19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 26

19. júní - 19.06.1980, Page 26
fjölskylduna og miklu skiptir, að breytingar og röskun verði börnum sem átakaminnstar. Aðalatriðið yrði að sinna starfinu vel, þá gæti ég með góðri samvisku varið frí- stundum mínum með dóttur minni eins og hingað til.“ Hyggst þú sinna ein tveimur störfum, þ. e. bæði störfum forseta og forsetafrúar, náir þú kosningu, eða hyggst þú fá þér ráðgjafa og þá í hvaða störf? „Að sjálfsögðu myndi ég hafa ráðgjafa í þeim störfum, sem þess krefjast. Eg þyrfti áreiðanlega að fá hjálp við húshald, en það þyrfti ég reyndar líka, þótt ég hefði maka mér við hlið. Veislur mínar myndi ég skipuleggja sjálf, eins og ég hef alltaf gert með mikilli ánægju. Ég er vön mikilli gestakomu og kippi mér ekki upp við að skipuleggja mannmörg samkvæmi. Að sjálf- sögðu myndi ég sinna sjálf að verulegu leyti þeim störfum, sem til þessa hafa tilheyrt forsetahjón- um. Hins vegar er ljóst, að ég L'llfll! llllil myndi leita ráða eins víða og kost- ur væri varðandi ýmis stjórnunar- mál, sem meiru varða. Það gera allir. Sannleikurinn er sá, að ef ég væri gift væri miklu erfiðara fyrir mig að fara í þetta framboð. Ég veit ekki i hvaða starfi sá maður ætti að vera, sem væri reiðubúinn að snúa öllum sinum tíma við fyrir opinber störf og skyldur konu sinnar. Það væri þá helst ef ég væri gift bónda, enda fengi hann nóg að starfa við búsýslu á Bessastöðum! Það er nú einu sinni þannig í okkar þjóðfélagi, að konu er frekar ætlað að taka tillit til starfa maka síns en öfugt, og ég get leyft mér að fara í þetta framboð, vegna þess að ég dreg engan nema sjálfa mig til ábyrgðar.“ Menn virðast skiptast nokkuð í tvo hópa hvað snertir skoðun á embætti forseta. Hvort telur þú mikilvægara, að forsetinn sé ákveðinn og ábyrgur stjórnandi með reynslu í stjórnmálum, sem getur komið saman ríkisstjórnum, þegar allt er komið í óefni, eða að hann sé eins konar andlit þjóðar- innar, oddviti hennar í þeim mál- um, sem hún telur mikilvægust fyrir fslendinga? „Min skoðun er sú, að þessir tveir þættir séu jafn mikilvægir. Til að unnt sé að sinna þeim báð- um með sóma reynir vitaskuld á fyrri reynslu, og hvað mig varðar, tel ég að reynsla mín við stjórnun hjá Leikfélaginu síðastliðin átta ár, þar sem oft hefur þurft að leysa úr vandasömum og viðkvæmum málum, yrði mér gott veganesti. Við lausn erfiðra stjórnarmynd- ana, tel ég líka, að forseta sé fremur styrkur að því að vera hlutlaus og óbundinn af stjórnmálaflokkum, en að sjálfsögðu er honum nauðsyn að þekkja vel til stjórnmálasögu landsins. Sú þekking samfara skilningi á sérkennum og arfleiíð þjóðarinnar er líka nauðsynleg, j^egar forseti kemur opinberlega fram sem fulltrúi landsins, hvort sem er heima eða erlendis, og Jjessi j^áttur embættisins er ekki síður vandasamur.“ En færi svo að forseti þyrfti að taka áræðnar ákvarðanir í stjórn- arkreppu, heldur þú að það yrði erfiðara fyrir konu en karlmann? „Hamingjan góða, nei! Lítum bara til margra kvenskörunga á okkar tímum, t. d. Indiru Gandhi og Goldu Meir heitinnar, sem ekki hafa virst í vandræðum með að taka áræðnar ákvarðanir, bæði fyrir konur og karla.“ Nú hafa verið gerðar ýmsar til- raunir til að draga þig í pólitískan dilk, kom það þér á óvart? ,Já, jjað kom mér satt að segja á óvart. Eg átti ekki von á því, að fá á mig pólitískan stimpil, jjar sem ég hef alltaf látið pólitík í eiginlegum skilningi afskiptalausa. Fólk er farið að fara svo frjálslega með ýmis orð eins og t. d. „kommún- isti“, að maður veit ekki lengur við hvað er átt. Er jjað að vera kven- réttindamaður eða einhver sem er Framh. á bls. 70.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.