19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 64

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 64
Frá Jafnréttisráöi Jafnréttisráð var stofnað sam- kvæmt lögum nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla og var fyrsti fundur ráðsins 29. júlí það ár. Skipunartími ráðsins er til þriggja ára í senn og hefur 19. JÚNl borist skýrsla Jafnréttisráðs fyrir starfs- tímabilið 1976—1979. f 9. gr. 1. nr. 78/1976 er kveðið á um skipun ráðsins og 1976 voru eftirtaldir menn skipaðir í Jafn- réttisráð: Guðrún Erlendsdóttir, lögfræðingur, formaður skipuð af Hæstarétti, varamaður Jón Finns- son og frá 1977 Jóhann N. Níels- son; Geirþrúður H. Bernhöft af félagsmálaráðherra, varamaður Sigurlaug Bjarnadóttir; Aslaug Thorlacíus, af BSRB, varamaður Björg Einarsdóttir og frá 1978 Lilja Ólafsdóttir; Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir af ASÍ, vara- maður Auður Torfadóttir; Ólafur Jónsson af Vinnuv.samb. ísl. og frá 1977 Baldur Guðlaugsson, vara- maður Barði Friðriksson. 1 tilefni af Alþjóðlegu kvennaári Sameinuðu þjóðanna 1975 skip- uðu stjórnvöld sérstaka Kvenna- ársnefnd. Nefndin lauk störfum í ársbyrjun 1977 og var Jafnréttis- ráði falið verkefni hennar og því jafnframt heimilað að skipa nefnd til að vinna að afmörkuðum verk- efnum. f apríl þ. á. skipaði Jafn- réttisráð síðan eftirtalið fólk í Ráðgjafanefnd: Björg Einarsdótt- ir, formaður, Bergþóra Sigmunds- dóttir, Guðjón Tómasson, Guð- mundur Hilmarsson, Helgi Skúli Kjartansson og Lilja Ólafsdóttir. 1. jan. 1979 gengu Guðmundur og Helgi Skúli út úr nefndinni, en í þeirra stað voru skipaðir Gestur Ólafsson og Kári Kristinsson. Verkefnum Jafnréttisráðs voru gerð allítarleg skil í 19. JÚNf 1979 og verður hér aðallega getið um helstu þætti í skýrslu ráðsins, en hún skiptist í 7 meginkafla. I 1. kafla eru birt lögin, sem 62 ráðið starfar eftir og í 2. kafla er greint frá stofnun Jafnréttisráðs. 3. kafli ber yfirskriftina „Verkefni Jafnréttisráðs“ og skiptist hann í 4 undirkafla. A-liður fjallar um mál, sem hlotið hafa afgreiðslu frá ráðinu og eru þau 32 talsins, þar með taldar umsagnir um frv. til ættleiðingar- laga, frv. til barnalaga og frv. til laga um tekju- og eignaskatt. Um- sagnirnar eru birtar í heild og eru allítarlegar. Flest málin snerta vinnu- markaðinn eða málefni tengd honum, allt frá athugasemd við fjölritað bréf frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins, þar sem fjölritaður er titillinn hr. og býður heim þeim grun, að eingöngu sé búist við karlskyns viðskiptavinum hjá þeirri stofnun — til „Sóknarmáls- ins“ svonefnda, sem barst Jafn- réttisráði 21. júlí 1976 og lauk með málshöfðun fyrir bæjarjDÍngi Reykjavíkur og dómi 26. mars 1979. Málið snerist um meint launamisrétti á heilbrigðisstofn- unum eftir Jjví, hvort karl eða kona gegndi starfi. f dómsorðunum fólst staðfesting á því, að launamisrétti milli karla og kvenna viðgengst. Málinu hefur verið áfrýjað. B-liður er um mál, sem hafa komið til umfjöllunar hjá ráðinu og er þar greint frá 9 málum sem hafa borist ráðinu eða það haft frumkvæði að athugun á. Fram kemur að þau ýmist áttu ekki heima innan verksviðs ráðsins eða löguðust af sjálfu sér við athugun, fyrirspurn og ábendingar. Brögð voru að þvi, að menn vildu ekki veita viðhlítandi svör. Dæmi má taka af því, að eftir að Jafnréttisráði höfðu borist at- vinnuleysisskýrslur frá félagsmála- ráðuneytinu 1977, ritaði ráðið bréf til frystihúss á Suðvesturlandi og óskaði upplýsinga um eftirtalin atriði: JAFNRÉTTl — IAFNVÆGI „1. Hvaða orsakir liggja að baki því, að allar konur eru lausráðnar, en allir karlar fastráðnir? 2. Af hvaða ástæðum var öllum konum sagt upp en engum karli?“ Formaður verkalýðsfélagsins á staðnum hafði samband símleiðis við skrifstofu Jafnréttisráðs, en neitaði að svara skriflega. C-liður fjallar um fundi, ráð- stefnur, fræðslu og upplýsingar og kemur J^ar fram að Jafnréttisráð hefur efnt til fundar með jafn- réttisnefndum sveitarfélaga (en þær hafa verið stofnaðar víða); haldið fund með námsstjórum grunnskólastigsins og fulltrúum frá ýmsum stofnunum og skólum; fund með áhugamannafélögum um jafnréttismál; ráðstefnu með aðilum vinnumarkaðarins og staðið fyrir sýningu og umræðu- fundi í Norræna húsinu um „Framtíðarverkefni með tilliti til jafnréttis og jafnrar stöðu karla og kvenna.“ Jafnréttisráð fær boð um að sækja fundi og ráðstefnur og beiðnir um erindaflutning. Ráðs- menn og framkvæmdastjóri þess hafa sótt fjöldann allan af fundum innanlands og utan. Einnig hefur ráðið haft samstarf við frétta- og auglýsingastjóra fjölmiðla, haldið nokkra blaðamannafundi, haft reglubundna kynningu í félags- málaskóla MFA í Ölfusborgum að vetrinum og í orlofi húsmæðra að sumrinu. Jafnréttisráð gefur út frétta- bréfið „Hlið við Hlið“ og birtast Jiar fregnir af starfinu og upp- lýsingar ýmiss konar s.s. um fjölda (eða fæð) kvenna í opinberum nefndum og ráðum og stjórnum launj^egasamtaka þrátt fyrir nær helming félagsmanna o.fl. Skrifstofa Jafnréttisráðs hefur samband við opinbera aðila, J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.