19. júní - 19.06.2000, Page 21
mæður; sem eiga rétt á bótum úr
almannatryggingum, sækja einnig
síður rétt sinn vegna ótta við að
draga athygli yfirvalda að stöðu
sinni.
Þorvaldur telur nauðsynlegt að
Alþingi setji brátt í annað sinn á
fót þingnefnd til að kanna stöðu
samkynhneigðra. Sú fyrsta starfaði
á árunum 1992-1994.1 Ijósi niður-
stöðu hennar var lagt fram frum-
varp til laga um staðfesta samvist
og sett verndarákvæði í almenn
hegningarlög. „Þessi nefnd þyrfti
m.a. að gera úttekt á högum
barna sem alast upp með sam-
kynhneigðum foreldrum og koma
með ábendingar um hvernig væri
hægt að styðja við þau, einkum
innan skólakerfisins. Dæmin sem
ég hef í kringum mig sýna mér
efnileg og tápmikil börn. Skýrsla
Mamrna,
Regína, Harpa og Eysteinn
eiga saman ungan son á leik-
skólaaldri. Þau eru öll samkyn-
hneigð en Regína er líffræði-
lega móðirin og fer með fullt
forræði yfir drengnum. Harpa
er kona Regínu og Eysteinn
faðir barnsins.
Þau segjast hafa fengið mun meiri
stuðning og skitning á aðstæðum
sínum bæði frá nánustu ættingjum
og samfétaginu, en þau hafi
nokkurn tíma gert ráð fyrir.
Eysteinn: Okkur hefur kannski
fundist óþægileg þessi ofurathygli
frá ókunnugum, t.d. hringdu
nokkrir blaðamenn daginn eftir
fæðinguna.
Regína: Við höfum samt aldrei
fengið óviðeigandi athugasemdir
Fjölskyldur okkar allra virðast líka
hafa mikla aðlögunarhæfileika og
hafa tekið bráðókunnugt fólk inn
í fjölskylduna sem barnsmóður
og barnsföðunt.d. eru góð tengsl
á milli okkar og fjölskyldu
Eysteins.
Harpa: Ég veit samt að
mamma átti svolítið erfitt með
myndi leiða það í Ijós og svara
andstæðingum okkar, einkum
hinum kristilegu ofsatrúarflokkum
sem sjá rautt við tilhugsunina um
fjölskyldulíf okkar Um leið myndi
slik skýrsla draga fram stöku erfið-
leika sem börn samkynhneigðra
kunna að eiga við að etja á Islandi
og gera okkur kleift að takast á við
það með fræðslu og umönnun,"
segir Þorvaldur.
Fjölbreytt fjölskyldugerö
Hvað er fjölskylda? Er fyrri eigin-
maður mömmu minnar ennþá
pabbi minn eða sá sem hún er gift
núna? Er dóttir kærustunnar hans
pabba systir mín? Þessar spurning-
ar sem og fleiri brenna á vörum
ungra barna í dag. Hinum hefð-
bundnu fjölskyldum þar sem börn
alast upp með bæði ,,móður- og
föðurímynd" fer fækkandi. Þor-
valdur vekur athygli á því að ekki
kjósi allir að verða foreldrar ,,Líf án
barna er líka jafn virðingarvert og
líf með börnum. Sumir kjósa að
beina kröftum sínum í aðrar áttir
en til uppeldis," segir hann.
„Grundvallaratriðið er að sam-
kynhneigðir vilja hafa svipað fnelsi
og aðrir til að velja sér foreldr-
ahlutverkið og fá sama stuðning til
að gegna því og aðrir foreldrar"
Sex ára gamalt barn spunði eitt
sinn skólasystkini sitt af hverju for-
eldrar þess hefðu skilið: „Voru þau
kannski alftaf að rífast?" „Nei, þau
voru sko ekkert að rífast. Hann
pabbi minn elskar bara karlmenn
meira en konurj" svaraði bamið
með áherslu. Fjölskyldur samkyn-
hneigðra eru því enn ein fjölskyld-
ugerðin í margbreytileika samfé-
lagsins. Sumir pabbar elska karl-
menn meira en konur og sumar
mömmur elska konur meira en
karlmenn. Nauðsynlegt er að
börn fái að bera höfuðið hátt og
vera stolt af sínum fjölskyldum -
hversu ólíkar sem þær kunna að
vera. ■
Helstu heimildir:
The Lives ofLesbians, Gays and Bisexuals:
Children to Adults. Ritch C. Savin-Willi-
ams, Kenneth M. Cohen. Cornell
Universrty.
