19. júní


19. júní - 19.06.1985, Page 9

19. júní - 19.06.1985, Page 9
menntun. Ég vildi ekki láta slíkt aftra mér lengur og fór því að hugleiða náms- leiðir í Háskólanum. Hér á árum áður, þegar ég lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskólanum, byrjaði ég í íslensku og þýsku, en mér féll ekki það nám og hætti fljótlega. Aftur á móti var tvennt sem kom til greina þegar ég ætlaði í nám aftur, annaðhvort viðskiptafræði eða lögfræði. Ég valdi lögfræðina, kannski ekki hvað síst vegna þess að ég hafði rekið mig á það sem formaður KRFÍ hve ýmis jafnréttismál voru lög- fræðileg í eðli sínu, og sem opinber starfsmaður var ég alltaf að rekast á ein- hver lögfræðileg vandamál. Svo hafði ég nú kynnst lögfræðinni nokkuð í gegnum manninn minn. Ég byrjaði í lögfræði haustið 1976 og lauk embættisprófi 1982. Ég tók snemma þá ákvörðun að kynna mér sérstaklega lagareglur um framfærslu- skyldu hjóna. Það var auðvitað í beinum tengslum við störfin í KRFÍ og skattamálin. Lokaritgerð mín var svo um þessi mál, en hún ber titilinn: „Einkaréttarleg framfærsluskylda milli hjóna í sambúð“. Síðar var ég var svo stálheppin að fá styrk til framhaldsnáms við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum strax að námi loknu og dvaldi þar veturinn 1982 til 1983 og lauk mastersprófi í júní 1983. Þar lagði ég reyndar stund á greinar sem ekki koma jafnréttismálum beint við, þ.e.a.s. samningatækni og sátta- störf og svo höfundarrétt." Óvænt laun - Og hvað höfðu þeir svo að segja um allt þetta sem þú hefur verið að gera síð- astliðm tíu ár, maðurinn þinn ogsonur? Nú skellir Sólveig upp úr. „En dæmi- gerð spurning til konu! Það er nú eitt og aðeins eitt svar við þessu. Ég hef alltaf fengið ómetanlega stoð og hvatningu frá þeim báðum og aldrei annað en hvatningu. Ég minnist þess aðeins í eitt einasta skipti að hafa heyrt mótbáru h'á Þórmundi syni mínum, en það var þegar skeyti barst um að ég hefði hlotið 15.000 dollara styrk til að nema við Harvard í eitt ár. Þá sagði hann: „Mér þykja þctta nú ekki sérlega góðar 1 réttir.“ Hann vissi sem var að ég færi ein.“ - Hvernig líkaði þér námsdvölin fyrir vestan svona ein á báti? „Það voru óskaplega mikil viðbrigði 1 fyrstu að vera ein - hafa engan heima sem hægt var að skjótast til í hléurn frá náminu. En þetta vandist, ég fór líka heim um jólin og svo voru símareikn- ingarnir svimandi háir! En það bætti mikið úr að ég eignaðist þarna mjög góða vini, bæði á stúdentagarðinum og meðal annarra sem voru með mér í náminu. Framhaldsnám við lagadeild Harvardháskóla er afar eftirsótt og þess vegna voru þarna stúdentar nánast alls staðar að úr heiminum. Af um það bil 110 nemendum í framhaldsnáminu voru unt 90 útlendingar. Það var ómetanlegt að fá tækifæri til að kynnast fólki frá öllum heimshlutum og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Eftir á að hyggja finnst mér þetta ár hafa verið mér mest virði vegna þeirra góðu vina sem ég eignaðist, t.d. frá Argentínu, Ástralíu, Costa Rica, Kenya, Líbanon, Namibíu, Bretlandi og Nýja-Sjálandi. Héðan í frá get ég ferðast um heiminn og alltaf fundið vísan vin og samastað þar sem ég kem. En það var eitt sem kom mér skemmtilega á óvart þegar ég var komin út og það var að formennska mín í Kvenréttindafélaginu í sex ár virtist hafa ráðið einna mestu um að ég ein hlaut þennan styrk úr hópi umsækjenda frá níu Evrópulöndum. Það voru ekki svo léleg laun, svona eftir á. Þetta var geysilega skemmtilegt ár.“ Eins og þetta sé í blóðinu - Og mi ert þú búin með námið, orðin framkvœmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa og hœtt að vera for- maður í KRFÍ. Ertu kannski hætt að sinna jafn réttismálum? „Nei, nei, það er nú eitthvað annað! Það er eins og þetta sé í blóðinu, þegar maður á annað borð er farinn að lifa eftirþessum hugsjónum. Þegaréghætti sem formaður KRFÍ 1981 ákvað ég að taka inér frí frá félaginu um hríð og gerði það alveg þar til í fyrra, en nú starfa ég sem virkur félagsmaður og sit til dæmis fyrir hönd félagsins í '85- Nefndinni, sem er samstarfsnefnd um aðgerðir í tilefni af lokum kvennaára- tugar Sameinuðu þjóðanna. Það er nú einu sinni svo að jafnréttis- málin eru orðin svo ríkur þáttur af manni að það er eiginlega ógerningur að halda sig frá þeim, hvort sem það er í skipulögðu starfi eða ekki. Maður bregst öðruvísi við hlutum cn hér áður fyrr, eða eins og Björg Einarsdóttir orðaði það einhvern tíma: „Maður fær ný eyru og ný augu“. Það eru eiginlega ekki til þeir málaflokkar sem jafnréttis- sjónarmið tengjast ekki með ein- hverjum hætti. Meðan árangur er ekki orðinn meiri en hann nú er verð ég að Útskrift frá Harvard. Sólveig með góðri vinkonu frá Argentínu, sem hreifst mjög af íslenskum nafnvenjum og sagð- ist því oft heita María Lára Karlsdóttir í stað M.L. Bocalandro. minnsta kosti ekki með lokaðan munninn." - Pú nefnir árangur, enhvað finnstþér hafa áunnist á þessum margnefnda kvennaáratug og hvert telur þú vera brýnasta verkefnið í jafnréttismálum á nœstunni? „Þetta er nú erfið spurning. Það er ákaflega erfitt að fullyrða nokkuð um það eftir tilfinningunni einni saman hvað gerst hefur. Þess vegna hlakka ég til að sjá hvað í ljós kemur í yfirlitsriti um kvennaáratuginn á íslandi sem kemur út í haust á vegum ’85-Nefndar og Jafnréttisráðs. Þó er alveg ljóst að fólk er sér betur meðvitandi um misrétti þegar það á sér stað heldur en var fyrir tíu árum. Konum hefur ekki heldur tekist að komast neitt að ráði áleiðis í launamálum. Baráttunni er alls ekki lokið þótt þessi áratugur sé liðinn. Þær upplýsingar sem konia munu frani í yfirlitsriti ’85-Nefndarinnar verður að athuga mjög vel, velja síðan úr þá málaflokka sem skemmst eru á veg koinnir og vinna að þcim sérstak- lega á næsta áratug með skipulögðum aðgerðum. Þetta tekur langan tíma og stundum finnst ntanni allt of hægt ganga. En það má ekki gefast upp. Við erum að vinna fyrir dætur okkar og syni, á sama hátt og mæður okkar og ömmur unnu að málum sem við erum nú að njóta góðs af.“ 9

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.