19. júní


19. júní - 19.06.1985, Síða 37

19. júní - 19.06.1985, Síða 37
ilíii? m t 1 L :'ýfe 1 ii i Ekkert er eðlilegra en hcimilisstörf séu metin til starfsreynslu til dæmis í þvottahúsi, því allar húsmæður hafa þvegið þvotta ótalsinnum á heimilum sínum. (Myndir: Anna Fjóla Gísladóttir). Björn Þorsteinsson,kom fram að starfs- aldursmatið kæmi þeim aðallega til góða sem lenda í neðstu launaflokk- unum 8.-12.flokki. Björn sagði að hjá Kópavogsbæ hefðu menn gefið sér við- miðunarramma til að vinna eftir. Erfitt væri að semja nákvæmar vinnureglur sem alfarið væri farið eftir því matið væri stundum erfitt. En þeirra mat byggðist á viðræðum við hvern ein- stakan starfsmann og hefði það gengið vel. Til þessa væru það 128 konur sem hefðu getað nýtt sér ákvæðið að fullu. Björn lagði á það áherslu að konur sem hefðu verið heimavinnandi byggju yfir margþættri reynslu sem meta bæri fyrir hvaða starf sem væri. „Næsta skref,“ sagði Björn, „er að meta heimilisstörf aðfullu á sama hátt og aðra vinnu í sam- bærilegum störfum.“ Akureyri Þann 19. júní 1984 vargerðsamþykkt 1 bæjarstjórn þess efnis að meta bæri heimilisstörf til starfsaldurshækkana, þannig að hvert ár gæfi hálft ár í starfs- aldur til allt að 6 ára. „Það að tillagan var borin upp og samþykkt einmitt 19.júní var skemmti- *eg tilviljun," sagði Valgerður Bjarna- dóttir bæjarfulltrúi á Akureyri í viðtali við blaðið. Kjaranefnd var síðan falið að gera tillögur um vinnureglur varð- andi matið og hefur sú tillögugerð reynst langvinn. í janúarlok ’85 sam- þykkti bæjarstjórn nýju vinnureglurnar en þær hafa verið erfiðar í framkvænrd og ekki var enn farið að greiða laun samkvæmt þeim eins og til stóð 1 .mars. Akureyrarsamningurinn gengur út á það að heimilisstörf gildi til starfsald- urshækkana jafnt í öll störf og að starfs- aldurinn geti verið allt að 6 ár. Enda þótt samantekt þessi sé e.t.v. ekki tæmandi er ljóst að ýmislegt hefur þegar gerst sem miðar að því að litið sé á heimilisstörf sem hvert annað starf. Einnig er ljóst að samningarnir sem hér um ræðir ganga mislangt - frá því að meta heimilsstörf frá 3ja - 6 ára starfs- reynslu. Flestir samningarnir eru ein- skorðaðir við skyld störf en Akureyrar- samningurinn gengur lengst þar eð hann tekur til allra starfa og allt að 6 ára starfsreynslu. Að lokum skal þess getið að á Alþingi var lögð fram í haust tillaga til þingsályktunar um að meta heimilis- störf til starfsreynslu. Flutningsmenn tillögunnar eru: Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Kristín Halldórsdóttir. Tillagan hljóðar svo orðrétt: Alþingi ályktar aö feia fjármálaráð- herra að sjá til þess að í kjarasamn- ingum ríkisins og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja verði starfsreynsla við ólaunuð heimilisstörf, hafi þau verið aðalstarf starfsmanna, framvegis metin á sama hátt og starfsreynsla hjá opinberum aðilum við ákvörðun um aldurshækkanir starfsmanna. Jafn- framt verði tryggt að þeir starfsmenn, sem nú falla undir kjarasamning ríkis- ins og BSRB, njóti þessa réttar sé hann þeim ekki þegar tryggður. í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Tillagan miðar að því að hið opinbera sem atvinnurekandi meti til starfsreynslu heimilis- og umönnunar- störf sem unnin eru launalaust á heim- ilum landsins. í tillögunni er gert ráð fyrir að hið opinbera viðurkenni starfs- reynslu við heimilisstörf án tillits til eðlis þess starfs sem unnið er hjá hinu opinbera. Starfsmaður telst hafa heim- ilisstörf sem aðalstarf á meðan hún eða hann gegnir ekki hálfu starfi eða meira úti á vinnumarkaðinum. Ekki liggja fyrir neinar tölur sem sýna fram á hversu þjóðhagslega mikil- væg heimilisstörf eru. Fæstum blandast þó hugur um að heimilisstörf eru ekki síður mikilvæg en önnur störf sem unnin eru í þjóðfélaginu.“ 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.