19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 39

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 39
Yrkirmest um að vera útlend- ingur Einhverntíma á þessu bili komu út eftir þig ljóðabækur? - Fyrsta bókin mín, Þangað vil ég fljúga, konr út árið 1974. Og svo Orð- spor daganna árið 1983. Ljóð, já, eru þau ekki þetta dæmigerða kvennaform, líkt og smásagan. Ljóð eru ekki fljót að fæðast, en það er hægt að ganga með þau í huganum lengi... Einhver sérstök yrkisefni? - Ætli ég yrki ekki mest um það að vera útlendingur, líka í óeiginlegri merkingu - að vera ein, utangátta. Sumir segja að þetta sé kvennaþema og að ljóðin mín séu kvennaljóð. 1 seinni bókinni eru líka þýðingar á ljóðum eftir nokkur suður-amerísk skáld. Já, þýðingar. Þú tekur þig til og ferð aö þýða rússneskar skáldsögur. - Já. Ég gifti mig aftur, eignaðist dóttur, sem nú er þriggja ára. Var heima við. Þegar ég byrjaði að þýða Meistarann og Margarítu vissi ég raunar alls ekki hvort nokkur fengist til að gefa bókina út. Þegar ég var búin með nokkra kafla fór ég með þá til útgáfustjóra Máls og menningar og sýndi honum þá og gerði síðan samning. Sú bók kom út 1981. Hversvegna þá bók fremur en ein- hverja aðra? - Tja, það var nú bara þannig með Meistarann að ég hafði lesið bókina svo oft og svo lengi, mig langaði hreinlega hl að fleiri gætu lesið hana. Var það eins með Glæp og refsingu? - Já, hún hefur lengi verið ein af mínum uppáhaldsbókum. Maður vill aö sem flestir geti notið hennar. Dost- ojevskí hefur alltaf höfðað meira til mín en flestir aðrir höfundar, kannski vegna þess að hann gengur svo nærri ■nanni... Spurning um ja fnrétti ogfrelsi Hvers vegna að þýða fremur en t.d. að skrifa sína eigin bók? - Kannski það sé hugleysi - þegar maður hefur lesið margar bækur fer maður að efast um að nokkuö sé eftir til að skrifa um! En mér finnst þýðingar- störf mikilvæg. Þetta er ekki síst spurn- lng um jafnrétti - já, lesfrelsi. Það eru ekki nærri allir sem geta lesið erlend mál, en þeir eiga samt rétt á að kynnast bókmenntum annarra þjóða. Hins- vegar verður maður víst seint ríkur af að þýða bækur. Taxtarnir eru enn sem kontið er svo lágir að maður nær engum Sóknarlaununr fyrir þetta starf, nema kannski með því að þýða í snarhasti, sem er auðvitað ekki hægt. Ég var 14 mánuði að þýða Glæp og refsingu, mig minnir að það hafi tekið Dostojevskí 15 mánuði að skrifa hana! Er Glæpur og refsing erfið bók? - Nei, það held ég að sé mesti mis- skilningur. Hún er að vísu stór og mikil, þetta er svona álíka og að fá múrstein í höfuðið - en erfið, nei, það finnst mér ekki. Og hún er hörkuspennandi. Segðu mér frá henni. - Það hefur verið sagt um Glæp og refsingu að hún sé frægasti reyfari allra tíma og það er satt að hún er spennandi. Sagan segir frá ungum, fátækum náms- manni í Pétursborg fyrir 120 árum. Þegar bókin byrjar liggur hann illa haldinn í kytru sinni og er að velta því fyrir sér hvernig hann geti komist fram úr erfiðleikum sínum. Þá dettur hann ofan á þá lausn að myrða okurkerlingu nokkra til fjár og nota peningana til að bjarga sjálfum sér og koma móður sinni og systur til hjálpar. Og hann fremur morðið. Það gerist framarlega í bókinni svo reyfarinn snýst ekki um það hver framdi glæpinn heldur hitt, hvort upp muni komast og svo um það hversvegna glæpurinn hafi verið framinn. Það koma nefnilega ýmsar ástæður til greina-m.a. að námsmaðurinn, morð- inginn, hafi verið haldinn Napóleons- komplex og talið sig yfir aðra hafinn, en hann hafi viljað sýna að hann gæti yfir- stigið siðferðilegar hindranir og þyrfti ekki að hlíta reglum samfélagsins. Nú, inn í þessa sögu fléttast svo margar aðrar sögur og fjöldinn allur af fólki, heilt gallcrí af persónum. Svo cru í bókinni lýsingar á Pétursborg þessara tíma og raunar mikil og breið þjóðfé- lagslýsing. Klœjar í puttana að þýða meira Sagan gerist 1865. Hvernig skír- skotar hún til okkar hér og nú? - Hún höfðar til manns vegna þess að Angist Djúpt niðri í moldinni nagar hún rótina hægt en markvisst þartil einn daginn - ég veit hann kemur - að hún nagar mig í sundur og eitthvað af mér þeytist stjórnlaust útí buskann hverfur útum eldhúsgluggann hitt verður eftir og klárar uppvaskið Andartak Pú dokar við horfir í nærstödd augu hugsar um eitthvað - eitt andartak iðandi fegurð sem lýsir upp sortann geturðu níst það prjóni? stöðvað það á flugi? sett það undir gler? Úr bókinni „Orðspor daganna“ eftir Ingibjörgu Harlds- dóttur, 1983. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.