19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 72

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 72
Ástin, frelsið og konur Framh. af bls. 48. henni, en gerir þó gys að sífelldri umhugsun hennar um hjónaband og að sofa hjá. Þessu vildi Þórhildur ekki sam- sinna. Karlar hefðu alltaf gert gys að konum, sem gætu ekki leynt girnd sinni og þörfum. Þegar Manga væri ein, ræddi hún opin- skátt um hvatir sinar og heilbrigð- ar þarfir, en í hópi með öðrum væri hún tepruleg, enda ætlaðist þjóð- félagið til, að hún sýndi áhugaleysi í þessum efnum. Sigurður drægi fram, hvernig það er talið ámælis- vert hjá konum, sem hjá körlum er látið óátalið. Hið átakanlega í lýs- ingu Möngu væri aftur á móti ör- vænting hennar um að komast í hjónaband. Þá var talinu vikið að höfuðper- sónunni Helgu. Um hana hafði Tinna þetta að segja: ,,Mér finnst hæpið að telja Helgu tákn ein- hverrar upphafinnar kvenímynd- ar, sem Sigurður kann að hafa átt sér. Hún er ekki aðeins ímynd rómantíkur um sakleysi og hrein- leika, heldur líka tápmikill kven- maður, sem hefur vit og getu til að koma eigin málum fram.“ Það vekur eftirtekt, að móðir Helgu kemur hvergi við sögu; hverja telur þú skýringuna á þessu, Þórhildur? „í frumgerð Sigurðar kom fram, að hún er látin, er leikurinn gerist, en ég tel, að með þessu vilji höf- undur sýna, hvernig feður, sem fá að kynnast hlutverki uppalandans af eigin raun, öðlist aukinn skiln- ing á mannlegum tilfinningum. Feður þeirra Helgu og Gríms hafa báðir þannig reynslu, og þeir eru einu karlpersónurnar í leiknum, sem ekki láta kúgast, sem þora að láta tilfinningarnar vera skynsem- inni yfirsterkari, þegar það á við.“ Bæði Helga og Sigríður eru dyggðum prýddar og bornar til auðs. Skyldi Sigurður sjálfur hafa talið, að þannig ættu konur að vera til að geta talist eigulegar? 70 Um þetta hafði Þórhildur það að segja, að í verkinu væri kærleik teflt fram gegn þjónkun við pen- inga. Þannig höfnuðu Sigríður og Helga von um aukinn veraldarauð vegna ástar og því væri Helga gerð sem eigulegust á alla lund, þegar ástir tækjust með þeim Grími, umkomulausum útlaga, sem aldrei hefði séð kvenmann. I hreinni og saklausri ást þeirra birtist megin- inntak verksins, boðskapur um kærleik og frelsi, fjarri spillandi áhrifum auðs, valda og girndar. Að lokum voru þær Þórhildur og Tinna spurðar, hvað fleira kæmi athyglisvert fram í verkinu, sem varðaði konur sérstaklega. Þór- hildur benti á rökræður útlaganna um mun kynjanna, mun á hæfi- leikum karla og kvenna, sem hún taldi eiga fullt erindi til okkar, þótt meira en aldargamlar væru. Þessar rökræður hefðu verið styttar i nú- verandi gerð leiksins, enda ekki nema óbeint tengdar meginboð- skap hans, en hér skal til gamans birtur hluti þessara rökræðna, eins og þær eru í frumgerð Sigurðar. Hrólfur, einn útlaganna, hefur sagt að konur séu „barnasmiðjur . . . til að sjóða ofan í okkur, staga garmana okkar og vera okkar þrælar eða réttara sagt húsdýr . . .“ og Eldjárn útlagi og kvenhatari tekur undir, en Björn, faðir Gríms, mótmælir og segir m. a.: . . . Sé konan á lægra stigi en karl- maðurinn að öllu samanlögðu, þá er það vafalaust karlmanninum að kenna, sem notar sér þá líkamlegu yfirburði, sem hann hefur fram yfir konuna, til að kúga og niðurníða alla hæfilegleika hennar, en þar af leiðir þá aftur mjög eðlilega, að konan neytir þeirra hæfilegleika, sem hún hefur svo ríkulega fram yfir karlmanninn. Eldjárn: Hverjir eru þeir má ég spyrja? Björn: Það er mjúkleiki og næm- leiki í hugsun og tilfinningum og flýtir að snúa sér eftir kringum- stæðunum — og jafnvel slægð. Eldjárn: Þar sagðirðu satt, ha, ha, ha. Björn: Þettað er konunni gefið sem jafnvægi og vörn á móti ofríki karlmannsins. Óskandi væri að karlmenn almennt þekktu betur kvenfólkið og þeir litu ekki eins með hroka niður á þær svo þær þyrftu enn síður að neyta þess sið- asta hæfilegleikans. Vigdís Framh. af bls. 24. fylgjandi innrásinni í Afganistan? Samkvæmt minni eigin skilgrein- ingu hef ég aldrei verið kommún- isti, eins og sú stefna er upp byggð í heiminum. Eg hef alltaf verið á móti erlendum her á Islandi og í raun veit ég, að flestir íslendingar eru það í hjarta sínu. Spurningin er aðeins, hvernig og hvers vegna menn umbera hann. Eg er líka á móti allri frelsisskerðingu, hverju nafni sem hún nefnist.“ Hljótir þú ekki kosningu, hvað hyggstu þá taka þér fyrir hendur? „Eg hef ýmsar áætlanir á prjón- unum, en það er best að segja sem minnst, því að annars er maður farinn að gefa loforð. Einu vona ég þó að ég komi í verk og það er að ljúka við rannsókn mína á frönsk— íslenskum menningartengslum á síðari hluta 19. aldar. Eg á talsvert enn óunnið af efni um frönsku sjó- mennina, og ég hef litlar áhyggjur af því að verða iðjulaus.“ Að lokum, Vigdís, hvers hefur þú helst óskað þér í kosningabar- áttunni? „Ég átti fimmtugsafmæli á dög- unum og vinkonur mínar spurðu hvað ég vildi helst fá í afmælisgjöf. Mér kom ekkert í hug, sem mig vanhagaði um. „Mig vantar ekk- ert,“ sagði ég „nema það væri aukið sjálfstraust — af því á maður að sjálfsögðu aldrei nóg.“ ,Já, en það er bara ekki hægt að pakka þvi inn, Vigdís mín,“ svaraði þá ein þeirra.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.