19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 68

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 68
fólks á tíma þegar mikil deyfð var yfir þessum málum hér á landi. Soffía: Það er reyndar merki- legt að þær hafa farið öfugt að við flestar sambærilegar hreyf- ingar í öðrum löndum sem byrjuðu í því sem við getum kallað innhverfri íhugun og fóru svo út á við. Hér er þetta öfugt. Þær byrj- uðu virkilega úti á meðal lýðsins, opnuðu augu fólks, settu spurn- ingarmerki og náðu árangri. Síðan hefur mér fundist að þær þrengdu sviðið fullmikið og séu nú komnar um of inná við. Erna: Það er áreiðanlega dæmi- gert varðandi Rauðsokka, að á meðan þær voru tiltölulega þver- pólitiskur hópur, sem þær voru í upphafi, þá var víðsýnin meiri og þær náðu til fólks. Eftir að þær fóru að verða einstefnupólitískari þá hafa þau einangrast meir. Eg er alveg sannfærð um að það er grundvallaratriði að svona hreyf- ingar séu á breiðum grunni með tilliti til lífsskoðana, landsbyggð- arsjónarmiða, þ. e. að sem flest sjónarmið séu ríkjandi. Það er erf- itt en þess virði. Rannveig: Við erum hér sam- mála um jafnréttisbaráttu jafn- hliða stjórnmálastarfi. Eg held að við ættum að athuga vel hvernig við náum til almennra kvenna sem hafa sýnt áhugaleysi en þurfa á vakningu að halda, en mundu í fæstum tilfellum koma á fundi. Þetta er mikilvægt atriði og trúlega mælikvarði á hve áhrifarík svona samtök eins og t. d. Kvenréttinda- félagið geta orðið. Það er fjöldi kvenna sem eru hver á sínum stað að kljást við vandamál sem þær gera sér ekki grein fyrir að eru að stórum hluta jafnréttismál. Fyrir margar þeirra eru slík mál pólitisk mál sem koma þeim ekkert við. Erna: Þær eiga oft í höggi við sameiginlegan vanda og njóta líka árangurs af áratuga baráttu varð- andi rétt þeirra og aðstöðu. Dagbjört: Sem þær taka sem sjálfsögðum hlut. Soffía: Eg held að þetta muni nú 66 breytast við aukna atvinnuþátt- töku kvennanna, að það verði létt- ara að vinna jafnréttishugsjóninni fylgi og athygli manna á nauðsyn þess að konur séu vakandi og þá komum við aftur að samstöðunni. Þær verða beinlínis að gæta þess, ef þær sjá að konur eru órétti beittar við skulum segja á vinnustað, ásamt öðrum konum, að slíkt gerist ekki, í stað þess að snúa sér undan og láta sem hlutirnir hafi ekki skeð. Erna: Því var varpað fram hvernig megi ná til fólks, hvað megi gera sem leysir fundarformið af hólmi, t. d. að nota fjölmiðla? Eg hef nú aðeins kynnst því hvernig ríkisfjölmiðill er rekinn og ég held að ég megi segja að það sé hægt að hafa meiri stefnufestu og fræðslu í þessum efnum en gert er og skapa þannig um leið fordæmi og aðhald fyrir aðra fjölmiðla í landinu, eins og t. d. blöðin. Varðandi blöðin má nefna að sum þeirra hafa haft sér- stakar síður sem skuli fjalla um jafnréttismál. Eg er þeirrar skoð- unar að svona siður séu ekki til góðs. Þær virka of predikandi, menn taka ekki verulegt mark á þeim. Svo er tilhneiging til þess að þessi mál séu afgreidd í afmörkuð- um pakka, í stað þess að þau eru og eiga að vera hluti af öllu mögulegu öðru efni, hluti af stefnu fjölmiðla sem annarra stofnana þjóðfélags- ins, sem vilja á annað borð vera teknar alvarlega. Soffía: Já, ég tel ekki heppilegt að vera með svona sérstaka síðu. Hún þyrfti þá að vera ákaflega vel unnin í þeim skilningi að margir kæmu þar við sögu, starfandi blaðamenn á blöðunum sjálfum. Mér finnst að efni eins og þetta sé best komið innan um og saman við annað efni blaðanna. Dagbjört: En þurfum við þá ekki sérstakt blað, nýjan fjölmiðil? Rannveig: Nei, það nær ekki lil þeirra sem við viljum ná til. Dag- blöðin eru betri. Dagbjört: Mér finndist ekki úr vegi að saintök eins og Kvenrétt- indafélagið kæini á fót hópi sein tæki að sér að skipuleggja skrif í blöð, gerð útvarpsþátta, erindi um dag og veg, hádegiserindi o. fl. Það þyrfti að koma þessu upp og taka eitt ár í það. Svona er skipulagt af öllum flokkum fyrir kosningar, því skyldi ekki félag eins og Kvenrétt- indafélagið ekki vinna á svipaðan hátt. Soffía: Við eigum umfram allt að laga okkur að nýjum aðstæðum. Eg er handviss um að þetta hefð- bundna fundarform er búið að ganga sér til húðar . . . Rannveig: og hér er e. t. v. kom- inn einn mikilvægur þáttur sem hefur tafið framgang þessara mála, að við höfum verið of bundin í gömlu formi og ekki nýtt okkur ný tjáningarform. Soffía: Kvennahreyfingar virð- ast allar hafa verið í einhverri blindgötu í seinni tíð. Við höfum verið í nokkur ár að sýna fram á réttmæti jafnréttisbaráttunnar, skilgreina ástand, gefa dæmi, en spurningin er hvernig við fylgjum því eftir og hvað við gerum næst? Ertia: Þær leiðir eru án efa margar og ólíkar enda er einmitt greinileg þörf á margbreytni í þeirri baráttu sem framundan er ef marka má þær umræður sem fram hafa farið í þessum hópi. Um meginmarkmið sýnist mér að nokkur einhugur ríki. A leiðinni út í bíl varð mér litið á greniplönturnar fyrir utan bústað- inn. Þær hafa verið 10 ár að komast upp úr moldinni, hurfu niður í jörðina fyrstu árin en nú standa þó nokkrar þeirra bara keikar. Skyldi vera svipað háttað um konurnar? Fyrst þurfa þær jarðtengsl, að skjóta rótum, aðlagast nýjum jarð- vegi, loftslagi og umhverfi, — eftir það getur eitthvað farið að gerast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.