19. júní - 19.06.2000, Page 37
Freyjumenið verður
Grettisbelti kvenna
Fullkomnu jafnrétti kynjanna
við iðkun þjóðaríþróttarinnar
íslenskrar glímu verður náð
segir Anna G. Ólafsdóttir,
með stórmóti Glímusambands
(slands fyrir konur í íþrótta-
húsi Kennaraháskóla Islands
sunnudaginn 18. júní kl.16.
Konum verður á mótinu í
fyrsta sinn gefinn kostur á því
að keppa um jafn veglegan
verðlaunagrip og hið fræga
Grettisbelti. Karlar hafa keppt
um Grettisbeltið allt frá árinu
1906. Verðlaunagrip
kvennanna hefur verið gefið
nafnið Freyjumenið.
Jón M. Ivarsson, formaður
Glímusambands Islands, segir að
glíman sé algjörlega séríslensk
íþrótt. „Híngað komu landnáms-
menn frá Noregi og Bretlandi
með fangbrögð frá báðum lönd-
um. Smám saman varð til sér-
stök íslensk glíma og á sér vænt-
anlega um 1000 ára sögu hér á
landi. Lengst af tíðkaðist ekki að
klæðast sérstökum búningum
við glímuna. Islenski glímubúning-
urinn með tilheyrandi belti kom
ekki til sögunnar fyrr en um síð-
ustu aldamót."
Ekki leið á löngu þar til farið
var að efna til elsta iþ>róttamóts á
íslandi. „Islandsglíman var haldin í
fyrsta sinn árið 1906. Glímt var
um titilinn Glímukóngur Islands
og hið veglega Grettisbelti. Sigur-
vegarinn varðveitir beltið fram
að næstu Islandsglímu. Aftur á
móti hefur nafn sigurvegarans í
hvert sinn verið grafið á lítinn
silfurskjöld og hann hengdur í
beltið. Aðeins 30 skildir komast
fyrir á beltinu og því hefur þurft
að taka einn til hliðar og setja í
geymslu á hverju ári,“ segir Jón
og upplýsir að alls hafi 30 karlar
borið titilinn Glfmukóngur
Islands frá upphafi. Nokkrir hafa
borið titilinn í mörg ár og metið
er 15 ár
Eldri kynslóðin hristir höfuð-
ið
Jón viðurkennir að lengst af hafi
því verið haldið fram að glíma
væri allra íþróttagreina karl-
mannlegust. „Glíma var tengd
við karlmennsku og drengskap,"
segir hann og minnir á breyttan
tíðaranda. „Lengi vel stunduðu
konur varla nokkrar i'þróttir. Ég
get nefnt að fyrsta frjálsfþrótta-
greinin var boðhlaup uppúr
1940. Ymis konar aðrar hlaup-
agreinar komu í kjölfarið. Frjálsar
íþróttir urðu vinsælar og áfram
væri hægt að telja nánast enda-
laust eins og allir vita."
Glíman var einna lengst vígi
karla hér á landi. Ekki var farið að
huga að því að fá konur inn í
íþróttina fyrr en fyrir um 13
árum. Stjórn Glímusambands
íslands lagði fram tillögu um að
gert yrði ráð fyrir að konur æfðu
og kepptu í glímu og þó aðeins á
mótum innan héraða fyrstu tvö
árin. „Konur voru fljótar að til-
einka sér glímubrögðin og
kepptu fyrst á landsmótum árið
1990. Núna er ekki óalgengt að
konur séu um helmingur og jafn-
vel upp í ríflega helmingur kepp-
enda á landsmótum. Eldri kyn-
slóðin hristir enn höfuðið. Ég og
fleiri í stjórninni erum stoltir af
því að hafa stuðlað að því að
með konunum komi helmingi
fleiri að viðgangi þjóðararfsins í
gegnum glímuna."
Fullkomnu jafnrétti var hins
vegar ekki náð. „Enn hallaði á
konur því Islandsglíman er aðeins
fyrir karla. Stjórn Glímusam-
bandsins hefur því ákveðið að
efna til sérstaks stórmóts fyrir
konur um titilinn Glímudrottning
Islands og verðlaunagripinn
Freyjumenið. Eðlilega tók
nokkurn tíma að koma upp
nægilega stórum hópi góðra
glímukvenna til að bera uppi
stórmót af þessu tagi. Nú er sá
hópur vaxinn úr grasi og því ekk-
ert því til fyrirstöðu að láta til
skarar skríða. Engu að síður var
til öryggis ákveðið að kanna
áhugann hjá konum I5 ára og
eldri áður en farið var út í fram-
kvæmdir Undirtektir voru væg-
ast sagt góðar og gaman að segja
frá því að ein af glímukonunum
taldi að hún myndi verða komin
í nægilega góða æfingu til að
keppa á mótinu þremur mánuð-
um eftir barnsburð."
MOÍIa>(C>í>v;
Jón M Ivarsson, formaður Glímu-
sambands Islands.
Gripum dagsetninguna á
lofti
Stjóm Glímusambandsins vildi
tengja mótið við I9. júní. „Við
gripum dagsetninguna á lofti
enda um þónokkurt skref í jafn-
réttisátt að ræða. Af því að dag-
inn ber upp á mánudag íár verð-
ur mótið hins vegar haldið degi
fyrr eða sunnudaginn I8. júní.
Allir eru velkomnir og verður
mótið haldið í Iþróttahúsi Kenn-
araháskóla íslands. Keppendur
verða væntanlega um I0 og er
búist við nokkuð harðri keppni.
Konurnar eru orðnar hreint
ágætar í glímunni enda sumar
hverjar með allt að tíu ára æfingu
að baki. Flestir keppendur eru frá
HSK, HSÞ, Glímufélagi Dala-
manna og Víkverja (í Reykjavi1<)
og verður gaman að fylgjast með
því hvaða kona stendur uppi
sem Glímudrottning íslands og
skartar Freyjumeninu i' fyrsta
sinn." ■