19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 7
Erna Það er vegna þess að konur hafa svo ólíka reynslu að baki og svo gerólíkt líf miðað við það sem karlar hafa. Bara það hvernig þeirra líf er frábrugðið lífi karla gerir það að þær koma með önnur viðhorf. Það kæmu fleiri sjónarmið inn í þjóðmálabaráttuna með fleiri konum. Rannveig: Ég er sammála þessu. Þessi sjónarmið kvenna sem kannski byggjast á þeim sjálfum og því að þær eru konur, — þegar þau sjónarmið koma fram i einhverju niáli á móti sjónarmiðum karl- mannanna, sem byggist á þeirra feynslu, þá er kannski hægt að Þnna þarna einhverja sameigin- iega lausn á málinu, einhvern flöt sem að þeir, eingöngu karlmenn, hafa ekki komið auga á. Soffía: Maður er miklu bundn- ari við t. d. uppeldi og umönnun á börnum og rekstur á heimili og þetta gefur okkur ákveðna reynslu. hg held að hún sé dýrmæt og að hennar þurfi að gæta í ákvarðana- biku. Enda bera ýmsar ákvarðanir þess sannarlega merki að konurnar hafa verið fjarstaddar. Ðagbjört: Einmitt, ég held að það skipti svo ógurlega miklu máli Rannveig. þegar menn eru að stjórna að þeir skilji til hvers stjórnun á að leiða, og að lielmingur þeirra sem eiga að búa við þetta sé fjarstaddur þegar verið er að ráða fram úr málunum er auðvitað fáránlegt. Rannveig: Hins vegar vil ég taka það fram að þegar konur eru komnar í pólitík eða kannski í pólitískt starf þá finnst mér að þær eigi ekki að fara inn með einhver kvennamál á bakinu sem séu mál kvenna. Mér finnst að þær þurfi að komast upp að hliðinni á þeim karlmönnum sem þær starfa með og taka þátt í öllum ákvörðunum. Þegar búið er að ná viðurkenning- unni á að maður sé jafngildur þá fyrst held ég að koma eigi með málin sem maður myndi hafa vilj- að. Soffía: Ég er nú ekki alveg sam- mála þessu. Ég held nefnilega að við megum ekki vera feimnar við þessi svokölluðu kvennamál. Þeim hefur ekki reitt vel af undir forsjá karlanna. Eg hcld að við verðum að sinna þeim, og við þurfum ekki endilega að vera að tileinka okkur einhver sérstök og týpísk karlamál til þess að sýna það að við séum gjaldgengar í pólitískri baráttu. Soffía. Rannveig: Ég á fyrst og fremst við að taka meiri þátt í öllu starfinu, en ekki eingöngu að vera bundin af einhverju, eins og þeir myndu segja, dæmigerðu kvennamáli. Erna: Ef við gætum skilgreint hver þessi kvennamál eru? Dagbjört: Það eru náttúrlega fé- lagsmálin, barnaheimilismálin og skólamálin. Soffía: Það er í víðum skilningi það sem við myndum kalla félags- leg málefni. Og eitt og annað sem miðar að því að breyta aðstöðu kvenna í þjóðfélaginu. Þá erum við komin inn fyrir heimilisrammann, satt að segja. Dagbjört: Finnst ykkur ekki að afstaðan hafi breyst. Þegar farið var að tala um að konur ættu að taka meiri þátt í stjórnmálum var almennt gengið út frá því fyrir svona 10—15 árum að konur ættu að ganga inn á sama grundvelli og karlar: „Þið eigið ekki að vera að hanga í kvennamálefnum,“ var sagt. Þetta stafar kannski af því að við finnum að okkur hefur ekkert miðað. Kannski höfum við farið vitlaust að. Soffía: Eg hef aldrei verið sam- mála þessu af því að mér finnst að 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.