19. júní


19. júní - 19.06.1985, Síða 13

19. júní - 19.06.1985, Síða 13
 JJndirritun samnings milli íslands og Danmerkur. Fyrir aftan utanríkisráðherra og danska sendiherrann í Reykjavík eru tvær konur í embættismannasveit. Sigríður Snævarr og Frú Kersti Marcus sendifulltrúi í danska sendiráðinu. Óskiljanlegt hvað við erum jkammt komnar á íslandi Það er ekki aðeins útlendingum, heldur hverjum hugsandi manni óskiljanlegt, hvernig það getur verið að Þjóð með þá menningararfleifð sem við höfum frá þjóðveldinu og fornsögun- Urn, geti verið jafnskammt á veg komin að veita konum ábyrgðarstöður og við erum. Við erum ekki lengur í hópi Þeirra þjóða sem við helst viljum líkjast hvað þetta snertir. Og samt vekja íslenskar konur alls staðar athygli hvar sem þær koma, ekki síst fyrir að vera ovenju sjálfstæðar og sterkir persónu- leikar. Þær halda nafni sínu alla ævi, sem er keppikefli jafnréttissinna í öðrum löndum. Þær eiga sín börn skilgetin eða óskilgetin. Þær stunda nám og vinnu fram á síðasta dag með- göngu. Stunda erfitt háskólanám með fullt hús af börnum þeim er ekkert ómögulegt. Þær vinna margar í banka en engin kona er bankastjóri, og engin kona formaður bankaráðs. Þær eru í meirihluta meðal kennara, en rninni- hluta meðal skólastjóra. Þær eru pró- fessorar en ekki háskólarektor, þær sitja í borgarstjórn, en síðan 1960 hefur engin kona verið borgarstjóri. Þær kjósa á við karlmenn og eru flokks- bundnar, en verða ekki flokksformenn. Spyrjum eins og Rauðhetta í þessu felst hrópandi mótsögn. Við eigum að setja þessar spurningar fram af ítrasta metnaði, spyrja eins og Rauð- hetta: „Amma, af hverju eru eyrun á þér svona stór?“ Við eigum ekki að hlusta á afsakanir, ekki gefa nein grið. Bara halda áfram að spyrja og muna að ráðamenn taka ákvarðanir undir þrýst- ingi, annars vegar í von um umbun, hins vegar af ótta við neikvæðar afleiðingar. Það er ekki aðeins keppikefli fyrir þær konur sem til greina kæmu sem yfirmenn að einokun karla yrði brotin niður. Það er engu að síður keppikefli fyrir þjóðfélagið allt. Það ríkir stjórn- unarkreppa á íslandi. Það er ekki hverjum sem er gefið að vera yfirmaður og ef finna á góðan mann, verður að vera hægt að velja úr stærri hóp umsækjanda en nú er“. Allar í varnarstöðu - Attu einhver góð ráð að lokum, Sig- riður, sem þú vilt miðla til annarra kvenna? „Nú seturðu mig alveg út af laginu. Ég er nú ekki í aðstöðu til þess að gefa öðrum ráð en sjálfri mér og dugar skammt. En eins og þú heyrir hef ég aðallega gert að umræðuefni viðhorf til kvenna, fremur en hinar líffræðilegu hindranir sem oftast er um rætt. Mér hefur alltaf fundist svo sorglegt hvernig hin neikvæðu viðhorf til kvenna króa þær næstum inni og gefa raunar engan kost sem ekki er tættur niður. Ég man þá tíma að mér og systkinum mínum 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.