19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 14

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 14
var strítt á því að móðir okkar vann úti. Þá sem endranær réði meirihlutinn og langflestar konur, jafnvel barnlausar konur, voru þá inni á heimilunum. t>að jafnaðist við drottinssvik að vinna utan heimilis. Síðan hefur margt breyst. Þær sem eru heima að gæta bús og barna eru „bara húsmæður" ljósmæður, kennarar og hjúkrunarkonur svo dæmi séu nefnd eru í „kvennastörfum“ á sultarlaunum, og konurnar í nýju landnámi sem ég kalla svo, eru litnar hornauga sem „karlkonur“. Með þessu er hver einasta kona komin í varnarstöðu, hvaða hlut- skipti sem hún annars mun gegna. Ofan á fordóma koma svo hin áþreifanlegri vandamál lífsins, barneignir, fjárhagur, atvinnan og tímaleysið. Ég vildi óska þess að ég gæti gefið ráð sem dygðu til að snúa vörn í sókn. Ég vildi óska þess að allar þessar stórkost- legu, íslensku konur sem eru að vinna þessum málum gagn, vinni fullnaðar- sigur. Ég vildi óska þess að það yrði keppikefli stjórnmálamanna og ann- arra sem taka ákvarðanir í þjóðfélaginu að gera hag kvenna sem mestan og bestan. Ég vildi óska þess að ungu stúlkurnar sem standa á þessu sumri frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum um nám og störf gætu litið til eldri kvenna sem fyrirmynda, kvenna sem gert væri kleift að sýna að þær geta flest, ef þær þora og vilja. Ég vona að ísland beri gæfu til að hlúa að dætrum sínum, og ekki aðeins sonum. Svo ég gerist jafnvel enn hátíðlegi og vitni í ljóð, vona ég að við getum tekið undir með Þorsteini Erlingssyni er hann orti „Eftir mig vil ég verkin liggi. Við verkin örv- ast seinni menn.“ Jónína M. Gudnadóttir Fjölbreytt úrval snyrtivara fyrir dömur og herra TOPPTÍSKAN AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 13760 Ætti barnið að hafa sérstakan talsmann? - Rætt við Guðrúnu Erlendsdóttur lögfræðing um framkvæmd barnalaganna Tvö og hálft ár eru nú liðin frá því barnalögin tóku gildi, nánar tiltekið 1. janúar 1982. Okkur lék forvitni á að vita hvernig til hefði tekist um fram- kvæmd laganna, og varð því að ráði að ræða við Guðrúnu Erlendsdóttur, sem er ritari Sifjalaganefndar, sem einmitt samdi frumvarp að barnalögum. Guðrún er dósent við lagadeild Háskóla Islands og hún var fyrsti for- maður jafnréttisráðs. Sp. Hvernig finnst þér hafa tekist til um framkvæmd barnalaga? Sv. Barnalögin fólu í sér mikla réttar- bót fyrir börn. Með þeim er reynt að afnema mismun á skilgetnum og óskil- getnum börnum. Það er lögð áhersla á það, að barnið er sjálfstæður einstak- lingur og foreldrum er áskilið að taka tillit til óska barnsins. Það sem skiptir líklega mestu máli raunhæft séð er, að nú fara allir foreldrar, sem búa saman, hvort sem þeir eru í hjúskap eðaóvígðri sambúð, sameiginlega með forsjá barna sinna. Við skilnað eða slit óvígðrar sambúðar verður síðan að taka afstöðu til þess hvort foreldranna fái forsjá barnanna. Þegar fólk slítur óvígðri sambúð, verður það að snúa sér til yfirvalds (í Reykjavík borgardóm- ari, úti á landi sýslumenn og bæjarfóg- etar og lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvclli) sem gefur út yfirlýsingu urn það, hvort foreldranna fái forsjá barn- anna. Séu foreldrarnir ekki sammála um það, sker dómsmálaráðuneytið úr ágreiningi þeirra. Þetta er sama leiðin og farin er, þegar hjón skilja. Fram- kvæmdin á þessu felur vitanlega í sér aukið vinnuálag hjá viðkomandi emb- ættum. Sp. Geta foreldrarnir ekki farið saman með forsjá barna sinna, þótt þeir skilji eða slíti sambúð? Sv. Barnalögin heimila ekki, að for- eldrar hafi sameiginlega forsjá barna sinna eftir skilnað/sambúðarslit, en slíkt er leyft í mörgum löndum. Það er vissulega athugunarvert, hvort ekki ætti að hafa slíka heimild í lögum fyrir þá foreldra, sem óska eftir slíku og eru sammála um það. SP. Er mikið um að foreldrar deili um umráðarétt barna? Sv. Það er langalgengast, að foreldrar komist að samkomulagi um forsjá barna sinna. Ekki er þó skylt að fara eftir samkomulagi foreldra, ef það er talið andstætt hagsmunum barnanna, og einnig geta komið þau tilvik, að báðir foreldrar séu óhæfir til að fara með forsjá. Þegar þannig stendur á, svo og þegar foreldrar deila um forsjána, þá verður dómsmálaráðuneytið að kveða upp úrskurð en leitar áður umsagnar barnaverndarnefndar. í 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.