19. júní - 19.06.1985, Síða 6
Sólveig Ólafsdóttir lögfræðingur og fyrrverandi formadur KRFÍ
Eins og þetta
sé í blóðinu
páskasólinni á yfirstandandi vori
settumst við að spjalli, Sólveig
Ólafsdóttir og blaðamaður 19.
júní, til að ræða um hana sjálfa og rifja
upp afskipti hennar af Kvenréttindafé-
laginu og kvennabaráttumálum almennt
síðastliðin tíu ár eða svo, en eins og
margir Iesendur minnast eflaust varð
Sólveig formaður KRFÍ á því merka
kvennaári 1975, þá aðeins 27 ára
gömul.
Upphafið niðri í Hafnarstrœti
„Þetta er allt henni Valborgu að
kenna,“ svaraði Sólveig með sínu
glettnislega brosi þegar blaðamaður
spurði hana hvernig áhugi hennar á
jafnréttismálunum hefði vaknað.
„Pannig var að snemma árs 1972 rakst
ég á hana Valborgu Bentsdóttur niðri í
Hafnarstræti og hún sagði við mig eins
og ekkert væri sjálfsagðara: „Af hverju
gengur þú ekki í Kvenréttindafélagið?
Ég hef heyrt að þú hafir svo mikinn
áhuga á kvenréttindamálum.“ Svona
var nú fyrsta kveikjan að því að ég gekk
í félagið. En að öllu gamni slepptu var
það einmitt alveg rétt hjá Valborgu að
ég hafði töluverðan áhuga á þessum
málum eftir að hafa starfað í nokkur ár
á vettvagni stjórnmálanna og svo ekki
síður vegna kynna minna af stéttarfé-
lagsmálum.
Ég fékk snemma áhuga á pólitík
enda alin upp á miklu framsóknar-
heimili norður á Siglufirði og ég gekk í
Framsókn rúmlega tvítug. Þar starfaði
ég í Félagi ungra framsóknarmanna og
var varaformaður þess um tíina. A
þessum árum vann ég í fjármáladeild
Ríkisútvarpsins, var í stjórn starfs-
mannafélagsins og sat fyrir þess hönd í
samninganefnd BSRB. Það má því vel
segja að ég hafi verið á kafi í félags-
málum og þjóðmálum og það var ein-
hvern veginn eðlilegur hlutur í fram-
haldi af þessum áhuga að fara að velta
fyrir sér jafnréttismálum. Þau fléttast
inn í öll málefni í samfélaginu og maður
komst hreinlega ekki hjá því að reka sig
á fordóma og alls kyns hindranir ef
maður vildi láta hlusta á sig í félagsskap
karla og kvenna."
- Púfórst svofljótt inn í stjórn KRFÍ?
„Það gerðist nú samtímis að ég gekk
í félagið og fór inn í varastjórn þess því
að framhald þessa atviks í Hafnarstræt-
inu var að Valborg koin til mín skömmu
síðar og vantaði þá varamann fyrir sig í
stjórn félagsins. Þá stóð landsfundur
fyrir dyrum, en það er á þeim vettvangi
sem séð er fyrir hinu þverpólitíska jafn-
vægi í stjórninni. Mér fannst þetta ekki
svo galin hugmynd og sló til.
Það varð nú reyndar lítið úr mér sem
framsóknarfulltrúa því að ég sagði mig
úr Framsóknarflokknum stuttu síðar og
hef ekki verið flokksbundin síðan, en
ég sat í varastjórninni eftir sem áður. Það
er nú líka svo að þegar farið er að vinna
á þessum vettvangi í alvöru, hafa
stjórnmálaskoðanir einstakra stjórn-
armanna minna að segja en áhuginn á
framgangi jafnréttismála."
Brá svolítið í brún
- Hvernig var að starfa í KRFÍ á
þessum tíma?
„Þetta var árið 1972 og ég verð nú að
játa að mér brá nokkuð í brún þegar ég
kom á fyrsta stjórnarfundinn og sá að
þar voru engar ungar konur fyrir utan
mig, en ég var þá 24 ára. Þetta var á
uppgangsárum Rauðsokkahreyfingar-
innar, meðan hún var enn breiðfylking
jafnréttissinnaðs fólks, og ég held
hreinlega að hún hafi hrifið til sín flest-
allar ungar konur sem á annað borð
höfðu áhuga á jafnréttisbaráttu.
Mörgum fannst víst dálítið púkó að
vera í Kvenréttindafélaginu, en ég lét
það aldrei á mig fá. Það er alveg áreið-
anlegt að Kvenréttindafélagið galt þess
mjög á þessum árum að rauðsokkurnar
voru komnar til, því að það varð nánast
engin endurnýjun í félaginu fyrr en upp
úr kvennaárinu og svo enn frekar eftir
veturinn 1976-1977 þegar skattamálin
vöktu mikla athygli á tilvist þess.
Félagið var í greinilegri lægð á þessu
tímabili.
Sjálf get ég nú ekki heldur státað af
því að hafa vcrið mjög virk í stjórninni
framan af. Ég hafði í ýmsu öðru að
snúast þessi ár. Vann fulla vinnu á
útvarpinu og hélt því áfram eftir að
sonur minn fæddist, en það var einmitt
þctta sama ár. Síðan fór mestallur tími
sem ég varði til félagsstarfa í kjaramál
míns stéttarfélags."
Mjög stolt af þessu félagi
- Hvernig tóku þcer sem fyrir voru í
stjórninni svona ungri konu?
„Það get ég sagt þér að þær tóku allar
einstaklega elskulega á móti mér og ég
lærði svo sannarlega margt af þeim. Ég
held líka að þær hafi verið orðnar leiðar
á að fá ekki fleiri ungar konur inn í fé-
lagsstarfið og það hafi meðal annars átt
sinn þátt í því að ég var kosin formaður
KRFÍ árið 1975. Þá var fráfarandi
formaður, Guðný Helgadóttir, 72 ára
en ég 27.
Það var að mörgu leyti gott að fá að
byrja starfið með þessum fullorðnu
konum. Það sýndi mér strax í upphafi
að ákveðið samhengi var milli fortíðar
og nútíðar í því sem verið var að berjast
6