19. júní - 19.06.1985, Side 74
Súlurit 2: skipting kynja í störf :
Notendur t'ólvubúnadar
markaðnum virðist koma nokkuð skýrt fram
í þessari ungu en ört vaxandi atvinnugrein.
Konur í hlutastörfum
Fram kom jafnt hjá notendum og þjónustu-
fyrirtækjum og stofnunum að mun fleiri
konur eru í hlutastörfum en karlar; (65
konur og 3 karlar). Hjá mörgum viðmælend-
um okkar kom fram að reynt er að komast
hjá að ráða í hlutastörf. Ástæðan er sögð að
þannig nýtist starfsmenn verr.
Innan þessara fyrirtækja og stofnana er
menntun starfsfólks mjög fjölbreytt. Sum
þeirra gera engar sérstakar menntunarkröf-
ur við nýliðaráðningar, en leita frekar eftir
fólki innan sinna veggja og þjálfa það síðan
upp með tilliti við starfssviðs hvers og eins.
Starfsmenn í nýsköpun eru yfirleitt með
háskólapróf. I dag er yfirleitt krafist
háskólaprófs í kerfisfræði, tölvunarfræði,
raungreinum eða á sviði rafeindaiðnaðar
þegar ráðnir eru nýliðar í þessi störf. Þarscni
eingöngu er unnið við innslátt er yfirleitt
talið nægjanlegt að nýliðar hafi góða vélrit-
unarkunnáttu og/eða grunnskólapróf.
Starfsfólk í skrifstofustörfunum hefur yfir-
leitt stúdents- eða verslunarpróf. í heild hafa
konur sem starfa innan umræddra fyrirtækja
og stofnana minni menntun en karlarnir.
Yfirvinna hverfur - stöðugildum
fækkar
Innleiðing tölvutækni getur haft ýmsar
afleiðingar í för með sér fyrir starfsfólkið.
Áhrif tölvuvæðingar sem nú þegar hafa
komið fram, a.m.k. hjá þeim fyrirtækjum og
stofnunum sem teljast notendur, eru að yfir-
vinna hefur svo til horfið, sem er í sjálfu sér
ekki endilega neikvætt, en ennfremur hefur
stöðugildum fækkað. Enn sem komið er hafa
ekki átt sér stað beinar uppsagnir vegna
tölvuvæðingar. En segja má að atvinnutæki-
færum hafi í raun fækkað. Eitt dæmi skal þó
nefnt hér. Það er Sjóvá. Þar hefur greinilcga
orðið fækkun vegna tölvuvæðingar úr u.þ.b.
70 í u.þ.b. 50. Einnig má benda á uppsagnir
vegna sjálfvirkni á símstöðvum í landinu.
Ljóst er að í starfsgreinum eins og þjón-
ustu- og skrifstofustörfum muni tölvutæknin
hafa hvað mest áhrif, þó búast megi við að
hún muni er fram líða stundir, koma inn í
flestar hefðbundnar starfsgreinar. Sem
stendur er það svo að ýmis þjónustu- og
skrifstofustörf eru hefðbundin kvennastöyf.
Hér á landi starfa u.þ.b. 64% kvenna við
þjónustu en 43% karla. Erlendar spár varð-
andi breytingar á störfum vegna tölvuvæð-
ingar sýna að þjónustu- og skrifstofustörfin
muni koma til með að verða lögð niður eða
gjörbreytast eða a.m.k. muni tímabundið
atvinnuleysi hljótast af.
Menntun og fræösla
Almennt er talið að karlar standi mun
betur að vígi en konur til að sinna skapandi
störfum á sviði tölvutækninnar, og er þá
gjarnan bent á ólíka menntun þeirra. Nægir
hér að nefna menntun á borð við kerfisfræði,
tölvunarfræði, viðskiptafræði og rafeinda-
tæknifræði sem veitir m.a. aðgang að
störfum eins og kerfissetningu, forritun og
stjórnun. Störf þessi njóta að öllu jöfnu
meira álits en störf við t.d. lyklun og rit-
vinnslu, en þar eru konur í miklum meiri-
hluta. Algengara er, að konur mennti sig á
öðrum sviðum, og eru þar af leiðandi síður
undir það búnar að vinna sjálfstætt við skap-
andi störf á tölvusviði.
