19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 70

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 70
hljóðfæraleik, söng, erindum og sýningu listmuna. Um undirbún- ing sá Guðrún Sigríður Vilhjálms- dóttir. Hinn 23. febrúar sl. var haldin á Hótel Borg ráðstefna um jafna foreldraábyrgð, en það var um- fjöllunarefni Alþjóðasambands kvenréttindafélaga á ári barnsins. Til ráðstefnunnar var boðið full- trúum ýmissa félaga og stofnana auk einstaklinga og sóttu hana tæplega 100 manns. Flutt voru 8 framsöguerindi um löggjöf, heimili og fjölskyldu, foreldraábyrgð og opinbera ábyrgð og um vinnu- markaðinn. Starfshópar ræddu um hvern málaflokk og skiluðu niður- stöðum og loks voru almennar umræður. Framsöguerindi og niðurstöður starfshópa hafa verið gefin út í bók, sem send var þátt- takendum og fjölmiðlum. Er einn- ig hægt að fá bókina keypta á skrifstofu KRFÍ. Um undirbúning ráðstefnunnar sáu Jónína M. Guðnadóttir og Esther Guð- mundsdóttir auk starfsmanns KRFf Júlíönu Signýjar Gunnars- dóttur. Stjórn KRFÍ sendi frá sér um- sögn um frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar, sem varðar fæðingarorlof. Um- sögnin er birt á öðrum sta í blaðinu ásamt umfjöllun um efnið, og verður hún því ekki rakin hér. Á síðasta starfsári hóf KRFÍ út- gáfu fréttabréfs. Komu út 3 bréf á árinu. Um útgáfuna sáu Berglind Ásgeirsdóttir og Gestur Ólafsson. Hefur nú verið ákveðið, að gefa 68 fréttabréfið út mánaðarlega yfir vetrarmánuðina og er það von stjórnar, að með þessum hætti megi betur takast að halda tengsl- um við félagsmenn og fá fleiri til starfa. Formanni félagsins var boðið á tvo fundi til þess að kynna starf KRFÍ, til Málfreyjudeildarinnar Kvists og Samtaka kvenna á framabraut. Rauðsokkahreyfingin gekkst fyrir fundi 17. nóvember um efnið „Konur á þing — hvers vegna?“ Formaður KRFÍ sótti fundinn og flutti þar framsögu ásamt fulltrúa frá Rauðsokkum. Þá sótti formaður KRFl fund, sem Ráðherranefnd Norðurlandaráðs gekkst fyrir i Kaupmannahöfn hinn 6. nóv. Var þar fjallað um samstarf opinberra aðila og áhugafélaga á Norðurlöndum um jafnréttismál. Kvenréttindafélagið er aðili að Sambandi norrænna kvenrétt- indafélaga og Alþjóðasambandi kvenréttindafélaga. (IAW). NKS-þing var haldið í Kaup- mannahöfn 30. ágúst — 2. sept. sl. og sóttu það 3 fulltrúar frá KRFÍ, formaður, Guðrún Gísladóttir og Esther Guðmunds- dóttir. Umræðuefni þingsins var „Kvinder i beslutningsprocessen“ (konur i ákvarðandi stöðum). Flutti formaður KRFÍ þar yfirlit yfir stöðuna í þessum málum hér á landi. Höfðu þingfulltrúar miklar áhyggjur af því, hve hægt gengi að skipta ákvarðanatöku jafnt milli karla og kvenna. Var mikið rætt um leiðir til að ná því markmiði. Einn þáttur þess er að konum fjölgi á þjóðþingum og í sveitarstjórnum. Var í þvi sambandi rætt um nauð- syn þess, að konur miðli af reynslu sinni af stjórnmálajDátttöku, hverj- ar hafi verið helstu hindranir í vegi Jjeirra og hvernig megi yfirstíga Jjær. Mun KRFÍ gangast fyrir ráðstefnu i haust um þetta efni og bjóða til hennar öllum konum, sem sæti eiga í sveitarstjórnum á íslandi. Fréttatilkynning, sem send var til fjölmiðla að loknu NKS-jDÍnginu, er birt annars staðar hér á siðunni. Næsta J^ing verður haldið í Fær- eyjum eftir 2—3 ár. Þess má að lok- um geta, að Grænland er nú sjálf- stæður aðili að NKS, en landið fékk heimastjórn fyrir ári síðan eins og kunnugt er. Þing Alþjóðasambands kven- réttindafélaga, IAW, var haldið í Monrovíu í Líberíu á síðasta ári. Ekki tókst KRFl að fá styrk til að senda fulltrúa héðan á Jjingið og var Kari Skjönsberg, fulltrúa Norsk kvinnesaksforening veitt umboð til að greiða atkvæði fyrir hönd KRFÍ. Björg Einarsdóttir, sem átti sæti í stjórn Alþjóðasam- takanna var nú kjörin formaður Sameinuðu þjóðanefndar samtak- anna. IAW átti 75 ára afmæli á siðasta ári, og að því tilefni var haldinn fundur í Norræna húsinu með þeim einstaklingum, sem eiga aðild að samtökunum á Islandi. Björg Einarsdóttir sagði J)ar frá stofnun, uppbyggingu og störfum IAW og kynnti nýútkomna sögu Jaess, „Woman into Citizen“. I lok fundarins var samþykkt að senda heillaskeyti til júngsins í Monro- víu. Landsfundur KRFÍ skal skv. félagslögum haldinn fjórða hvert ár og verður hann nú haldinn 23.-24. október 1980. Á þessum landsfundi verður fjallað um lög KRFÍ, stefnuskrá og starfshætti félagsins. Er mikil Joörf á að gera rækilega úttekt á Joessum málum, m.a. til að starf félagsins verði hnitmiðað og árangursríkt. Er einnig nauðsynlegt að leita leiða til að bæta samstarfið við aðildarfé-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.