19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 69

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 69
fyrirtœkinu úti um að dreifa vörunum á fleiri staði? „Nei, þeir hafa látið mig alveg um það hvcrnig ég haga þessu hérna.“ Töluverð ferðalög - Fylgja umboðsstörfunum mikil ferða- lög innan lands og utan? „Ég lít við hjá þeint sem selja vörurn- ar fyrir mig úti á landi, þegar ég á leið um, og fer stöku sinnum þar fyrir utan. Ég sýni þá það sem nýtt er og kynni vörurnar. Yfirleitt fer ég svo út einu sinni á ári til að sjá hvað er nýtt á boð- stólurn hjá Ellen Betrix og til þess að skýra frá rekstrinum hér heima. Þjóð- verjarnir eru afskaplega nákvæmir og vilja fylgjast vel með. Ég hef verið ánægð með það sem þeir segja um möppuna yfir Island. Þeir segja að þetta sé hvað minnsta mappan sem þeir hafa uppi í hillu hjá sér en um leið yfir- leitt alltaf vandamálalaus. Forstjóri fyrirtækisins hefur komið hingað. Honum kom á óvart hvað íslendingar fylgjast vel með í öllu og var ánægður með hvernig við höfum staðið að málum hér í sambandi við merkið. En fyrirtækiö leggur áherslu á góðar, vand- aðar vörur á viðráðanlegu verði." - Eru umboðsmenn yfirleitt karlar? „Já, oftar eru það karlar, vegna þess að það eru stór fyrirtæki sem hafa umboðin, og um leið mörg önnur umboð, rétt eins og hér gerist. En þá eru karlarnir yfirleitt allir með konur sem sjá um daglegan rekstur og inn- kaup.“ - Pú flyturfleira inn en snyrtivörurnar? „Ég fer á hverju ári á gjafavörusýn- ingu í Frankfurt, en Ellen Betrix fyrir- tækið er rétt fyrir utan Frankfurt. Á þessari sýningu hef ég keypt svolítið af því sem kallast Modeschmuck eða tískuskartgripir, en í mjög litlum mæli. Svo fór ég reyndar út í það fyrir tveimur árum að l'lytja inn ilmvötn frá Frakk- landi, frá Charles Jourdan. Það er gaman að því líka. Annars er mjög ólíkt að skipta við Þjóðverja og Frakka. Þjóðverjar eru svo nákvæmir í öllu. Mér finnst betra að skipta við þá. Kannski er ég samt eitthvað þýsksinnuð frá því ég var þarna úti.“ Tíu kassar afprufum - Hafa viðskiptin alltaf gengið snurðu- laust fyrir sig? „Já, en þó má geta þess að einu sinni, líklega fyrir árum bað ég um prufur frá Ellen Betrix. Fyrritækið hefur alltaf verið duglegt að senda prufur, og þær eru mikil auglýsing. Fólk getur þá fengið prufu en þarf ekki að kaupa dýra vöru, og komast svo ef til vill að raun um, að hún hentar ekki. Þegar faktúr- urnar yfir prufusendinguna komu sá ég að þetta voru 10 stórir trékassar. Mér féllust hendur og skrifaði út í snatri og spurði hvernig stæði á öllum þessum prufum. Svarið var að þeir hefðu átt nóg af prufum og þetta hlyti að koma sér vel. En tollurinn var ekki alveg á sama máli. Það vill svo til að borga þarf toll af öllum prufunt og flutningsgjöld líka, svo hér eru dýrar sendingar á ferð- inni. Ég kærði ntig því ekki unt svona mikið ntagn, en vissi ekki hvað gera skyldi. Ég spurði í tollinum hvort ég mætti ekki henda helmingnum af pruf- ununt í sjóinn, en ekki var fallist á það. Það voru ýmiss vandkvæði á að senda prufurnar til baka. Það hefði móðgað menn úti. Þetta lenti í ægilegu stappi þangað til einn tollvörðurinn í Hafnar- firði fann lausn á málinu og íslenskar konur fengu mikið af prufum næstu mánuði. Við héldum að þeir í Þýska- landi hefðu ruglast eitthvað og send- ingin hefði átt að fara til New York en ekki Reykjavíkur. Magnið var svo mikið.“ - Hvernig gengur reksturinn í dag? „Ég stend eiginlega á tímamótum. Þetta er að vaxa mér yfir höfuð, og þess vegna hef ég ekki bætt við fleiri versl- unum til að selja vörurnar. Ef ég eyk við mig verð ég að fá stærra lagerrými og jafnvel fólk í vinnu. Ég hef ekki ákveðið enn hvað ég geri. En ef ég stækka við mig... verð ég að fara úr bíl- skúrnum," segir Hlíf Samúelsdóttir sem rekur eigin heildverslun og hefur gert síðastliðin fjórtán ár. fb Fer inn á lang flest heimili landsins! 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.