19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 47

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 47
brandsson og Co. mundu nota í að velja „Utsýnarstúlku ársins“. Ekki veit ég hvort þessi lágkúrulega feg- urðarkrafa kemur frá höfundum, leikstjórum — eða bara frá hinum almenna áhorfanda, sem hefur fengið sína innrætingu um hvernig kona eigi að líta út til að geta látið sjá sig. En einstaka sinnum sér maður þessa kröfu gerða að aukaatriði. I Svíþjóð sá ég einhverntíma stór- kostlega uppfærslu á Faust, þar sem Gretchen var ekki sú engil- fagra vera sem hún oftast er, held- ur stór rauðhærð brussa með bólgnar vinnuhendur alþýðustúlk- unnar — en hlaðin af snilld og út- geislun góðs leikara. Allt leikritið kom nær mér, með sinni stéttar- skiptingu og miskunnarleysi aðals- mannsins við lítilmagnann. Fyrir nokkru sá ég reyndar þessa fegurð- arreglu brotna hér í Þjóðleikhús- inu. Var það í leikriti Ibsens um „Máttarstólpa þjóðfélagsins“, og leikstýrt af karlmanni meira að segja. Frænkan frá Ameríku, sem hefur fundið frelsi sitt sem einstaklingur, kemur og hrærir upp í dauflegri lífstykkjaveröld heimalandsins. Næstum alltaf sér maður þennan spennuvald leikritsins leikinn af undurfagurri konu, sem birtist nærri því eins og vera frá öðrum heimi. í þetta skiptið kom Ameríkufarinn inn á sviðið, svo sannarlega frá öðrum heimi — en frá jarðneskum heimi, hún hreyfði sig frjálslega hlaðin af lífsorku og sjálfstæði — en nokkrum kílóum þyngri en tískublöðin mundu hafa fyrirskipað fyrir konu á hennar aldri. Eg rétti mig upp í sætinu frammi í sal og mér fannst þetta svo hárrétt. Auðvitað leyfði þessi kona sér að fitna ef hún bara kærði sig um, hún var engum háð, ekki stjórnað af einum né neinu. Leik- ' itið á enda var þessi prestasjón svo heillandi og kyngimögnuð, að maður trúði á ótrúlegustu liluti. Svo kom gagnrýnin, í einni þeirra stóð: „Kona með þetta útlit hefði aldrei getað haft áhrif á líf nokkurs manns.“ Staða kvenna í leiklist og list- rænt gildi afreka þeirra, hlýtur að haldast í hendur við stöðu kon- unnar í þjóðfélaginu og hvers hún er metin þar. Það fer t. d. ekki á milli mála, að það er erfiðari róður fyrir konu í leikstjórn en karlmenn. En það er hreint ekki auðvelt að útskýra i hverju munurinn er fólginn. Við fáum sömu laun og karlmenn, svo ekki er hægt að benda á tölur (en það er alltaf svo þægilegt). Og við fáum auðvitað sama tíma og þeir til að koma sýningunum upp — og freistumst þar af leiðandi, einstaka sinnum, til að koma okkur upp fljótlegustu aðferðunum við að fá fólk til að vinna að sýningunni. Við vitum, að það er ekki mjög árang- ursríkt fyrir okkur að sitja frammi í sal og belja fyrirskipanir til leikara og tæknimanna — við fáum bara umburðalyndis bros og ekkert ger- ist — vegna þess að allt karlkyns í kringum okkur krefst þess að við séum dálítið hjálparvana og sjarmerandi. Það er skammarlegt að segja frá því, en maður stendur sig að því að setja upp svolítið varnarlaust bros, gera augun rök og biðja lágum rórni „um obbolítið hærri pall hægra megin á sviðinu.“ Vitandi að allt gengur smurt, á meðan allir trúa því, að þeir séu að hjálpa stelpugreyinu. En hvað um það, einhvern veg- inn trúi ég því, og mér finnst þessir hlutir vera að fikra sig í rétta átt. Mjög hæfar konur hafa komið fram og sýnt og sannað, að þær geta skrifað góð leikrit. Leikstjórum úr hópi kvenna hefur fjölgað og þær hafa staðið sig svo vel, að þær hafa komið jafnvel verstu friggadellun- um í leikhúsinu til að trúa því, að til að stjórna leikriti þurfi kannski ekki alveg nauðsynlega að hafa tippi. Og fyrst og fremst, það sem gerir mann bjartsýnan á þessi mál er það, að konur í kringum mann í þjóðfélaginu eru farnar að þora að brjótast út úr klissjuforminu og vera þær sjálfar — og með því einu verða kvenpersónur leiksviðsins safaríkari og áhugaverðari. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.