19. júní


19. júní - 19.06.2000, Page 59

19. júní - 19.06.2000, Page 59
Stelpur eru ávallt góðar... Þar sem álitið er að drengir horfi ekki á barnaefni sem ætlað er stúlkum er tiltölulega stutt síðan að farið var að framleiða sjón- varpsefni fyrir stúlkur þar sem markaðurinn var ekki álitinn nægilega stór fyrir slíkt myndefni! Þó mátti sjá í Disney - ævintýra- myndunum margar frægar kven- persónur eins og Oskubusku, Mjallhvíti og Þyrnirós. Allar þess- ar kvenpersónur hafa þó þekkt „kvenleg" persónueinkenni þar sem þær eru allar góðar; saklaus- ar og óeigingjarnar Þær giftast svo prinsinum að lokum sem umbun fyrir góðmennskuna - andstætt vondu og eigingjörnu konunum sem reyndu að koma góðu stúlkunum fyrir kattarnef. Það sem hefur vantað í margt sjónvarpsefni fyrir stúlkur eru ákveðnar, hugrakkar og uppátektarsamar stelpur sem sýndar eru í hetjuhlutverki. Nokkur dæmi eru um að slíkar kvenpersónur séu kynntar til sögunnar í ýmsum þáttum en þá hafa þær stundum lent íslysi eða þær hverfa af sjónarsviðinu. Þá sjaldan að stúlkur eru sterkar og ákveðnar í barnaefni þá fá þær einnig margbreytilegra hlutverk en aðrar kvenpersónur. Þær verða hinsvegar að gæta sín á því að vera ekki of uppteknar af sjálfum sér því að sjálfselskar konur fá iðulega makleg mála- gjöld í lokin. I sjónvarpsefni sem ætlað er stúlkum er því góðmennska, hugulsemi og samkennd meðal þeirra kosta sem prýða fallegan og pastellitaðan heim stúlkna. Lifaö í bleikri blómaveröld Það var ekki fyrr en í upphafi níunda áratugarins með tilkomu myndbandstækjanna að farið var að framleiða barnaefni handa stúlkum i'verulegu magni. Þarmá sjá sjónvarpsþætti eins og My Little Pony og Core Bears. Sjón- varpsþættirnir My Little Pony voru vinsælir meðal stúlkna á aldrinum tveggja til átta ára á nfunda áratugnum. Sjónvarpsþætt- irnir og leikföngin voru sett á mark- að eftir markaðs- könnun hjá leik- fangafyrirtæki. Það kom fyrir- tækinu verulega á óvart hvað mikið seldist af brúnum plasthestum án þess að þeir væru auglýstir sérstaklega. Því var ákveðið að búa til nýtt leikfang og sjón- varpsefni þarsem hest- arnir urðu pastellitaðir en voru allir mismunandi í útliti. Smáhestarnir eru allir með ýkt fax og tagl í Ijósum „stelpulegum" litum. Augun á smá- hestunum eru blá og í kringum þau er bæði augn- skuggi, augnblýantur og áberandi stór augnhár til að leggja áherslu á kvenlegt útlit hestanna. Smá- ► Leikfangaauglýsingar I leikfangaauglýsingum ætluðum foreldrum er gert ráð fyrir því að ákveðnar hvatir séu að baki því að tiltekin leikföng eru keypt fyrir börnin en önnur ekki. Lesendur auglýsinganna - sérstaklega mæður - eiga að hafa væntingar til barna sinna og reyna að þroska og örva bömin með því að gefa þeim rétt leikföng. Væntingarnar eru meðal annars þær að börnun- um li'ði vel, að þeim vegni vel í lífinu, að börnin standi sig vel í skóla og að þau hafi frumkvæði. Þessar væntingar til barna birt- ast svo f mismunandi leikföng- um sem gera börnin ánægð, eiga að þroska þau og þjálfa og auka frumkvæði þeirra. Enn- fremur er oft reynt að mark- aðssetja leikföng þannig að þau hafi margþætt hlutverk fyrir börn. Þá er algengast að leik- föng hafi skemmtanagildi auk þess sem þau þjálfi börnin og þroski. Þannig reyna leikfanga- framleiðendur að koma þvi' á framfæri að börnunum leiðist aldrei, heldur skemmti þau sér við að læra og þroskast. I markaðssetningu á leikföng- um eru ávallt brosandi og glöð börn sem verða yfir sig ánægð með leikföngin sem þau fá. Þannig eru krefjandi börn sem biðja um allt milli himins og jarðar aldrei sýnd í auglýsingum. Elsta bragðið sem notað er í auglýsingum ætluðum foreldr- um er að segja frá því hvað barnið verður ánægt ef það fær leikfangið. Þannig eru jólin hátíð barnanna og það sést best á þeirri gósentíð sem jólin eru hjá leikfangaframleiðendum og leikfangaverslunum. Leikfangaauglýsingar sýna iðulega afskaplega stereo- týpíska mynd af drengjum og stúlkum. Því hefur verið haldið fram að auglýsingar sem sýna leikföng fyrir stúlkur hafi breyst mun minna en auglýsingar sem sýna leikföng fyrir drengi. Enn er verið að auglýsa leikföng sem eru smækkaðar útgáfur af heimilistækjum. Þannig hafa litl- ar útgáfur af bollastellum, ofnum og eldavélahellum verið vinsælar í marga áratugi og eru enn. Einnig leikföng sem tengj- ast barnauppeldi, svo sem dúkkun dúkkuvagnar; pelar og snuð. Leikfangaframleiðendur eru því að tengja leik stúlkna við heim fullorðinna (kvenna) ólíkt leikföngum ætluðum drengjum sem eiga fátt skylt við raunveruleikann. Drengir eru oft ekki sýndir f auglýsingum fyrir leikföng sem ætluð eru þeim. Leikföng drengja eru hluti af ævintýraheimi sem drengir detta inn í þegar þeir fara að leika sér Þannig er ævintýra- heimurinn sjálfur yfirleitt aðeins sýndur og plastkarlar, flugvélar, bílar og önnur tæki hreyfa sig því sem næst af sjálfu sér í auglýsingunum. Ennfremur eru stúlkur oft sýndar til hliðar í auglýsingum. Ef auglýsingin sýnir mynd af systkinum má oft sjá dreng sem leikur sér og systur sem horfir aðdáunaraugum á bróður sinn og er ekki sjálf með í leiknum. Þá sýna auglýsingar oft að stúlk- ur vilja gjarnan hjálpa til, stúlkur eru nefnilega afskaplega hrifnar af heimilisstöifum íauglýsingum og vilja verða alveg eins og mamma. ■ 59

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.