19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 44

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 44
Hulda Dóra. langt í land að við stöndum jafn- fætis grönnum okkar á Norður- löndum sem eiga rétt á allt að tveggja ára fæðingarorlofi á miklu betri kjörum en hér. En það er ekki síður mikilvægt að gera hverri fjölskyldu kleift að vinna sem best úr sínum aðstæðum þegar barn fæðist - að sjálfsögðu í samráði við atvinnurekendur. Það hefur verið þannig hér á landi að foreldri hefur ekki getað tekið fæðingar- orlof í köflum og það hefur ekki getað tekið t.d. orlof hálfan dag- inn og unnið hálfan daginn ef það hentar. Krafan hefur verið sú að foreldri velji á milli atvinnu- þátttöku og þess að vera hjá barni sínu og þessi krafa hefur komið konum mjög illa. Sveigjan- leikinn er ekki síður mikilvægur en lengd orlofsins og ég get ekki séð betur en að það henti öllum að hafa einhverja sveigju í þessu. Jóhanna: Við verðum að vara okkur á því að tala ekki aðeins um þekkingarfyrirtækin. Fyrirtæki eins og FBA væru ekki til ef önnur fyrirtæki væru ekki í grunnframleiðslu. FHverjir eru þar á böndunum? Sá hópur verður alltaf til og má ekki fyrir nokkurn mun falla algjörlega í skuggann af hámenntuðu konunum. Bryndís: Eg er að vissu leyti sammála þér, Jóhanna, og vissu- lega eru framleiðslufyrirtæki líka þekkingarfyrirtæki, enda er þekk- ing ekki endilega byggð á mennt- un. Hún getur líka verið byggð á starfsreynslu. Aftur á móti megum við ekki gleyma því að þróunin á vinnumarkaði er sú að í sérþekkingunni felast tækifærin og menntun er þar stór þáttun Hulda Dóra: Eg var í hópnum um kynjahlutverk karla og kvenna á ráðstefnunni um konur og lýðræði í haust. Umræðurnar snerust því um bæði kynin og alls ekki bara konur: Eins og þú varst að tala um, Bryndís, held ég að fæðingarorlof karla skipti alveg hreint rosalegu máli. Eftir að karlar eru farnir að fá að vera heima með börnunum sínum á eigin forsendum alveg frá byrjun fara hlutirnir að breytast sjálf- krafa. Pabbarnir fara að kjósa að bera jafna ábyrgð til móts við mæðurnar á uppeldi barnanna. Jóhanna: Já - alveg rétt. Konur voru gerendur og börðust fyrir því að ná fram ákveðnum laga- ramma í okkar heimshluta á 20. öldinni. Nú held ég að karlarnir þurfi að koma meira inn í umræðuna og ýta undir almenna hugarfarsbreytingu. Bryndís: Eg sé þróunina svolft- ið fyrir mér í öldum og er bara nokkuð bjartsýn ef litið er heila öld aftur og fram í tímann. Jóhanna: Já - veltið því fyrir ykkur að konur voru að berjast við kreddur á borð við staðhæf- ingar fræðimanna um að konur yrðu óbyrjur af því að afla sér menntunar því allt blóðið færi upp í heilann. Að konur á blæð- ingum skyldu ekki ganga framhjá ökrum þvf að tíðablóðið væri eitrað og ylli því að blómin föln- uðu. Konur höfðu hugrekki til að brjóta niður úreltar hugmyndir og mynda ákveðinn lagaramma um sjálfsögð réttindi sín. Okkar hlutverk verður að láta reyna á lagarammann að fullu, svo rétt- indin verði ekki áfram að hluta til dauður bókstafur. Karlmenn þurfa líka að koma þarna inn. Sigríður: Eg er sammála. A hinn bóginn hefur mér fundist dálítið eins og konur hafi verið að taka orðið af körlum. Aðeins örfáir karlar hafa tjáð sig um almenn hagsmunamál karla í jafnréttisbaráttunni, eins og t.d. fæðingarorlof