19. júní - 19.06.2000, Side 22
Skotveiðileyfi á samkynhneigða
Elísabet Þorgeirsdóttir, Baldur
Þórhallsson og Svanfríöur
Lárusdóttir eru samkynhneigð
og eiga börn á aldrinum 5 til
22 ára. Þegar börnin hófu
skólagöngu töldu þau nauð-
synlegt að segja kennurum
barnanna frá fjölskylduað-
stæðum þeirra en af ólíkum
ástæðum.
Elísabet: Strákurinn minn byrjaði
í skóla árið 1984. Þá var ekki svo
mikil þekking á samkynhneigð í
samfélaginu. Þess vegna var
ákveðið öryggisatriði fyrir mig að
segja kennurum hans að hann
byggi í fjölskyldu þar sem væru
tvær konur; þ.e. lesbíur Eg vildi að
þær vissu það ef honum yrði
strítt og gætu þá brugðist rétt
við. En það gerðist reyndar ekki.
8aldur og Svanfríður höfðu minni
áhyggjur af stríðni eða einelti. Þau
vildu tryggja að fjölskylduhagir
barna þeirra nytu jafnmikillar virð-
ingar og annarra.
Baldur: Það ætti auðvitað að
vera inni í skólakerfinu að talað
sé um allar gerðir fjölskyldna, ein-
stæðar mæður, innflytjendur,
samkynhneigða, blökkumenn eða
hvað annað. Það verður að búa
þannig að börnum að þau séu
ekki hrædd við að tala um fjöl-
skyldur sínar Orðið hommi er
t.d. oft notað í neikvæðri merk-
ingu. Mér finnst að uppalendum í
skólum beri að grípa inn í og
útskýra af hverju megi ekki tala
svona.
Fræðsla gegn fordómum
Baldri, Elísabetu og Svanfríði finnst
tímabært að auka almenna
fræðslu um samkynhneigð í skól-
um. Fræðslan þurfi að hefjast mun
fyrr og vera ekki eingöngu hluti af
kynlífsfræðslu. Þau segjast ekki
þekkja dæmi þess að börnum
þeirra hafi verið strítt vegna fjöl-
skylduaðstæðna sinna.
Baldur: Þegar strákurinn okkar
var að byrja í skóla reif einhver af
honum húfuna og kallaði í gríni:
,,Þú mátt ekki fá hana, þú ert
hommi, þú ert hommi!" Hann
sagði bara: ,,Nei, ég er ekki
hommi, en pabbi minn er það!"
Hinn varð svo hissa að hann bara
rétti honum aftur húfuna. Þetta
er ekkert flóknara en þetta.
Svanfríður: Börnin á mfnu
heimili, sem eru á skólaaldri, hafa
sagt mér að þau tali ekki um
þetta að fyrra bragði. Þau segja
hins vegar „já" ef einhver spyr
hvort mamma þeirra sé lesbía.
Yfirleitt er sú umræða ekki
lengri.
Elísabet: Ég held þetta skipti
börnin ekki öllu máli. Fyrir þau
skiptir mestu að fá grundvallar-
öryggi, þá líður þeim vel.
Baldur: Maður er mest
hræddur við hina fullorðnu, ekki
börnin. I sjónvarpinu er t.d. ofsa-
trúarfólk að ráðast á börnin
okkar Það tekur engum rökum.
Það veifar svokölluðum rann-
sóknum frá bandarískum öfga-
hópum sem segja allar rannsókn-
ir óþarfar því allir viti að samkyn-
hneigðir séu bæðí óalandi og
óferjandi.
Elísabet: Mér finnst skelfilegt
að hópar ráðist fram með undir-
skriftasöfnun gegn því að börn
geti verið ættleitt af uppeldisfor-
eldri - í skjólí þess að verið sé að
hugsa um velferð barnanna. Þetta
er mesta ógnin og í raun mikil
þversögn. Þvi' meira sem þeir
brjóta samkynhneigða niður
þeim mun verr hlýtur börnum
þeirra að líða. Þeir vinna því í
raun algerlega gegn velferð
barna.
Fjölmiðlar skammist sín
Þau segja að fordómar sem þessir
geti valdið streitu og álagi meðal
samkynhneigðra. Því telja þau best
að koma hreint fram og gera börn-
um sínum sem fyrst grein fyrir
samkynhneigð foreldra sinna. Sú
umræða geti auðveldað þeim að
bregðast við hugsanlegri áreitni.
Fjölmiðlar eru harðlega gagnrýndir
fyrir ábyrgðarlausa umfjöllun um
samkynhneigða.
Baldur: Mér finnst að fjölmiðl-
ar ættu hreinlega að skammast
sín. Þeir hljóta að bera ábyrgð á
því hvað sagt er á þeirra vett-
vangi. Það hefur verið gefið skot-
veiðileyfi á samkynhneigða. Fólki
yrði aldrei leyft að tala svona um
t.d. konun innflytjendur eða fatl-
aða. Þeir hafa leitað eftir hana-
slag en ekki upplýsingum eða
fræðslu.
Öll líta þau framtíðina björtum
augum og segja viðhorf til samkyn-
hneigðra hafa breyst mikið til
batnaðar síðustu 20 til 30 árin.
Baldur: Ég held að þessi börn
hafi það gott í dag og muni hafa
það enn betra í framtíðinni. Evr-
ópskar og bandarískar kannanir
sýna að fólk er sífellt að verða
frjálslyndara. Æ smærri hópar
viðhafa þessi rótgrónu, íhalds-
sömu gildi eða vilja trúa á Bíbl-
íuna sem lögbók.
Elísabet: Við þurfum bara að
vinna gegn fordómum. Þá líður
foreldrunum betur og þar af
leiðandi börnunum. Við skulum
einnig vona að í framtíðinni verði
samkynhneigðum leyft að frum-
ættleiða börn og að lesbíur geti
fengið tæknifrjóvgun eins og
aðrar konur ■
Ingibjörg Ólafsdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir, Baldur Þórhallsson og Svanfríður Lárusdóttir með son sinn Jón Bjarna
Óskarsson, 5 ára, í bókasafni Samtakanna '78.
22