19. júní - 19.06.1985, Side 36
Margvísleg
starfsreynsla felst
í heimilisstörfum
Iheimilisstörfum felst margvísleg reynsla sem ekki nýtist síöur við
launuö störf en almenn reynsla fengin á vinnumarkaðinum. Má þar
nefna þætti eins og frumkvæði, sjálfstæði, ábyrgð og meðferð fjár-
^ '' muna en það eru þættir í launuðum störfum sem einna hæst eru metnir
til launa á vinnumarkaðinum. I annan stað sæta þeir sem inna af hendi ólaunuð
heimilisstörf stórlega skertum ævitekjum miðað við þá sem geta óhindrað gegnt
launuðum störfum alla starfsævi sína. I þessu er m.a. fólgin efnahagsleg mismunun
kynjanna en í langflestum tilvikum eru ólaunuð heimilisstörf unnin af konum.“
(Tilvitnun úr greinargerð með þingsályktunartillögu Kvennalistans - sjá nánar
síöar í greininni.)
Eins og allir vita hefur reynsla við
heimilisstörf verið harla lítils virði
þegar út á hinn almenna vinnumarkað
er komið. Síðustu ár hefur þó orðið
nokkur leiðrétting á þessu máli. í dag-
blöðum hefur m.a. mátt lésa um sér-
kjarasamninga bæjarfélaga eins og t.d.
Kópavogs þar sem heimilisstörf eru
metin til starfsreynslu. Starfsmanna-
félagið Sókn hefur í nokkur ár haft mat
á heimilisstörfum inni í sínum samning-
um. 19. JÚNÍ ákvað því að kynna les-
endum sínum hver staðan er í dag hvað
varðar mat á heimilisstörfum til starfs-
reynslu.
Starfsmannafélagið Sókn
Samningar Sóknar árið 1976 mörkuðu
upphafið en þá fékkst heimilisstarfið
metið sem 1 árs starfsreynsla. Starfs-
menn Sóknar vinna á sjúkrahúsum,
elliheimilum, barnaheimilum, leik-
skólum og við heimilishjálp. 1979 var
bætt um betur og heimilisstarfið fékkst
metið til allt að 4ra ára starfsreynslu.
Felur þetta í sér ákveðna viðurkenn-
ingu á heimilisstörfum og hækkaði á
sínum tíma laun margra kvenna.
Verkakvennafélagið Framsókn
Framsókn hefur gert sérsamning við
ríki, Reykjavík og Kópavog þess efnis
að reynslu við heimilisstörf megi meta
sem allt að 3ja ára starfsreynslu. Þetta
gildir fyrir þá sem vinna í mötuneytum
einnig við ræstingu og kaffiumsjón í
skólum. Fram kom í samtali við
starfsmann á skrifstofu Framsóknar að
mörg dæmi væru um að tillit væri tekið
til reynslu við heimilisstörf hjá öðrum
vinnuveitendum þótt engir samningar
eða reglur væru þar að lútandi.
Starfsmannafélag Keykjavíkurborgar
í síðustu samningum var gerð sú
breyting að starfsmenn í lægstu launa-
flokkunum (7--10.fl.) þar sem ekki eru
gerðar kröfur um sérþekkingu skuli fá
metin öll störf þ.á.m. húsmóðurstörf til
allt að 6 ára starfsreynslu. Til að fá mat
á fyrri störfum sækir viðkomandi um á
sérstöku eyðublaði og er eitt ár metið til
hálfs árs starfsreynslu. Slíkt mat getur
hækkað viðkomandi starfsmann um 2
launaflokka. Dæmi um húsmæður sem
njóta góðs af þessu ákvæði eru þær sem
starfa á gæsluvöllum, sundstöðum og
aðstoðarfólk á sjúkrahúsum.
í samtali við Láru V. Júlíusdóttur
lögfræðing hjá Alþýðusambandi
íslands kom fram að í samningum frá
1982 milli ASÍ og ríkisins vegna starfs-
fólks í mötuneytum skóla skal við
röðun í launaflokka taka tillit til reynslu
við skyld störf. Heimilisstörf má í
þessum samningi meta til mest 3ja ára
starfsreynslu.
Kópavogur
í mars 1984 var samþykktur sérkjara-
samningur við bæjarstarfsmenn sem
tók gildi í sept. sl. þess efnis að
starfsmenn, sem hafa haft heimilisstörf
að aðalstarfi í minnst 4 ár, fái þau metin
til starfsaldurshækkana (þ.e.a.s. scm 4
ár). Heimilisstörf eru þá metin sem
hvert annað starf hjá vinnuveitanda.
í viðtali við bæjarritara Kópavogs,