og fleira. Jóhanna: Kvennabaráttan er að ég held að ganga í gegnum svipað ferli og önnur réttinda- barátta, t.d. í tengslum við kyn- þáttamismunun. Fyrst þarf hóp- urinn að aðskilja sig frá hinum til að afla sér nægilegs innri styrks til að byggja brýr og vinna á jafn- réttisgrundvelli. Nú er rétti tím- inn til að byggja brýr yfir til karla. Nú langar mig til að biðja þig, Brynhildur, um að rýna í kúluna og spó fyrir um ástandið eftir eina öld? Brynhildur: Úps, þú biður ekki um lítið. Ég er nánast of heila- þvegin af hugmyndum úr Star Brynhildur. Trek og Star Wars til að spá nokkru fyrir um framtíðina. Ég held þó að við vitum alveg að hverju við viljum stefna í framtíð- inni. Spurningin er aðeins hverjir séu að vinna að því að ná settu marki. Kvennabaráttan heldur vonandi áfram að stuðla að því konur verði sterkari rödd f sam- félaginu. Ef tekið er mið af því að aðeins ein kona er í forsvari fyrir 50 stærstu íslensku fyrirtækin er auðvitað talsvert verk að vinna. Hvað karla varðar hef ég orðið fýrir vonbrigðum. Karlar þurfa að vakna til vitundar um hvernig heimurinn muni batna við fullt jafnrétti karla kvenna. Ég er ekki tilbúin að byggja brú yfir til karla fyrr en karlarnir hafa sjálfir hafið baráttu fyrir sínum réttindum. Karlar eiga langt í land og fara vonandi á flug á nýrri öld. En ég er bjartsýn á framtíð jafn- réttisbaráttunnar á Vesturlönd- um i 21. öldinni. Ég vona aðeins að aðstæður í öðrum heimshlut- um fari batnandi líka. Bryndís: Karlarnir eru að byrja að koma inn í umræðuna.t.d. um fæðingarorlof. Sá hópur er öflug- ur og fer vaxandi. Ef til vill finna karlarnir fýrir sömu fordómun- um og þú finnur fyrir sem ungur feministi. Baráttan er að hefjast og um leið og karlarnir fara að sjá sína hlið á málinu fara þeir að sjá kvennabaráttuna í nýju Ijósi. Brynhildur: Þeir hafa auðvitað sína James Bond ímynd við að berjast eins og við berjumst við Barbie ímyndina. Jóhanna: Ég held að störf kvenna verði sýnilegri og frekar reiknuð inn í hagkerfið. Hulda Dóra: Með breyting- unni yfir í þekkingarþjóðfélag held ég að verði önnur athyglis- verð breyting, þ.e. að gerð verði meiri krafa til hefðbundinna kvennastarfa eins og í leikskólum og skólum. Þrýstingur á að virki- lega vel menntað og vel launað fólk sjái um börnin okkar á eftir að aukast til muna. Jóhanna: Við verðum að gæta að því að launin lækki ekki þegar konur fara að koma meira inn í ýmsar nýjar stéttir eins og t.d. í tölvugeiranum. Hulda Dóra: Að laun ýmissa stétta á borð við kennara hafa lækkað skýrist ekki eingöngu af því að konur urðu fjölmennari í stéttunum. Hluti af skýringunni er að áður fyrr var æðri mennt- un ákaflega sérstök. Nú er menntun útbreiddari og því ekki nærri því eins sérstök. Aftur á móti held ég að áherslan á menntun sé alltaf að aukast og þar með hljóta launin að hækka, t.d. á leikskólunum. Annars sækir ekki eftirsóknarvert fólk inn í þessar stéttir. Sigríður: já, trúlega er ekki ástæða til að vera með svartsýni varðandi jafnréttismál ef litið er 100 til 150 ár aftur í tímann. Eins og fram hefur komið á hugarfar- ið auðvitað talsvert langt í land. Aftur á móti hafa orðið gífurleg- ar breytingar og ekkert virðist benda til að sú þróun haldi ekki áfram. ■ 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.