19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 43
Fimm stúlkur hafa valið húsgagnasmíðina Þegar Lára, Sigríður og Jóhanna settust í Iðnskólann, voru þar þeg- ar fyrir tvær stúlkur, sem höfðu valið sér húsgagnasmiði. „Fólk rak alltaf upp stór augu, þegar það var að forvitnast um það, hvað maður gerði. Sumt var alveg gáttað, en flestir hafa verið mjög jákvæðir,“ segir Sigríður. „Það héldu allir að við værum í hárgreiðslunámi,“ segir Lára. Allar eru þær sammála um að þær gefi strákunum ekkert eftir í faginu. Nú er tæknin orðin svo mikil á verkstæðum að það þarf enga sérstaka krafta til að geta staðið sig í starfinu. „Auðvitað Jjurfum við að reyna töluvert á okkur, t. d. þegar maður er með stærðar borðplötu. Það þarf að koma henni upp í vélina, en það hefur hingað til ekkert staðið í veginum,“ segir Lára. Hún segist hafa orðið vör við það, að ef hún er með rispu ein- hvers staðar, telji fólk það víst, að hún hafi meitt sig á t. d. sporjárn- inu. „Það trúir því ekki að við ráðum fullkomlega við þetta og álitur okkur fara klaufalega að,“ segir hún. Jóhanna kannast einnig við þetta og segir að hún hafi eitt sinn dottið og meitt sig á skíðum, en þá hafi sporjárninu umsvifalaust ver- ið kennt um og enginn vildi trúa því að óhappið hefði komið fyrir í skíðaferð. F ramhaldsnám Lára ætlar sér að starfa á verk- stæði í Noregi í sumar. Hún sagði að það hefði verið auðvelt að fá starf og hún hefði getað valið á milli verkstæða, sem hefði frá 7 og upp í 200 manns í vinnu. „Ég hef mikinn áhuga á því að fara í framhaldsnám og þá get ég vel hugsað mér að fara í arkitekt- úr,“ segir Lára. Jóhanna ætlar sér að læra eitt- livað meira, en hefur ekki gert upp hug sinn ennþá, en arkitektúrinn komi vel til greina. Þær Lára og Sigríður ljúka sveinsprófinu aðeins 18 ára gaml- ar, svo nægur tími ætti að vera til að hugsa sinn gang og skipuleggja framhaldsnámið. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.