19. júní


19. júní - 19.06.1985, Síða 16

19. júní - 19.06.1985, Síða 16
Þau vilja feta í fótspor foreldranna Hver skyldu vera viðhorf 10 ára barna til framtíð- arinnar í sambandi við stðrf, sambúð, giftingu, barneignir og verkaskiptingu á heimilinu. Svo virðist sem við giftum okkur mun fyrr en nágrannaþjóðirnar og samkvæmt því sem fram kemur í við- tölunum hér á eftir verður lítil eða engin breyting þar á. 19. júní ræddi við nokkur börn hvert í sínu lagi en þrátt fyrir það er margt líkt í svörum barnanna. Samtölin sýna að skoðanir krakkanna eru nær samhljóða hvað varðar atriði eins og hæfilegan giftingaraldur, barnafjölda og að konan hverfi af vinnumarkaðinum meðan börnin eru lítil. Öll vilja börnin mennta sig til ákveðinna starfa, vilja giftast og eignast börn. Þeim finnst rétt að bæði hjónin gangi í heimilisverkin. Starfsval og ýmislegt annað bendir til að þau vilji feta í fótspor foreldranna - finnst það eðlilegast og best þannig. Eiríkur R. Eiríksson Hann langar að verða flugmaður eða vinna í fyrirtækinu hjá pabba. Finnst rétt að gifta sig svona um 21-22 ára og eignast strák ogstelpu, tveim til þremur árum eftir giftingu. Konan, hún passar litlu börnin. Það að bæði vinni úti frá litlu börnunum: „í lagi og ekki í lagi.“ Fyrst er sambúð og svo gifting. Heimil- isstörfunum á að skipta jafnt. Mennirnir vinna úti gera við bíla og svoleiðis. „Konan á að kenna kallinum verkin, hann gæti það allt ef hann vill.“ Guðbjörg S. Halldórsdóttir „Maður verður að læra til að fá góða vinnu og mig langar að verða dýralækn- ir.“ Hún vill vera heima a.m.k. hálfan daginn ef hún eignast börn. Vill ekki vera í sambúð heldur gifta sig strax um 22-25 ára aldur. Ef bæði vinna jafnlengi eiga þau að hjáipast að heima og gera jafnmikið. Mennirnir eiga líka að hjálpa til við heimilisstörfin þó konan vinni ekki fulla vinnu. „l-2börn vil égeiga, ekki fleiri þvíþað kostar mikið að eiga börn.“ Þór Bœring Ólafsson „Ætla að verða vélstjóri eða skipstjóri - pabbi var á bát þegar hann lifði.“ Finnst rétt að gifta sig um tvítugt og eiga 2 börn það er passlegt og alveg nóg. Konan á að vera heima hjá börnunum eða vinna hálfan daginn. Er til viðræðu um að minnka við sig vinnuna ef konan vill endilega vinna allan daginn. „Bæði eiga að hjálpast að við öll verk. Betra að búa fyrst saman og gifta sig svo.“ 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.