19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1997, Qupperneq 61

19. júní - 19.06.1997, Qupperneq 61
Kvennafræði hafa loksins haslað sér völl i islenskum háskóla, segir Iris Björg Kristjánsdóttir, sem eigin- lega villtist í námið að eigin sögn. íris skrifar hér um kenningar í kvennafræðum, og hvernig þau reyna að greina þjóðfélagið sem við lifum i með nýjum hætti og nýjum áherslum. Eg fann kvörtunarbréf á tölvunetinu frá Matt nokkrum sem var að hefja nám í Harvard. Hann vissi að þar væri kennd kvennafræði en bjóst ekki við að það myndi snerta hann og hans nám á nokkurn hátt. Honum til mikilla furðu virtust flest- ir námsáfangarnir í frönsku vera undirlagðir af femínískum námskeiðum. Lítið var um val fyrir hann þar sem hann kærði sig ekki um að stunda svo pólitískt nám. Honum fannst það algjör- lega óviðunandi að óþekktar franskar skáldkonur fengju þá at- liygli sem Descartes ætti með réttu skilið. Mín fyrstu viðbrögð við þessu bréfi var að hlæja. Karlgreyið var ofsóttur af femínisma. Eftir örlitla umhugsun tók alvaran við. Viðhorf Matts endurspegla langvarandi misskilning urn fræðilegan femínisma. Ekki ætla ég að álasa honum því sjálf var ég haldin vissri fælni áður en ég hóf nám í kvennafræðum. I’ar komst ég að því að konur eru ekkert endilega reiðar og námið er ekkert pólitískara en annað nám. Að hunsa femínískar kenn- ingar í akademíunni í dag væri líkt og að heil stefna innan heim- spekinnar væri þurrkuð út án nokkurrar umhugsunar. Fræðin hafa einfaldlega komist á það stig að endurskoðunnar er þörf og það er eitt aðalmarkmið þeirra er stunda femínískar rann- sóknir. Þær snúa ekki eingöngu að konum og misrétti þeirra heldur öllu samfélaginu í heild sinni. Kenningar innan kvenna- fræða eru mjög fjölbreyttar og hafa tekið miklum breytingum á undanfbrnum árum. í dag er aðaláherslan lögð í að greina þjóðfélagið sem við lifum í með nýjum hætti og með nýjum áherslum. Umhverfið er uppfullt af texta sem er menningarleg, söguleg og félagsleg afurð. I’að er ekki lengur verið að leita að einni gefinni merkingu heldur er verið að skoða samspil merk ingarskapandi þátta samfélagsins og hvernig þetta samspil birt- ist í samfélaginu sem texti. Tungumálið sem er undirstaða mannlegra sanrskipta er tekið til endurskoðunnar og þar af leið- andi hefðin eins og hún leggur sig - sent er líklega ástæða hræðslu fólks. Kenningar um að tungumál kvenna sé annað en tungumál karla hafa verið ríkjandi. Ástæðan þarf ekki að liggja í eðlinu heldur í því að reynsluhcimur kvenna hefur í gegnum tíðina ekki verið sá sami og reynsluheimur karls. Bókmennta- hefðin hefur ekki viðurkennt skáldskap kvenna og þar af leið- andi vitum við ekki jafn mikið um þeirra bókmenntir. En þá komum við að konunni scm einstöku fyrirbæri. Er eitthvað til sem heitir kona eða er hún búin til eins og Simone de Beauvo- ir sagði? I’ess konar spurningar hafa færst yfir í hið kvenlega og hið karllega. Er kvenleikinn grímubúningur og framsetning? Ef svo er þá er sjálfsvitundin ckki eðlislæg heldur tilbúin. Líkam- inn er einnig tekinn fyrir ekki bara seni náttúrulegur og eðlis- lægur heldur einnig sem menningarlegur og andlegur. Þessar spurningar ásamt mörgum öðrum eru teknar fyrir en lokamark- miðið cr að snúa vörn í sókn og gera muninn og margbreyti- leikann að styrk. Hér hef ég reynt að stikla á stóru til að kynna út á hvað nám- ið gengur í kvcnnafræðum. Rannsóknir innan kvennafræða ná yfir fiest fræðisvið og fjölbreytileikinn og margbreytileikinn cr engan veginn tæmandi. Aragrúinn allur af femínískum fræði- greinum flæðir út þessa daganna og vonandi er það einungis tímaspursmál að þessi misskilningur upprætist svo verðug fræði- rit fái þá almennu viðurkenningu sem þau eiga skilið. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.