19. júní


19. júní - 19.06.2000, Page 20

19. júní - 19.06.2000, Page 20
þegar lítil eða engin tengsl eru milli barnsins og hins forsjárlausa foreldris. Barnið er alið upp hjá þeim sem vill ættleiða barnið og ættleiðingin tr/ggir hagsmuni og réttindi barnsins, m.a. erfðarétt. Barninu er því tryggður raun- verulegur stuðningur tveggja í foreldrahlutverkinu. Lögum samkvæmt geta sam- kynhneigðir farið sameiginlega með forsjá þeirra barna sem koma inn í sambúð þeirra. Hins vegar ber að hafa í huga að sameiginleg forsjá er ekki eins afgerandi og stjúpættleiðing. Uppeldisforeldri ber ábyrgð á framfærslu barnsins en barninu er ekki tryggður erfðaréttur þess nema eftir sérstakri erfðaskrá. Hollendingar brautryöjendur Hollendingar virðast ætla að verða brautryðjendur í ættleið- ingarmálum samkynhneigðra. Þar í landi liggur fyrir frumvarp um ættleiðingar sem gengur mun lengra en dönsku og íslensku lögin. I þvi' er lagt til að par i' sam- búð eða staðfestri samvist geti að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um sótt um að ættleiða börn sem fædd eru í Hollandi en ekki frá öðrum ríkjum. ,,Það ertil þess að valda ekki milliríkjadeilum og hindra möguleika gagnkyn- hneigðra á að ættleiða böm," segir Þorvaldur „Enda yrði líklegt að mörg lönd myndu rifta alþjóðasamningum um ættleiðing- ar Gildismat þjóðríkja er ennþá ólíkt þegar kemur að mannrétt- indum samkynhneigðra." Þorvaldur segir að réttur til frumættleiðinga hafi fyrst og fremst siðferðilegt gildi fyrir samkynhneigða. „Með því að meina okkur frumættleiðingar barna er verið að gefa í skyn að við séum óæðri öðrum. Hins vegar er þess langt að bíða að fjarlæg ríki eins og Kína og Kól- umbía muni fallast á ættleiðingar til samkynhneigðra og frumætt- leiðingar barna af íslenskum uppruna eru teljandi á fingrun- um á hverju ári - og þeim fer fækkandi," segir Þorvaldur „Það er því fyrst og fremst rétturinn til stjúpættleiðinga sem hefur hagnýtt gildi því hann veitir börnum í hjónaböndum okkar mikla réttarvernd.'' Lög um ættleiðingar gera ráð fyrir að einstaklingun þ.e. hvorki í sambúð eða hjónabandi, geti ættleitt barn ef sérstaklega stendur á og ættleiðingin er ótvírætt talin barninu til hags- bóta. Dæmi er um að samkyn- hneigður einstaklingur hafi feng- ið slíkt leyfi en þá vartekið skýrt fram að viðkomandi hefði verið sérstaklega vel hæfur til að sinna uppeldi barns. Þetta kom fram í máli Anni Haugen, félagsráðgjafa hjá Barnaverndarstofu og vara- formanni Samtakanna 78, á fundi samtakanna um börn og barneignir samkynhneigðra 15. apríl sl. Samkynhneigt par í stað- festri samvist á því ekki kost á að ættleiða barn með frumættleið- ingu. Aftur á móti er ekki spurt um kynhneigð ef einstaklingur fer fram á hið sama. Anni segir annan möguleika að sækja um að taka barn í fóst- ur Ekki er tekið skýrt fram í lögum að fósturforeldrar þurfi að vera karl og kona líkt og gert er þegar um ættleiðingar er að ræða. Stundum fara börn í fóst- ur vegna óska kynforeldra, for- eldrar eru látnir eða þeir hafa verið sviptír forsjá þeirra. Að mörgu leyti er flóknara mál að taka barn í fóstur en ættleiða. Hið opinbera hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart barninu allt til fullorðinsára. Hinu er heldur ekki að leyna að börnin geta átt erfitt og þurft á umtalsverðum stuðningi sér- fræðinga að halda vegna fyrri aðstæðna, t.d. vanrækslu. Börnin geta saknað foreldra sinna og þau eiga rétt á umgengni við þá með ákveðnum skilyrðum. Anni tók fram að samkynhneigð pör hefðu hvorki sótt um að ætt- leiða barn né að gerast fóstur- foreldrar. Hún telur samkyn- hneigða óörugga við að láta á slíkt reyna vegna ótta við höfn- un. Ennfremur minnir hún á að það að vera metinn hæfur sem fósturforeldri sé ekki trygging fyrir því að fá fósturbarn. Þær ákvarðanir velta á barnavernd- arnefndum á