19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 49

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 49
Mat Finna á síðustu samförum sínum Aldur þeirra sem tóku þátt í könnuninni var 18 til 54 ára Arið 1971 Anægjulegar KARLAR 91,8% KONUR 78,0% Mjög ánægjulegar Samanlögð ánægja 66,3% 49,6% Arið 1992 91,5% 89,5% 67,0% 62,0% Heimild: Sexual Pleasures Enhancement ofSex Life in Finland, 1971-1992 breyttum lögum um fæðingar- orlof fara karlar að öðlast fullan þegnrétt í umönnunar- og upp- eldishlutverkum eins og konur öðluðust þegnrétt í opinberri stefnumörkun þegar þær fengu atkvæðisrétt. Eg held að flestir séu því sam- mála að þær breytingar sem hér hafa orðið séu jákvæðar fyrir samfélagið í heild. Og við sjáum ýmis teikn á lofti um að þessar jákvæðu samfélagslegu breytingar hafi einnig í för með sér jákvæð- ar breytingar á mun persónulegri þáttum. Eitt er það t.d. að við höfum margar vísbendingar um að á Norðurlöndum, a.m.k. í Danmörku og á Islandi, hafi dreg- ið úr ofbeldi gegn konum sam- fara bættri samfélagslegri stöðu þeirra. Annars vegar hefur bætt samfélagsleg staða þeirra haft í för með sér að þær geta einfald- lega farið og séð sjálfar um sig og sína ef í Ijós kemur að sambýlis- maður er ofbeldishneigður. Hins vegar er bara öllum Ijóst að það er ekkert eðlilegt við yfirráð karla. Það hefur beinlínis í för með sér að færri körlum dettur í hug að beita konur ofbeldi, sem er jú fyrst og fremst stjórntæki. Það er þó mikilvægt að minn- ast þess að það er lítill minnihluti karla sem hefur beitt konur ofbeldi. I könnun nefndar dóms- málaráðherra árið I996 kom fram að 13,8% kvenna höfðu orðið fyrir ofbeldi af völdum núverandi eða fýrrverandi maka einhvern tíma á ævinni. Jafnframt sögðu 7,9% kvennanna að þær hefðu beitt núverandi eða fýrr- verandi maka sinn ofbeldi ein- hvern tíma á ævinni. Konur sækja í sig veðrið Það er alltaf þunglyndislegt að fjalla um ofbeldi, jafnvel þegar það ertil þess að segja frá því að úr því dragi.Jákvæðari hlið mann- lífsins (alla jafna) er kynlífið. Og við höfum skýrar vísbendingar um það víða frá Norðurlöndum að í æ ríkari mæli leyfi konur sér frumkvæði á þessu sviði og séu óhræddari við að segja frá því hvað þær vilji og hvað þær ekki vilji. Á nokkrum áratugum hefur þróunin þannig orðið frá gerólíkri reynslu og hugmyndum kynjanna varðandi kynlíf og til þess að vera sárasvipuð. Og það er alls ekki þannig að konur hafi einfaldlega tekið upp hegðun og hugmyndir karla eins og stundum sést hald- ið fram frá þeim sem ekki vilja trúa því að miði i rétta átt. Það hefur vissulega gerst, konum leyf- ist nú mun meira frumkvæði án þess að fá á sig einhvern hóru- stimpil. En hitt hefur líka gerst að körlum leyfist að sýna, það sem kannanir hafa svo sem oft leitt í Ijós, að þeir hafa lítið minni áhuga á tilfinningalegum tengslum en konur Þannig segir drjúgur fjórð- ungur Svía, karla sem kvenna, að megin einkenni góðs kynlífs séu hlýja og gagnkvæm ánægja. Bæði kynin eru frjálslyndari í kynferðis- málum nú en fyrir nokkrum ára- tugum. Þessar breytingar sjást vel hjá þeim þjóðum sem svo vel búa að rannsóknum að geta borið saman viðhorf og hegðun nú og fyrir 20 eða 30 árum. Svíar t.d. framkvæmdu umfangsmikla könnun hjá sér fyrir nokkrum árum og geta borið ýmislegt í niðurstöðunum saman við stöð- una árið 1967. Meðal annars kom í Ijós að bæði kynin byrja fyrr nú en þá en sérstaklega á það við um stúlkurnar Árið 1967 sögðust 44% kvennanna en 57% karlanna hafa haft lýrstu samfarir fyrir 17 ára afmælisdaginn. Árið 1996 voru það 75% kvennanna sem höfðu þessa reynslu og 68% karlanna. Svipaðar breytingar má sjá varðandi sjálfsfróun. I yngsta svar- endahópnum (18-24 ára) munar aðeins 1,5 ári milli kynjana á því hvenær fýrsta sjálfsfróun átti sér stað. I aldurshópnum 50-65 ára munar hins vegar 7,9 árum. Og trúlega er óþarfi að taka það fram að karlarnir byrja fýrr Á ýmsum öðrum sviðum er þó enn verulegur munur á kynj- unum. Karlar eru mun neikvæð- ari gagnvart hommum en konur og fleiri konur en karlar segjast geta hugsað sér kynferðisleg samskipti við manneskju af sama kyni. Karlar hafa á hinn bóginn skýra forystu varðandi klámnotk- un og keypt kynlíf. Þó hafa konur aukið klámnotkun sína heldur Bæði kynin hafa dregið úr notkun lesefnis á þessu sviði en horfa meira á spólur Finnar hafa líka gert kannanir hjá sér og geta borið ýmislegt saman. Og þaðan koma þau góðu tíðindi að Finnar eru mun ánægðari með samfarir sínar nú en 1971 eins og sjá má á töflunni hértil hliðar Skemmtilegra þegar jafningjar tefla Eins og sjá má hefur ánægja finnskra kvenna með kynlíf sitt aukist verulega á þessum tíma. Auðvelt er að færa að því rök að verulega stór þáttur í þessari breytingu sé breytt staða kynj- anna og bætt staða kvenna. Það er einfaldlega skemmtilegra þegar jafningjar tefla. En það er líka rétt að vekja athygli á því að þetta hefur ekkert dregið úr ánægju karlanna, hún hefur raun- ar heldur aukist. Og styður það enn þá almennu skoðun höfund- ar að það sé einfaldlega rangt sem stundum er haldið fram að framsókn kvenna sé á einhvern hátt á kostnað lífsgæða karla. Kynin hafa því bæði hag af auknu jafnrétti. ■ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.