Children of Lesbian and Gay Parents,
Charlotte J. Patterson, University of
Virginia,
í CHILD DEVELOPMENT, 1992, 63:
1025-1042
Wilton, Tamsin. 1997. Good For You: A
Hondbook on Lesbian Health and Well-
being,
Casell: London and Washington
mamma Harpa og pabbi
að skilja þetta, hvernig hægt væri
að búa til barn án þess að sofa
saman. Maður þarf oft að gefa
fólki tíma til að átta sig á þessu
og hugsa málið.
Þrír foreldrar
Þau teggja mikla áherslu á að þau
séu ött þrjú foretdrar barnsins en
þeim finnst miður að Harpa eigi
engan kost á því að skrá sig sem
foreldri eða ábyrgðaraðiti.
Harpa: Kerfið býður ekki upp
á fleiri foreldra. Eysteinn verður
alltaf faðir stráksins og mun
aldrei afsala sér sínum réttindum.
Við myndum heldur aldrei ætlast
til þess. En ef eitthvað kæmi fyrir
hann og Regínu ættu foreldrar
þeirra meiri rétt gagnvart barn-
inu en ég. Þó tala fjölskyldur
okkar allra einnig um mig sem
móður drengsins.
Regína: Við höfum ekki gert
formlegan samning okkar á milli
um umgengni við barnið. Sam-
skiptin hafa gengið algjörlega
vandræðalaust fyrir sig hingað til.
Það hafa aldrei komið upp
ágreiningsmál varðandi uppeldið.
Það er örugglega ekki síst vegna
þess að við erum svo góðir vinir
og ákveðin í að láta þetta ganga.
Eysteinn: Auðvitað getur alltaf
eitthvað ófyrirsjáanlegt komið
upp á.Við gerðum eina varúðar-
ráðstöfun um að ég myndi alltaf
borga meðlag. Hans hagur er því
tryggður ef ástandið skyldi
versna. En við vonum auðvitað
að þetta gangi.
Harpa: Okkur finnst líka sjálf-
sagt mál að við myndum til
dæmis aldrei flytjast til útlanda
nema taka bara Eystein með
okkur þangað. Annars værum
við að ganga á rétt barnsins.
Ymislegt spaugilegt hefur komið
upp á, t.d. byrjaði hjúkrunarkon-
an frá mæðraskoðuninni á að
senda mig fram í eldhús. Hún
hélt að við værum einhverjar
vinkonur sem byggjum saman.
Fólk virðist ekki átta strax sig á
þessum fjölskylduaðstæðum.
Ekki skyndiákvörðun
Ákvörðun þeirra um að eignast
barn saman var ekki tekin í fjót-
færni. Þau undirbjuggu sig með
lestri bóka og af Netinu um
reynslu annarra. Nokkur ár liðu frá
því að þau ákváðu að eignast
saman barn þar til sonur þeirra
fæddist. Harpa á annan son á tví-
tugsaldri.
Harpa: Ég hef líka verið ein-
stæð móðir og alið upp dreng
sem hafði engin samskipti við
föður sinn. Ég get ekki lýst basl-
inu á þeim tíma. Þetta er allt
annað. Nú eru fleiri foreldrar og
fleiri afar og ömmur Það er
hægt að gefa barninu meiri tíma
og deila ábyrgðinni. Fyrir utan
hvað þetta er miklu skemmti-
legra.
Þau telja að reynsla þeirra og
annarra í sömu stöðu hafi leitt til
opnari umræðu um barneignir
meðal samkynhneigðra. Umræða í
fjölmiðlum um þau mál fer hins
vegar oft í taugarnar á þeim.
Eysteinn: Mér finnst eins og
verið sé að spyrja fólk hvort það
sé í lagi þeirra vegna að samkyn-
hneigðir ættleiði eða eigi börn.
Enginn er að spyrja um leyfi.Við
eigum og höfum alltaf átt börn.
Regína: Hjá okkur er jafnvel
inni i' myndinni að endurtaka
leikinn. Eiginlega stendur helst á
mér; þar sem ég er enn í námi. En
það væri mjög gott ef hann eign-
aðist fleiri systkini. ■
21