19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 20
ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR: Konur á þingi — Konur í bæjarstjórn Adda Bára Sigfúsdóttir. Til er falleg og myndarleg bók, röskar 500 blaðsíður og heitir Al- þingismannatal 1845—1975. Úr henni má taka örlítinn útdrátt og gefa honum heitið Alþingis- kvennatal. En þar sem sá listi varð ósköp stuttur, taldi aðeins níu konur, þótti mér nauðsynlegt að framlengja alþingiskvennatalið og láta það ná allt til síðustu kosninga í desember 1979. Hér eru aðeins taldar þær konur sem náð hafa kosningu, en ekki varaþingmenn, sem gripið hefur verið til þegar þurft hefur að fylla í eyður vegna forfalla kjörinna þingmanna. Alþingismannatalið tiundar hins vegar trúverðidega alla slíka allt niður í fólk sem tyllt hefur verið í stól á þingi í Jorjár vikur samtals. Séu allar slíkar varaskeifur taldar bætast 15 kvennanöfn við. Þess háttar þing- mennska gefur þó ekki mikil tæki- færi til þess að láta að sér kveða. Hins vegar veit ég ekki betur en allar konur sem inn fyrir þröskuld þings hafa sloppið hafi haft þar eitthvað til málanna að leggja. Konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis árið 1915 og árið eftir var Bríet Bjarnhéðins- dóttir á lista Heimastjórnar- manna. Um það framboð segir dóttir hennar Laufey Valdimars- 18 dóttir eftirfarandi: „Hefði hún komist að sem varamaður og Jíar með á þing (því að varamaðurinn komst að) ef hún hefði ekki verið strikuð út og færð óeðlilega mikið niður svo að sá, sem fyrir neðan hana var á listanum, komst upp“. Þessi reynsla kann að hafa orðið til þess að næst þegar konur hugðu til hreyfings buðu þær fram sér- stakan landslista kvenna og þannig komst fyrsta konan á þing, en það var Ingibjörg H. Bjarnason í kosn- ingum 1922. Hún gekk hinsvegar í flokk þegar á þing var komið og hefur það vafalítið veikt trú manna á „ópólitískum“ kvennalistum. Þó var aftur gerð tilraun 1926, en þá var Bríet Bjarnhéðinsdóttir efst á kvennalista. Sá listi fékk aðeins um 400 atkvæði. Menn kenndu ýmsu um, m.a. aldri Brietar, en hún var þá sjötug. Þegar Ingibjörg H. Bjarnason hætti þingmennsku tók Guðrún Lárusdóttir við sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en í þann flokk gekk Ingibjörg, þegar hann var stofnaður. Guðrún drukknaði í Tungufljóti sumarið 1938 og eftir lát hennar var engin kona á þingi þar til Katrín Thoroddsen tók sæti fyrir Sósíalistaflokkinn 1946. Mér er ekki ljóst, hve mikinn þátt kvenréttindabaráttan átti í fram- boði hennar, en víst er það, að í framboðsræðu sinni í útvarpi fyrir kosningarnar vitnaði hún til sam- þykktar landsfundar kvenna, en þar gerðu konur ]oá kröfu til stjórnmálaflokkanna, að ein kona yrði á þingi fyrir hvern flokk. Kvenréttindafélagið var öflugt um þessar mundir og stóð með tals- verðum blóma fram um 1960 og sennilegt er, að sú sóknarlota hafi átt sinn þátt í því að á árabilinu 1949-1959 eru fjórar konur kjörnar á þing. Aldrei voru þær þó nema tvær í senn á þingi og eitt kjör- tímabilið aðeins ein. Ingibjörg H. Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.