. Hér skulu að lokum tilfærðar nokkrar setningar af bls. 78: „1 vinnuáætluninni (Norðurlanda- ráðs) eru rakin þau svið, þar sem helst er þörf fyrir aðgerðir til þess að jafnrétti kynjanna náist, þ.e. atvinnulífið, fjölskyldulífið, póli- tísk og þjóðfélagsleg starfsemi, við- horfsbreytingar almennings, lög- gjöfin, alþjóðleg samvinna. Einnig er bent á að jafnréttismálin megi ekki einangrast, þau verði að vera eðlilegur þáttur á öllum sviðum þar sem norræn samvinna á sér stað og verði Norðurlandaráð að gefa gott fordæmi“. Björg Einarsdóttir tók saman. Hinn 1. desember 1979 var nýtt Jafnréttisráð skipað. Guðríður Þorsteinsdóttir lögfræðingur, var skipuð af Hæstarétti og er hún formaður ráðsins. Guðríður er fædd í Reykjavík 15. des. 1946. Hún var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og cand. juris frá Háskóla ís- lands 1972. Hún hefur verið fram- kvstj. Bandalags háskólamanna frá 1972. Maki: Stefán Reynir Krist- insson viðskiptafræðingur og eiga þau 1 barn. Varamaður Guðríðar er Jóhann H. Níelsson lögfr. Aðrir í ráðinu eru: Asthildur Ólafsdóttir, skipuð af félagsmálaráðherra, varamaður Ragna Bergmann, Gunnar Gunn- arsson, skipaður af BSRB, vara- maður Ingibjörg K. Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, skipuð af ASI, varamaður Guðmunda Sig- urðardóttir, Einar Árnason skip- aður af VSÍ, varamaður Gunnar Guðmundsson. Guðríður Þorsteinsdóttir. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.