19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 32
hefðu ekki sama sjálfstraust og karlmenn úti í atvinnulífinu. í hvert skipti, sem kona færi inn í starf, sem karlmenn hefðu áður gegnt, ýtti það undir aðrar konur þ.e. ef hún stæði sig vel. Kynsystur hennar yrðu hins vegar að gjalda þess, ef hún stæði sig ekki vel í starfinu. Konur væru í þessum til- vikum ævinlega teknar sem full- trúar kyns síns, þ.e. ekki sem ein- staklingar heldur sem konur. Hins vegar dytti engum í hug að láta alla karlmenn gjalda þess, þótt einn karlmaður stæði sig illa í til- teknu starfi. Karlmenn væru ævinlega teknir sem einstaklingar, þannig að slóðaháttur eins þeirra skemmdi ekki á nokkurn hátt fyrir kynbræðrum hans. Það væri áberandi hvað konur sættu sig oft við lág laun fyrir störf sín og virtust hræddar við upp- sögn, ef þær hefðu sig eitthvað í frammi. Þær skorti sjálfstraust til að halda að þær hafi almennt jafngóða atvinnumöguleika og karlmenn. Margar virtust telja það einstakt lán, að þær hefðu getað fengið sitt núverandi starf og þyrðu því ekkert að róta sér. Karlmenn „I hvert skipti, sem kona færi inn í starf, sem karlmenn hefðu áður gegnt, ýtti það undir aðrar konur þ. e. ef hún stæði sig vel. væru almennt óhræddir við að gera kröfur á sínum vinnustöðum og virtust ekki hafa áhyggjur af því að möguleikar þeirra á góðum störfum annars staðar væru ekki góðir. Sér þætti mikið gert úr frá- töfum kvenna frá vinnu umfram karla. Hún teldi þetta miklar ýkjur og teldi að skýringin á frátöfum kvenna væri ekki kynferði þeirra heldur miklu fremur sú stað- reynd að verulegur hluti kvenna sem er í atvinnulífinu vinnur vanabundin störf án nokkurrar til- breytingar. Það væri ,,rútínan“, sem ylli fjarvistunum og hið sama ætti sér stað með þá karlmenn, sem ynnu störf er þeir sæju lítinn til- gang með. Konurnar þurfa að vera duglegri Deildarstjóri í tryggingarfélagi (kk) Kvaðst telja að bankar og tryggingarfélög væru ihaldssöm- ustu stofnanir landsins hvað jafn- réttismál áhrærir. Og slíkt myndi ekki aðeins eiga við hér á Islandi heldur víða um heim. Það mætti segja að konur sem kæmu til starfa hjá þessum stofnunum hefðu nán- ast enga framamöguleika, mun minni en í öðrum atvinnugreinum. Hann nefndi sem dæmi, að konur væru mjög fjölmennar á sínum vinnustað, en engin þeirra væri deildarstjóri. Þær ynnu margar hverjar vandasöm störf, en þeim væru ekki tryggð völd til að geta í raun borið ábyrgð á störfum sín- um. Vald og ábyrgð héldust því iðulega ekki í hendur. Hann kvaðst ál ta að konur sem hæfu störf t.d. hjá tryggingarfélögum gerðu sér ljóst, að framavonirnar væru nán- ast engar, endalitu margar á þetta sem tímabundið starf. Þær sem hugsuðu sr hins vegar að vera á vinnumarkaðnum leituðu eftir störfum hjá öðrum aðilum og hann vissi dæmi um ýmsar sem hefðu hafið störf hjá sínu fyrirtæki, en ekkert komist áfram þar, en hefðu komist í góðar stöður hjá öðrum fyrirtækjum. Konur sem ætluðu sér að komast í æðstu stöður þyrftu að hafa tífalt meiri orku en karlar og vera bæði frekar og harðar af sér. Hann kvað það staðreynd að margar stúlkur væru alls ekki búnar undir það í foreldrahúsum að taka að sér ábyrgðarmikil störf úti í atvinnulífinu. Hann kvaðst hafa heyrt aðila kvarta undan því að ekki þýddi að bjóða konum stöðuhækkanir vegna þess að þær treystu sér ekki til að takast á við starfið. Hann sagði að ýmsar skýringar væru á þessu fyrir utan uppeldi stúlkn- anna. Hann vissi sjálfur hvernig konum væru iðulega boðnar þessar stöðuhækkanir. Það væri byrjað á að segja þeim, að þessu starfi hefði karlmaður ævinlega gegnt en nú væri ætlunin að prófa að láta konu gegna því. Lögð væri áhersla á, að hér væri á ferðinni eins konar til- raun og að um mjög vandasamt starf væri að ræða. Afleiðingin yrði sú að gjörsamlega væri búið að draga kjarkinn úr viðkomandi, sem kærði sig ekki um að vera til- Konur sem ætluðu sér að komast í æðstu stöður þyrftu að hafa tífalt meiri orku en karlar og vera bæði frekar og harðar af sér. Hann kvað það staðrcynd að margar stúlkur væru alls ekki búnar undir það í foreldrahúsum að taka að sér ábyrgðar- mikil störf úti í atvinnulífinu. raunadýr. Slíkur háttur væri hins vegar alls ekki hafður á þegar verið væri að bjóða karlmanni stöðu- hækkun, þ.e. ekki væri fyrirfram reynt að telja viðkomandi trú um að hann réði tæpast við starfið. Hann kvaðst telja, að hjá mörgum væri viljinn fyrir hendi til að stuðla að raunverulegu jafnrétti, en að- ferðirnar væru rangar. Konur seinni að fá stöðuhækkanir 45 ára sálfræðingur (kvk) Hún kvað sálfræðingastéttina dálítið frábrugðna öðrum stéttum að því leyti að konur hefðu sótt í þá grein frá því kennsla hófst í henni, því væri ekki um neinn mismun kynjanna að ræða af hálfu stétta- systkina eða yfirboðara. Laun og framamöguleikar voru hinir sömu fyrir bæði kynin. Hins vegar vildi brenna við, að konur í hennar stétt önnuðust uppeldis- og heimilis- störfin með vinnu sinni utan heimilis, og kæmust því seinna en karlmenn eða jafnvel aldrei i yfir- mannsstöður af þessum sökum. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.