19. júní - 19.06.1985, Side 37
ilíii? m
t 1 L :'ýfe 1 ii i
Ekkert er eðlilegra en hcimilisstörf séu metin til starfsreynslu til dæmis í þvottahúsi, því allar húsmæður hafa þvegið þvotta
ótalsinnum á heimilum sínum. (Myndir: Anna Fjóla Gísladóttir).
Björn Þorsteinsson,kom fram að starfs-
aldursmatið kæmi þeim aðallega til
góða sem lenda í neðstu launaflokk-
unum 8.-12.flokki. Björn sagði að hjá
Kópavogsbæ hefðu menn gefið sér við-
miðunarramma til að vinna eftir. Erfitt
væri að semja nákvæmar vinnureglur
sem alfarið væri farið eftir því matið
væri stundum erfitt. En þeirra mat
byggðist á viðræðum við hvern ein-
stakan starfsmann og hefði það gengið
vel. Til þessa væru það 128 konur sem
hefðu getað nýtt sér ákvæðið að fullu.
Björn lagði á það áherslu að konur sem
hefðu verið heimavinnandi byggju yfir
margþættri reynslu sem meta bæri fyrir
hvaða starf sem væri. „Næsta skref,“
sagði Björn, „er að meta heimilisstörf
aðfullu á sama hátt og aðra vinnu í sam-
bærilegum störfum.“
Akureyri
Þann 19. júní 1984 vargerðsamþykkt
1 bæjarstjórn þess efnis að meta bæri
heimilisstörf til starfsaldurshækkana,
þannig að hvert ár gæfi hálft ár í starfs-
aldur til allt að 6 ára.
„Það að tillagan var borin upp og
samþykkt einmitt 19.júní var skemmti-
*eg tilviljun," sagði Valgerður Bjarna-
dóttir bæjarfulltrúi á Akureyri í viðtali
við blaðið. Kjaranefnd var síðan falið
að gera tillögur um vinnureglur varð-
andi matið og hefur sú tillögugerð
reynst langvinn. í janúarlok ’85 sam-
þykkti bæjarstjórn nýju vinnureglurnar
en þær hafa verið erfiðar í framkvænrd
og ekki var enn farið að greiða laun
samkvæmt þeim eins og til stóð 1 .mars.
Akureyrarsamningurinn gengur út á
það að heimilisstörf gildi til starfsald-
urshækkana jafnt í öll störf og að starfs-
aldurinn geti verið allt að 6 ár.
Enda þótt samantekt þessi sé e.t.v.
ekki tæmandi er ljóst að ýmislegt hefur
þegar gerst sem miðar að því að litið sé
á heimilisstörf sem hvert annað starf.
Einnig er ljóst að samningarnir sem hér
um ræðir ganga mislangt - frá því að
meta heimilsstörf frá 3ja - 6 ára starfs-
reynslu. Flestir samningarnir eru ein-
skorðaðir við skyld störf en Akureyrar-
samningurinn gengur lengst þar eð
hann tekur til allra starfa og allt að 6 ára
starfsreynslu.
Að lokum skal þess getið að á
Alþingi var lögð fram í haust tillaga til
þingsályktunar um að meta heimilis-
störf til starfsreynslu. Flutningsmenn
tillögunnar eru: Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir,
Kristín Halldórsdóttir. Tillagan hljóðar
svo orðrétt:
Alþingi ályktar aö feia fjármálaráð-
herra að sjá til þess að í kjarasamn-
ingum ríkisins og Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja verði starfsreynsla
við ólaunuð heimilisstörf, hafi þau
verið aðalstarf starfsmanna, framvegis
metin á sama hátt og starfsreynsla hjá
opinberum aðilum við ákvörðun um
aldurshækkanir starfsmanna. Jafn-
framt verði tryggt að þeir starfsmenn,
sem nú falla undir kjarasamning ríkis-
ins og BSRB, njóti þessa réttar sé hann
þeim ekki þegar tryggður.
í greinargerð með tillögunni segir
m.a.: „Tillagan miðar að því að hið
opinbera sem atvinnurekandi meti til
starfsreynslu heimilis- og umönnunar-
störf sem unnin eru launalaust á heim-
ilum landsins. í tillögunni er gert ráð
fyrir að hið opinbera viðurkenni starfs-
reynslu við heimilisstörf án tillits til
eðlis þess starfs sem unnið er hjá hinu
opinbera. Starfsmaður telst hafa heim-
ilisstörf sem aðalstarf á meðan hún eða
hann gegnir ekki hálfu starfi eða meira
úti á vinnumarkaðinum.
Ekki liggja fyrir neinar tölur sem
sýna fram á hversu þjóðhagslega mikil-
væg heimilisstörf eru. Fæstum blandast
þó hugur um að heimilisstörf eru ekki
síður mikilvæg en önnur störf sem
unnin eru í þjóðfélaginu.“
37