19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 52

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 52
víst, að þau muni lenda í einhverri ruslakörfunni. Hitt er verra að vita, að boð til íslenzkra tónlistar- manna erlendis frá komast oft ekki til skila, því að fólk veit ekkert hvert það á að snúa sér. Ég veit ekki um nokkurt land, þar sem ekki er starfandi umboðsskrifstofa fyrir listamenn. Eigi að síður hefur mér tekizt með góðra manna hjálp að komast eitt og annað, m. a. hefur Erik Sönderholm framkvæmda- stjóri Norræna hússins verið mjög hjálplegur, og til ísraels komst ég þannig, að vinkona mín, sem starfar þar, lagði fram upptökur með mér. Eftir tónleikaferðina þangað var mér boðið aftur.“ — Er einangrandi fyrir tónlist- arfólk að búa á Islandi? ,Já, ekki get ég neitað því. Skapandi listamönnum er nauð- synlegt að vera í náinni snertingu við skapandi list annarra. Þótt talsvert hafi lifnað yfir tónlistarlíf- inu hér á landi undanfarin ár, eru og verða aðstæður hér þannig, að íslenzkir listamenn, sem ætla sér einhvern frama, þurfa að geta komizt til útlanda annað veifið. Mér líkar ágætlega að búa hér og starfa, en ég er hrædd um að ég myndi fljótlega staðna, ef ég hefði engin tækifæri til þess að komast í listrænt andrúmsloft annars staðar og láta reyna á mig þar. Þetta væri mér ókleift, ef ég mætti ekki skiln- ingi yfirboðara minna um nauðsyn þess að fá leyfi frá störfum í nokkra daga þegar tækifæri bjóðast.“ — En er ekki offramleiðsla á tónlistarfólki í heiminum? „Það fer eftir því hvernig á mál- ið er litið. Til dæmis bíða hundruð manna eftir því að ein staða losni í beztu hljómsveitum heims. Við annars eða þriðja flokks hljóm- sveitir er yfirleitt enginn vandi að fá stöðu. En við því lítur enginn, sem telur sig eiga kost á einhverju betra. Það er eðlilegt, að listamenn séu metnaðargjarnir og kröfuharð- ir við sjálfa sig, en ég held, að það sé alið um of á þessum metnaði og hann geti valdið fólki sárum von- 50 brigðum að óþörfu. Þetta er að miklu leyti sök skólanna, og margir kennarar, sem hafa ekki náð sjálfir eins langt og þeir ætluðu, vilja bæta sér það upp með því að ala upp úrvalsnemendur. Og um leið og nemendurnir eru farnir að geta spilað eitthvað að ráði, er þá farið að dreyma um frama, dreyma um að þeir séu snillingar. En stað- reyndirnar eru dálítið kaldar. Tal- ið er að aðeins 3% nemenda við Juilliard Tónlistarháskólann í New York, nái heimsfrægð, þótt töluverður hluti nemenda nái ein- hverjum frama. í þessum skóla er úrval nemenda úr öllum heimin- um og inntökuskilyrði mjög ströng. — Þú talar um einleikara sem skapandi listamenn. Eruð þið ekki venjulega kölluð túlkandi lista- menn, en tónskáldin skapandi listamenn? „I báðum tilfellum má tala um skapandi list. Tónskáldið skapar verk upphaflega, flytjandi endur- skapar það út frá sjálfum sér. Hann verður að leggja í það sinn eigin skilning og tilfinningar, annars skapar hann ekki neitt. Hann má hvorki herma eftir einhverjum öðrum flytjanda né reyna að vera frumlegur. Hann verður að koma fram sjálfur. Annars er hann ekki listamaður.“ — Er hægt að líkja starfi kon- sertmeistara við verkstjórastarf hjá fyrirtæki? „Nei, sú samlíking nær miklu fremur til starfs hljómsveitarstjóra. Hann stjórnar æfingum og hann hefur síðasta orðið um túlkun verkanna. Konsertmeistari er ann- ars vegar sameiningartákn hljóm- sveitarinnar og hins vegar fyrirliði strengja, og það starf hans er lýtur að hinu listræna er unnið í samráði við stjórnanda. Orðheppinn ná- ungi hefur kallað konsertmeistar- ann forfiðlara, en það nær ekki alveg því, sem í starfinu felst, því að það tekur til hljómsveitarinnar allrar. Þegar konsertmeistari geng- ur inn á svið í upphafi tónleika, er venjan sú, að fólk klappi, en þá er það ekki að hylla hann persónu- lega heldur sem fulltrúa hljóm- sveitarinnar. Hann á að sameina kraftana, leysa úr ýmsum tækni- legum atriðum, og kannski er ekki úr vegi að kalla hann hálfgerðan sálusorgara, því að alls konar vandamál, jafnvel persónulegs eðl- is eru borin undir hann. En fyrst og fremst er hann þó forfiðla, því að hann hefur forystu fyrir fyrstu fiðlu í innkomum, bogastrokum og öðr- um atriðum samkvæmt fyrirmæl- um hljómsveitarstjóra. Þannig hefur þetta starf líklega byrjað, því að þegar hljómsveitin myndaðist var meginuppistaðan í henni strengir og þeir þurftu að hafa fyr- irliða.“ — Þú segir að kvenfólk sé yfir- leitt ekki í þessu starfi. Hvað veldur því? „Það er að minnsta kosti ekki hæfileikaskorti um að kenna, því að margsannað er að listrænir hæfileikar og forystuhæfileikar fara ekki eftir kynferði fólks. Ástæðan er sennilega sú, að hjóna- band og barneignir eru miklu meira bindandi fyrir konur en karla og valda því oft að þær gefa ekki kost á sér til ábyrgðamikilla starfa. Það er sameiginlegt með öllu skapandi tónlistarfólki, að það verður að halda sér í stöðugri þjálfun og má ekki slaka á, annars staðnar það eða því fer aftur. Þess vegna getur verið dýrkeypt fyrir framagjarnar listakonur að taka sér löng barneignafrí, en tvöfalt álag, listrænt starf og heimilis- skyldur, hlýtur að vera mjög slít- andi og erfitt. En hér tala ég ekki af reynslu, því að ég hef ekki stofnað fjölskyldu og finnst það satt að segja ekkert freistandi meðan ég er í þessu starfi og hef áhuga á að koma mér á framfæri erlendis.“ — Fannst þér ekkert erfitt að taka við starfi konsertmeistara? „Eg byrjaði að spila með Sinfóníuhljómsveitinni þegar ég var 15 ára gömul og var alltaf meira og minna í tengslum við hana á meðan ég var í námi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.