19. júní


19. júní - 19.06.2000, Side 53

19. júní - 19.06.2000, Side 53
hvort þær voru að tala um jákvæða eða neikvæða hluti, hvort þær voru fegurðardísir eða fátækar og tannlausar; þeim fannst eðlilegt að tjá sig í sjón- varpi. Hér á landi, aftur á móti, óttast margir smæðina og nálægðina. Það gæti verið að ein- hver vissi meira um málið eða kæmi betur fyrir. Mörgum konum finnst vissara að gefa boltann frá sér og það er segin saga að karlmaður grípur hann á lofti og nýtir sér tækifærið. Fleira kemur til. Fréttir endur- spegla valdakerfi samfélagsins og einnig má nefna að fjölmiðlafólk vill gjarnan gera sig gildandi með því að ræða við þá sem valdið hafa, breiðu bökin og þekktu ráðamennina. Fjölmiðlamenn eru líka í tímaþröng og tala oft við þá sem auðveldlega gefa kost á sér og sem koma fyrstir upp í hugann. Þetta eru allt skiljanlegar ástæður en þær bara duga ekki lengur Hvað er til ráða? Varla getur nokkur maður viður- kennt það að íslenskt sjónvarp sýni eðlilega mynd af lífinu meðan konur tala 15% tímans en karlar 85% tímans. Konur verða að gefa oftar kost á sér, bjóða sig fram. Margir karlar gefa kost á sér að fyrra bragði og hafa frumkvæðið að því að benda á áhugaverð mál. Þarna geta konur lært af körlum. Konur þurfa líka að efla sjálfstraustið svo þær treysti sér í viðtal með stuttum fýrirvara. Og þær þurfa að venja sig á að segja „já“ ef til þeirra er leitað í stað þess að segja: „Er ekki betra að tala um þetta við Jón, hann er svo vanur að tala við fjölmiðla". Ahorfendur þurfa að kvarta. Konur þurfa að láta í sér heyra um þetta mál og yfirmenn sjónvarpsstöðvanna þurfa að veita starfsmönnum sínum aðhald í þessu efni. Fjölmiðlar hljóta að vilja hafa orð á sér fyrir að vera nútímalegir og hlutlaus- ir: 30/70% reglan ætti að heyra sögunni til. ■ Konur, kristni og bókaútgáfa Kristnitökuhátíð er á næsta leiti og það virðist hafa haft þau áhrif að mikil gróska hefur hlaupið í bókaútgáfu tengda krist- inni trú. Síðasta haust komu út sögur og tilvitnanir úr Biblíunni, predikanir, hugleið- ingar presta, speki frá fyrstu árum kirkj- unnar, fræðilegar bækur og einnig tvær bækur sérstakiega ætlaðar konum. Ásdís Sigmundsdóttir skoðaði þessar bækur og velti fyrir sér mikilvægi þeirra. Kvennakirkjan hefur verið áberandi í samfélag- inu vegna þeirrar kvennaguðfræði sem þar er lögð til grundvallar Síðasta haust gaf Kvenna- kirkjan út bókina Vinkonur og vinir Jesú - valdir Biblíutextar á máli beggja kynja sem í eru, eins og nafnið gefur til kynna, valdir kaflar úr Biblíunni sem búið er að umskrifa þannig að orðin vísi til beggja kynja. Einnig eru í bókinni nokkrar endursagnir af sögum úr Biblíunni sem eru heimfærðar upp á reynsluheim kvenna í nútímanum. I formála bókarinnar skýra aðstandendur hennar hverjar þær forsendur eru sem þær unnu eftir og rökstyðja þá hug- myndafræði sem liggur henni að baki. Kemur á óvart hve lítið breytingin truflar „Málfar mótar" er i' raun kjarni hugmynda Kvennakirkjunnar Þær telja að vegna þess að Biblían og aðrir kristnir trúartextar tala ætíð til hinna trúuðu í karlkyni þá útiloki það konur og geri að verkum að þeim finnist fyrirheit orða Guðs ekki hljóma til þeirra. Þær rökstyðja breytingar sínar á hinum viðurkennda texta með því að í þeim hópi sem fylgdi Jesú og hlustaði á orð hans hafi líka verið konun þó svo að sagnaritarar Biblíunnar hafi ekki séð ástæðu til að nefna þær. Það verður að segjast að það kom mér á óvart hve breytingin truflaði mig lítið. Það er talað um Guð en ekki Föðurinn, vinkonur og vini Jesú í stað lærisveinanna en að mestu leyti eru breytingarnar þær að karlkyni er breytt í hvorugkyn þannig að: „Sæl eru fátæk í anda, því að þeirra er himnaríki“ kemur í stað „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnari1<i". Hvort þessi breyting leiðir til þess að orðið nái beturtil kvenna er erfitt að dæma um en þetta er þarft framtak þó ekki væri til annars en að benda fólki á það hvernig texti getur mótað og viðhaldið viðhorfum og for- dómum. Fá lesandann til að hugsa um Biblíuna og kristna trú á breyttum forsendum Hin bókin sem fjallað er um er bók Solveigar Láru Guðmundsdóttur Augliti til auglitis - Ihug- anlr handa konum. En henni er ætlað að aðstoða konur við að takast á við vandamál sín og lífið almennt með hjálp trúarinnar. Bókinni er skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti er inngangur og almenn umfjöllun um íhugun og þá sérstaklega kristna íhugun. Þar er fjallað um sögu íhugunar; hver tilgangur hennar er og almennt um aðferðin I öðrum og stærsta hlutanum eru íhuganir hannaðar fyrir sérstök vandamál, s.s. iltugun konu sem gengur með barn og íhugun konu í sorg. Ihuganirnar eru byggðar þannig upp að fyrst er tilvitnun í Biblíuna, svo kafli þar sem farið er í gegnum þær tilfinningar sem verið er að vinna með og þær hugsaðar út frá tilvitnuninni og kristinni trú almennt. I lokin er tilvitnun í Passíusálmana. I þriðja kafla bókarinn- ar eru teknar fyrir persónur og atburðir úr Bibl- íunni og reynt að sjá atburðina frá persónuleg- um sjónarhóli þeirra einstaklinga, oftast kvenna, sem upplifa þá og þá sérstaklega þær tilfinning- ar sem persónurnar eru að upplifa. Þessi bók er allt annars eðlis en Vinkonur og vinir Jesú þó svo að hún sé einnig byggð á kristnum viðhorfum og ætluð konum. Henni er ekki ætlað að koma á framfæri pólitískum boð- skap en hún byggist samt á þeirri grundvallar- forsendu að þarfir karla og kvenna séu ólíkar. Bókin tekur á þeim vandamálum sem konur þurfa að glíma við sérstaklega en hún fjallar lika um vandamál sem allar manneskjur þurfa að takast á við, bæði konur og karlar Helsti kostur bókanna beggja og það sem gerir þær áhugaverðar er að þær fá lesandann til að hugsa um Biblíuna og kristna trú á breytt- um forsendum. Vera ekki óvirkur viðtakandi heldur lesa þessa texta með öðru hugarfari og velta fyrir sér hvað í þeim býr og vil ég benda sérstaklega á þriðja hluta bókar Solveigar Láru í þessu samhengi. ■ 53

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.