hverjum stað, sem er skylt að hafa hag barnsins ávallt í fyrirrúmi. Vanþekking og vísindi Víða hefur gætt fordóma gagn- vart samkynhneigðum. Ymsir telja að með því að leyfa samkyn- hneigðum að giftast og ala upp börn sé verið að ráðast gegn almennu siðferði og hinni gagn- kynhneigðu fjölskyldu sem horn- steini samfélagsins. Samkyn- hneigðir hafa sætt aðkasti frá ólík- um trúarhópum og margir hafa lýst yfir í Ijölmiðlum bæði and- stöðu og stuðningi við samkyn- hneigða og réttindabaráttu þeirra. Fordómar gagnvart samkyn- hneigðum eru einkum að þeir séu ekki heilir á geðsmunum og því ekki hæfir uppalendun Efast er um að hommar gefi sér nægileg- an tíma til að sinna foreldrahlut- verkinu og ýjað að því að lesbíur séu ekki jafn umhyggjusamar mæður og gagnkynhneigðar konur Einnig óttast margir að börnin verði frekar samkyn- hneigð.Jafnvel telja sumir að þessi börn séu í aukinni hættu á að verða misnotuð kynferðislega. Síðast en ekki síst hefur verið talíð að börn alin upp hjá sam- kynhneigðum eigi frekar við hegðunar-, félagsleg og geðræn vandamál að stríða, ekki síst vegna stríðni og eineltis frá jafn- öldrum sínum. Þessar áhyggjur bera ótvírætt vitni um þekkingarleysi á stöðu samkynhneigðra og barna þeirra. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á samkynhneigðum og fjöl- skyldum þeirra sl. 20 ár Sam- kvæmt þeim bendir ekkert til þess að þroski barna sem alast upp hjá samkynhneigðum sé hægari eða minni en hjá þeim börnum sem alast upp hjá gagnkynhneigðum við sömu félagslegu aðstæður Aðrir þættir eins og gott samband milli foreldra eru taldir skipta meira máli en kynhneigð þeirra. Enginn munur hefur fundist á því hvernig gagnkynhneigðar og samkynhneigðar konur annast börn sín. Ftannsóknir hafa ekki staðfest að hommar séu verri feður en aðrir Börnin eru heldur ekki talin Ifklegri til að verða sam- kynhneigð en börn gagnkyn- hneigðra. Fram hefur komið að börnin sýna ekki síðri persónu- leikaþroska en önnur börn og þau hafa að jafnaði reynst betur upplýst og fordómalausari gagn- vart fjölbreytileika mannlífsins. Félagsleg tengsl þeirra við jafn- aldra hafa einnig reynst vera eðli- leg.Varðandi aukna hættu á kyn- ferðislegri misnotkun hafa rann- sóknir sýnt fram á að flestir barna- níðingar séu gagnkynhneigðir karl- menn. Þeir eru eins og gefur að skilja ekki hluti af þessum fjölskyld- um. Börn samkynhneigðra hafa því sömu möguleika og börn gagnkynhneigðra til að öðlast félagslegan og persónulegan þroska. Hættuleg áhrif hleypidóma Fordómar gagnvart hommum og lesbíum geta haft skaðvænleg áhrif á samkynhneigða foreldra og börn þeirra. Þeir geta haft áhrif á ákvarðanir yfirvalda, t.d. vegna lagasetningar um tæknifrjóvganir; ættleiðingar og jafnvel úrskurði f forsjármálum. Dómstólar víða í Bandaríkjunum hafa t.d. gert ráð fyrir því að samkynhneigðir séu óhæfir foreldrar Fjölmargir for- eldrar þora því ekki að viður- kenna samkynhneigð sína, jafnvel fyrir sínum eigin börnum, af ótta við að missa forsjá eða umgengn- isrétt. Einnig valda þessir fordóm- ar miklu andlegu álagi fyrir sam- kynhneigða og geta grafið undan sjálfstrausti þeirra sem foreldra. Hommar og lesbfur geta fund- ið hjá sér þörf fyrir að verða „ofurforeldrar." Hver einstök athöfn á að vera í þágu barna þeirra - eins og til að sýna umheiminum fram á að samkyn- hneigðir foreldrar séu óaðfinnan- legir Við fullkomnunaráráttu for- eldranna getur bæst sífelldur ótt- inn við að börnin verði tekin af þeim vegna kynhneigðar þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að margar lesbískar mæður útiloka aldrei þann möguleika. Sá ótti getur m.a. haft fjárhagslegar afleiðingar Erlend dæmi sýna að lesbíur hafa sæst á lélega skilnaðarsáttmála til að koma í veg fyrir að mál þeirra fari fyrir dómstóla. Lesbískar 20

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.