19. júní


19. júní - 19.06.1980, Síða 28

19. júní - 19.06.1980, Síða 28
„Karlmenn fara hraðar uppu 35 ára deildarstjóri í banka (kvk) Sagði það sína skoðun, að kven- fólkið þyrfti alltaf að leggja meira á sig við vinnu til að sanna ágæti sitt heldur en karlmenn þyrftu. Möguleikar kvenna á stöðuhækk- unum til dæmis, hefðu aukist á síðustu árum, en ennþá vantaði mikið á. Það væri enn litið á starfsmanninn með tilliti til kyn- ferðis, en ekki út frá hæfileikum viðkomandi. Um afstöðu við- skiptamanna bankans væri það að segja, að hún teldi fólk almennt ekki hugsa um það hvort karlmað- ur eða kvenmaður væri við af- greiðslu. Viðskiptavinirnir vildu fyrst og fremst fá góða afgreiðslu. Yfirmenn væru misjafnir rétt eins og allir einstaklingar. Ekki skipti máli hvort viðkomandi væri karl- maður eða kvenmaður. Varðandi framamöguleika væri það stað- reynd, að karlmenn færu hraðar upp launastigann en kvenmenn. Kven.fólk þyrfti að sanna, að það gæti tekist á við ákveðin störf, en talið væri sjálfsagt að karlmenn réðu við störfin. Það þyrfti ekki að láta reyna á það og því væru karl- menn yfirleitt fljótari að „vinna sig upp“, eins og það væri kallað. Hún er ekki karlmaður 24 ára bankastarfsmaður (kvk) Kvaðst starfa við afgreiðslu í víxladeild banka og við afgreiðslu væru eingöngu konur. Þær væru að minnsta kosti % af starfsmönn- um bankans, en aðeins einn kven- maður væri deildarstjóri. Karl- menn væru þar gerðir að deildar- stjórum, jafnvel eftir tiltölulega stuttan starfstíma, á meðan gengið væri framhjá kvenmönnum, sem hefðu jafnvel áratuga starfsaldur hjá bankanum. Hún tók það reyndar fram, að dæmi væri til um konu, sem hefði verið boðin deildarstjórastaða, en hafnaði því. Hún hefði ekki treyst sér til að takast á við það. Hún nefndi sem dæmi um karlaveldið í bankanum, að karlmaður hefði ævinlega verið formaður starfsmannafélagsins, þrátt fyrir að karlar væru varla nema Vs af starfsmönnunum. Hún vissi að eitt sinn hefði verið stungið upp á þvi að kona yrði boðin fram í formannskjöri. Sú hugmynd hefði verið kæfð og það af konunum í bankanum. Er þær voru beðnar um að rökstyðja hvers vegna, var svarið eitthvað á þá leið að hún væri ekki karlmaður. „Hún kvaðst hafa öruggar heimildir fyrir því að eitt sinn hefði verið gengið fram hjá sér við stöðuhækkun og hefði ástæðan einfaldlega verið sú, að hún væri á barn- eignaraldri og þess gæti vart verið langt að bíða að hún þyrfti að taka sér fæðingar- orlof.“ Skýringuna á þeirri deyfð og áhugaleysi, sem ríkti hjá konunum um kjör sin, kvaðst hún telja þá, að j)ær hugsuðu sér fæstar að starfa i bankanum til frambúðar. Því virt- ist engan metnað að finna hjá Jjeim. Hún kvað það táknrænt fyr- ir samskipti kynjanna, að nær allir víxlar bankans væru skráðir á karlmenn og jjað virtust eingöngu vera karlmenn sem ættu fyrirtæki. Það væru jtví mest karlmenn, sem kæmu í víxladeildina og í einstaka jjeirra væri fyrirgangur, og það stundum svo mikill, að kalla yrði á yfirmann deildarinnar. Um leið og hann birtist félli allt í dúnalogn og viðskiptavinurinn hætti öllum lát- um. Aldurinn hefði liklega einhver áhrif JdvÍ viðskiptavinirnir væru mun kurteisari við eldri konurnar. Enginn munur 41 árs læknir (kk) Taldi að framkoma sjúkling- anna gagnvart sér væri á engan hátt frábrugðin því sem væri gagnvart lækni af hinu kyninu. Utlit og aldur hefðu þar heldur ekkert að segja. Á vinnustað hans starfa 6 læknar, 5 karlmenn og 1 kona. Hann áleit að það skipti ekki ntáli hvernig kynskiptingu væri háttað á vinnustaðnum og taldi framkomu starfsmannanna ekki öðruvísi en við lækni af hinu kyn- inu. yfirmaður hans er einnig karl- maður og hann áleit ekki, að vinnustaðurinn yrði frábrug^inn þótt yfirmaður væri kven- kyns. Læknirinn taldi yfirmann koma eins fram við sig og sam- starfsmann af hinu kyninu og að samstarfsmennirnir hefðu sömu framamöguleika í starfi. Aldur og útlit skiptir máli 29 ára læknir (kvk) Sagði að sjúklingar kæmu öðruvísi fram við sig en samstarfs- menn sína af gagnstæðu kyni. Þeir virtust hissa, þegar hún segðist vera læknir. Aldur sinn og útlit skipti máli, sjúklingum virtist Joykja hún barnaleg og ólæknisleg og margir héldu hana ritara á sjúkrahúsinu. Hún áleit að jjað skipti ekki máli á vinnustaðnum hvernig læknarnir skiptust eftir kyni. Karlmaður væri yfirmaður hennar, en taldi jDað engu breyta J}ótt [Dað væri kvenmaður, yfir- maðurinn kæmi eins frani við alla læknana. Hún kvaðst telja sig og samstarfsmenn sína hafa sömu framamöguleika í starfi. 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.