19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 83

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 83
Sameinuðu þjóðirnar Alþjóðlegt kvennaár 1975 Kvennaáratugur 1. janúar 1976 - 31. desember 1985 Við lok Kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna 1976-1985 sem fylgdi á eftir Alþjóðlegu kvennaári 1975 er ekki úr vegi að rifja upp tildrögin og að hvaða markmiðum var stefnt. Sameinuðu þjóðirnar Hinar sameinuðu þjóðir með nær öll ríki veraldar innan sinna vébanda eru áhrifamestu samtök mannkynsins. Við lok heimsstyrjaldarinnar síðari (1939- 1945) var að bestu manna yfirsýn óhjá- kvæmilegt með raunhæfum aðgerðum að stemma stigu við að slíkur hildar- leikur endurtæki sig. Þjóðir heims gerðu með sér sáttmála sem gekk í gildi 24. október 1945 og telst dagurinn síðan stofndagur Sam- einuðu þjóðanna. ísland gerðist aðili 19. nóv. 1946. Sáttmálinn er auk inngangs, þar sem meginstefnan er mörkuð, í mörgum köflum sem grein- ast í undirkafla. Hornsteinn þessa samkomulags er staðfesting þeirra viðhorfa að allir menn, konur og karlar, séu bornir frjálsir og skuli njóta sömu mannrétt- inda án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða. I innganginum er tekið fram að konur og karlar skuli njóta jafnréttis. Hlutverk SÞ er að stuðla að því að þessum háleitu markmiðum verði náð í reynd. Meginhugsunin er sú að ef eng- inn gengur á rétt annars sé ekki tilefni til átaka. Innan SÞ skal vera vettvangur þar sem fulltrúar þjóðanna geta komið skoðunum sínurn á framfæri (allsherj- arþing) og miðstöð (aðalstöðvar) þar sem aðgerðir þjóðanna eru samræmd- ar. Allt starf SÞ og stofnana þeirra hefur síðan byggst á sáttmálanum og útfærslu á honum miðað við alþjóðlegar aðstæð- ur. Sáttmálar, samþykktir og yfirlýsingar í mannréttindayfirlýsingu SÞ 10. des. 1948 eru almenn mannréttindi skil- greind. Áréttað er að sérhver eigi að njóta þessara réttinda, þau skuli vernda með lögum og stjórnvöld aðildarríkja SÞ hvött til að flýta því að þau komist á, þar með talin jöfn réttindi kvenna og karla. Alþjóðavinnumálastofnunin, ein af undirstofnunum SÞ gerði samþykkt (nr. 100) 1951 um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf og aðra samþykkt (nr. 111) 1958 varðandi mis- rétti með tilliti til atvinnutækifæra og starfsöryggis. ísland hefur fullgilt þessar samþykktir fyrir sitt leyti, þá fyrri 1958 og síðari 1964. ísland hafði því skuldbundið sig til að koma jafnrétti kynjanna á í reynd og aðgerðir í þá átt voru lög um launa- jöfnuð kvenna og karla nr. 60/1961, er tóku gildi í áföngum til 1967 og lög um Jafnlaunaráð nr. 37/1973 sem felld voru úr gildi með lögum um jafnrétti kvenna og karla nr. 78/1976. Jafnréttisráð skal sjá um að framfylgja þeim lögum. Á allsherjarþinginu 1967 var sam- þykkt 7. nóv. yfirlýsing um afnám mis- réttis gegn konum. Tekið er fram að misrétti sem viðgangist gegn konum sé brot á mannréttindum, lýst aðferðum til að vinna gegn hvers konar misrétti af þessu tagi og stjórnir aðildarríkjanna hvattar til aðgerða í samræmi við yfir- lýsinguna. Allsherjarþingið 1979 gerði sáttmála um afnám hvers konar misréttis gegn konum og sérstaklega tekið fram varð- andi stjórnmálaafskipti, ríkisborgar- rétt, ráðningu til starfa og starfs- menntun, heilbrigðismál, efnahagsmál, félagsmál, hjúskap og fjölskyldumál o.fl. Stofnuð var nefnd (Comittee on the Elimination on Discrimination against Women) til eftirlits með að sátt- málanum verði framfylgt. ísland undir- ritaði þennan sáttmála á Kvennaráð- 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.