19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 9
Natasa Babic-Friðgeirsson
Lítill litríkur kjóll
Allar konur verða að eiga í
klæðaskáp sínum lítinn svart-
an kjól, - svo segir sígilt lög-
mál tískunnar. Þessi hentuga
en jafnframt glæsilega flík
hentar jafnt drottningum sem
fisksölukonum; ungum konum
jafnt þeim sem eldri eru. Þó
svo áratugir hafi liðið frá því
Coco Chanel, - óvéfengdur
hæstiréttur í málum er varða
útlit kvenna, setti fram þessa
kenningu, þá hefur litli svarti
kjóllinn alla tíð undirstrikað
kvenlega fegurð og elegans.
Hann hefur staðið af sér
óveður tímans og minnt
okkur á að tíska breytist en
stíll er eilífur.
Engu að síður vil ég, hér og nú,
lofsyngja annan kjól, - svo hóg-
væran að ef sá svarti er keisara-
ynja þá er hann vinnukona. Þetta
er litli litríki kjóllinn sem oftast er
úr bómull og með blómamynstri
og kynslóðir ömmu okkar klædd-
ust þegar tímar voru bágir og efni
rýr Þessar konur voru eins og litli
litríki kjóllinn; sama hversu oft
hann var þveginn og hvernig hann
var níddur; - alltaf birtist hann á
ný, reiðubúinn að vernda og
þjóna.
Litli litríki kjóllinn er nú að
mestu horfinn úr klæðaskápum
Vesturlanda. Við leit gætu þó
nokkrir þeirra fundist ísveitaþorp-
um í heimalandi mínu, Króatíu,
eða annars staðar á Balkanskaga.
Samt er það ekki öruggt þrátt fyrir
að í áratugi hafi þessir kjólar borið
heim mat frá markaðinum, hugað
að sáru hné, sinnt garðinum og
prjónað peysur Það er deginum
Ijósara að þessir kjólartilheyra for-
tíðinni og hverfa innan skamms af
yfirborði jarðar Það eru framfarir
og vitundarvakning kvenna sem
réðu örlögum kjólsins, - hin hóg-
væra hvunndagshetja lét eftir sæti
sitt handa hinni tígulegu systur
***
Amma mín, Ziba, er ein af þessum
konum sem hafa klætt sig í litríka
kjóla mest allt sitt líf. Hún fæddist
árið 1925 og var af bosnísku mús-
limaforeldri. Hún var hugrökk ung
kona sem var sú fyrsta í sinni fjöl-
skyldu til að afklæðast hefðbundn-
um fatnaði múslima og bregða sér
í lostafulla litríka kjólinn. Systur og
vinkonur fylgdu í fótspor hennar
Astæða þess að amma mín stork-
aði umhverfi sínu var í senn prakt-
ísk og menningarleg. Hún hafði
unun af að dansa og lærði suður-
ameríska dansa. Og til hvers að
dansa tangó ef ekki er hægt að
klæðast latneskum kjólum? Jafnvel
þótt foreldrarnir klæddust hefð-
bundnum fötum stóðu þeir ekki í
vegi fyrir breytingunum og fögn-
uðu þeim í raun á sinn hátt. Bosn-
íu-múslimar voru nefnilega, þrátt
fyrir fordóma okkar - umburðar-
lyndir og löguðu sig auðveldlega
að breyttum tímum.
Einungis einu sinni síðar á ævi
sinni bar hún amma hefðbundin
klæði. Undir mörgum lögum af
múslima-sjölum og pilsum
smyglaði hún vopnum í gegnum
vegtálma ítalskra fasista nærri
Mostar í Bosníu, til félaga sinna í
frelsishreyfingunni á dögum síðari
heimsstyrjaldarinnar Aður en hún
brá sér aftur í borgaralegan
klæðnað gekk hún í einkennis-
búningi júgóslavnesku andspyrnu-
hreyfingarinnar í nokkur ár. A
gamalli mynd stillir amma mín sér
glæsilega upp í gráum einkennis-
búningi, með handprengju hang-
andi tælandi á mjöðminni likt og
kvenlegt samkvæmisveski.
I andspyrnuhreyfingunni hitti
hún fyrsta eiginmann sinn. Þau
skildu skömmu eftir að móðir
mín fæddist. Þrátt fyrir framsækin
og byltingarkennd viðhorf til
þjóðmála var faðir stúlkunnar litlu
lítið fyrir breytta skipan á heimili
og var trúr balkanskri feðrahefð.
Hann ásakaði konu si'na fyrir að
hafa fætt dóttur og gefa honum
ekki son í frumburð og hann virt-
ist ekki geta elskað dóttur sína.
Fumlaust tók amma mín dóttur-
ina og yfirgaf eiginmann sinn, -
annað byltingar-sinnað skref í
íhaldssamfélagi á Balkanskaga á
fimmta áratugnum. Hún var stolt
ung kona sem ákvað að sjá sjálf
um sig og dóttur sína. Hún ætlaði
ekki að verða undirgefni og sam-
viskubiti að bráð vegna rangs kyn-
ferðis frumburðarins.
Kommúnisminn hjálpaði á
margan hátt móðurinni ungu sem
var nú orðin einstæð. Skilnaður
var ekki einvörðungu heimilaður
með lögum heldur hlutu konur
lagalegt jafnrétti á við karlmenn.
Ommu minni var ekki útskúfað i'
Amma Natösu, Ziba Geiev.
hinum nýja og „framsækna" sós-
íalisma, henni tókst að finna vinnu
og eftir úrskurð alþýðudómstóls-
ins fékk hún greidd barnsmeðlög.
Þegar góðæri eftirstríðsár-
anna gerði vart við sig sást
amma mín aftur í litla litríka
kjólnum. I stað þess að standa í
biðröðum eftir matvælum stóð
hún núna í biðröðum eftir líni
og kjólaefni. Hún sem og kyn-
systur hennar stóðu klukku-
stundum saman í biðröð eftir
fáeinum metrum af litaglöðum
ströngum og amma keypti alltaf
einn viðbótarmetra. Á síðkvöld-
um, eftir langan vinnudag í bak-
aríi, settist hún undir einustu
Ijósaperuna í ibúðinni og saum-
aði kjóla, - einn á sig og annan
alveg eins en minni, á litlu stelp-
una. Sagan segir að uppáhalds-
kjólarnir, þeir sem aldrei gleym-
ast, hafi verið þessir rauðu með
hvítu doppunum. Þegar ömmu
tókst síðan að komast yfir pör
af hvítum skóm leið þeim eins
og ekki væru hamingjusamari
tvær konurtil í þessum heimi.
***
Nokkrum árum síðar hitti Ziba
seinni eiginmann sinn og eignað-
ist hún með honum tvö börn.
Fjölskyldan flutti aftur til Mostar
þar sem hún tók að sér aldraða
foreldra auk þess að annast
börnin sín og vinna allan daginn í
tóbaksverksmiðju. Líf hennar var
hvorki erfiðara né auðveldara en
annarra kvenna af hennar kyn-
slóð. Þetta var tími félagslegra
breytinga; konur tóku að vinna
fullan vinnudag á skrifstofum og í
verksmiðjum en höfðu áfram á
sínum herðum heimilisstörfin og
umönnun barnanna, - yfirleitt án ►
9