Tölvukennsla í grunnskólum landsins er
enn sem komið er mjög takmörkuð. Við
höfðum samband við tvo grunnskóla í
Reykjavík sem hafa boðið upp á tölvu-
kennslu í tilraunaskyni síðan skólaárið 1983.
Nám þetta er í báðum tilvikum frjálst val, og
reyndust hlutföll drengja og stúlkna vera
mjög svipuð og enginn tcljandi munur á
námsárangri þeirra. í framhaldsskólum er
tölvukennsla hins vegar mun útbreiddari en
þar keniur í ljós mjög glöggur munur milli
pilta og stúlkna. Á framhaldsskólastigi er
tölvunámið ýmist kjarnagrein - þ.e.a.s.
skylda - eða þá valgreina. Við athugun kom
í Ijós, að á meðan tölvunámið er kjarnagrein
skiptast nemendur nokkuð jafnt eftir
kynjum, en þegar það er orðið valgrein detta
stúlkurnar út og eru piltarnir þá að jafnaði
helmingi fleiri en stúlkurnar. I rafmagns-
deild Tækniskóla íslands - en það er sú deild
sem helst undirbýr nemendur fy rir störf í raf-
eindaiðnaðinum - stundaði engin stúlka nám
á síðasta skólaári, og mun það ekki vera neitt
nýmæli.
Er munur á námsárangri?
Munur á námsárangri kynjanna í tölvu-
námi í þeim 13 framhaldsskólum sem við
höfðum samband við var hvergi sagður telj-
anlegur. Þær stúlkur sem á annað borð
leggja þetta fyrir sig standa sig jafn vel og
skólabræður þeirra. Tölvunarfræði er kennd
sem sérstök grein við Háskóla Islands, en
tölvukcnnsla tcngist einnig námi í nokkrum
öðrum greinum, s.s. í félagsvísindadeild,
viðskiptadeild og í verk- og raunvísinda-
deild. Frá því kennsla í tölvunarfræði hófst
við Háskóla íslands 1976 hafa 447 nemar
verið skráðir þar, 80% karlar og 20% konur.
Brautskráðir á þessum árum eru 26, 19
karlar og 7 konur. Hlutföll karla og kvenna
meðal skráðra nýnema í tölvunarfræði á
haustmisseri 1984 eru 76 % karlar og 24%
konur.
Tölvukennsla er mjög skammt á veg
komin í Kennaraháskóla íslands. Þaðan
óskuðum við eftir upplýsingum um hlutföll
karla og kvenna í stærðfræði sem valgrein
undanfarin skólaár, en tölvunám er þar
skylda. Þar hafa konur verið 62% að meðal-
tali á árunum 1978-1984. Mörgum kann að
virðast þetta myndarleg tala, en hafa ber í
huga að mikill meirihluti nema í Kennara-
háskóla íslands eru konur og er hlutfall
þeirra um og yfir 75% í flestum greinum. Á
undanförnum 2-3 árum hafa komið fram á
sjónarsviðið ýmsir sérskólar sem bjóða upp
á fjölbreytt tölvunámskeið. Markmið þess-
ara námskeiða er að veita fólki almenna
grunnþekkingu í notkun tölva sem síðan
gæti veitt aðgang að störfum á vinnumark-
aðnum sem tengjast tölvutækninni. Aðsókn
karla og kvenna að þessum skólum er oft
mjög ójöfn og karlarnir eru þar í miklum
meirihluta. Einnig kom í ljós að konurnar
flykkjast í ritvinnslu- og grunnnámskeiðin
en sniðganga þau námskeið sem kenna t.d.
forritun og áætlunargerð. Þegar á heildina er
litið sýna konur minni áhuga en karlar á að
mennta sig til starfa á tölvusviði. Þetta er
undantekningarlítið sú tilhneiging sem
merkja má á flestum stigum hins opinbera
menntakerfis, en hlutfall kvenna í námi og
námskeiðum sem gefa möguleika á nýsköp-
unarstörfum á tölvusviði er talsvert minna en
hlutfall karla. Það er því fátt sem bendir til
annars en að í framtíðinni muni störf á tölvu-
74