19. júní


19. júní - 19.06.1980, Side 7

19. júní - 19.06.1980, Side 7
Erna Það er vegna þess að konur hafa svo ólíka reynslu að baki og svo gerólíkt líf miðað við það sem karlar hafa. Bara það hvernig þeirra líf er frábrugðið lífi karla gerir það að þær koma með önnur viðhorf. Það kæmu fleiri sjónarmið inn í þjóðmálabaráttuna með fleiri konum. Rannveig: Ég er sammála þessu. Þessi sjónarmið kvenna sem kannski byggjast á þeim sjálfum og því að þær eru konur, — þegar þau sjónarmið koma fram i einhverju niáli á móti sjónarmiðum karl- mannanna, sem byggist á þeirra feynslu, þá er kannski hægt að Þnna þarna einhverja sameigin- iega lausn á málinu, einhvern flöt sem að þeir, eingöngu karlmenn, hafa ekki komið auga á. Soffía: Maður er miklu bundn- ari við t. d. uppeldi og umönnun á börnum og rekstur á heimili og þetta gefur okkur ákveðna reynslu. hg held að hún sé dýrmæt og að hennar þurfi að gæta í ákvarðana- biku. Enda bera ýmsar ákvarðanir þess sannarlega merki að konurnar hafa verið fjarstaddar. Ðagbjört: Einmitt, ég held að það skipti svo ógurlega miklu máli Rannveig. þegar menn eru að stjórna að þeir skilji til hvers stjórnun á að leiða, og að lielmingur þeirra sem eiga að búa við þetta sé fjarstaddur þegar verið er að ráða fram úr málunum er auðvitað fáránlegt. Rannveig: Hins vegar vil ég taka það fram að þegar konur eru komnar í pólitík eða kannski í pólitískt starf þá finnst mér að þær eigi ekki að fara inn með einhver kvennamál á bakinu sem séu mál kvenna. Mér finnst að þær þurfi að komast upp að hliðinni á þeim karlmönnum sem þær starfa með og taka þátt í öllum ákvörðunum. Þegar búið er að ná viðurkenning- unni á að maður sé jafngildur þá fyrst held ég að koma eigi með málin sem maður myndi hafa vilj- að. Soffía: Ég er nú ekki alveg sam- mála þessu. Ég held nefnilega að við megum ekki vera feimnar við þessi svokölluðu kvennamál. Þeim hefur ekki reitt vel af undir forsjá karlanna. Eg hcld að við verðum að sinna þeim, og við þurfum ekki endilega að vera að tileinka okkur einhver sérstök og týpísk karlamál til þess að sýna það að við séum gjaldgengar í pólitískri baráttu. Soffía. Rannveig: Ég á fyrst og fremst við að taka meiri þátt í öllu starfinu, en ekki eingöngu að vera bundin af einhverju, eins og þeir myndu segja, dæmigerðu kvennamáli. Erna: Ef við gætum skilgreint hver þessi kvennamál eru? Dagbjört: Það eru náttúrlega fé- lagsmálin, barnaheimilismálin og skólamálin. Soffía: Það er í víðum skilningi það sem við myndum kalla félags- leg málefni. Og eitt og annað sem miðar að því að breyta aðstöðu kvenna í þjóðfélaginu. Þá erum við komin inn fyrir heimilisrammann, satt að segja. Dagbjört: Finnst ykkur ekki að afstaðan hafi breyst. Þegar farið var að tala um að konur ættu að taka meiri þátt í stjórnmálum var almennt gengið út frá því fyrir svona 10—15 árum að konur ættu að ganga inn á sama grundvelli og karlar: „Þið eigið ekki að vera að hanga í kvennamálefnum,“ var sagt. Þetta stafar kannski af því að við finnum að okkur hefur ekkert miðað. Kannski höfum við farið vitlaust að. Soffía: Eg hef aldrei verið sam- mála þessu af því að mér finnst að 5

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.