19. júní - 19.06.2000, Síða 61
persónur standa hinsvegar augliti
til auglitis við vopn illmenna
reyna þær iðulega að fá illmenn-
in til að hætta við áætlanir sínar
með því að tala við þau. Einnig
má oft sjá að vopnin snúast gegn
þeim sjálfum í höndum þeirra.
Þannig er mjög sjaldan að kven-
persónur í sjónvarpsefni eins og
My Little Pony noti sjálfar vopn til
að berjast við hið illa. I lokin sýna
illmennin einnig iðulega iðrun og
að þau hafi haft rangt fyrir sér
Kvenlegar og karllegar
dyggðir
I sjónvarpsþáttum eins og My
Little Pony er aðeins reynt að
höfða til stúlkna og ekki gerð
nein tilraun til að höfða til stráka.
Leiða má rök að því að bæði
megi sjá kosti og galla þess að
farið var að markaðssetja sjón-
varpsefni fyrir stúlkur Búnir voru
til pastelheimar þar sem lögð var
áhersla á „kvenlegar dyggðir" svo
sem hjálpsemi, góðsemi og óeig-
ingirni. Tilfinningalegt innsæi er
lykillinn að því að hægt sé að
greiða úr þeim vandamálum sem
koma upp. Hinsvegar er kostur
sjónvarpsefnisins að kvenpersón-
ur eru í aðalhlutverki og stúlkum
er því ekki gert að samsama sig
hópi af strákum.
I sjónvarpsefni fyrir drengi eru
hugrekki, skynsemi og áræðni
kostir sem prýða hetjurnar Hins-
vegar er það athyglisvert að þrátt
fyrir mikla reynslu af því að bjarga
heiminum frá heimsyfirráðum ill-
menna falla hetjurnar iðulega
fyrir sakleysislegu útliti, sérstak-
lega kvenna. I sjónvarpsþáttunum
eru glæpakvendin oft sakleysisleg
og hjálparvana í útliti og koma
hetjurnar því konunum til bjargar
án þess að gera sér grein fyrir
hvers kyns er:
A meðan barnaefni sem er
ætlað stúlkum segir þeim sið-
ferðissögur af sambandi fólks er
boðskapur teiknimynda fyrir
stráka allt annars eðlis. Teikni-
myndirnar sýna að það borgar
sig ávallt að vera á verði, sérstak-
lega gagnvart öllu þvf sem er
kunnuglegt, sérstaklega þeim sem
sýnast saklausir og hjálparvana
...kvenpersónunum. ■
Vonda stelpan fær
uppreisn æru
Stöð 2 hefur um tveggja ára skeið sýnt banda-
ríska sjónvarpsþætti um unglingsstúlkuna Buffy
Summers, Buffý.The Vampire Slayer. Buffy er langt
frá því að vera venjuleg
unglingsstúlka enda býr
hún yfir yfirnáttúruleg-
um kröftum og getur
m.a. tekið hvaða karl-
mann sem er ígegn. Ekki
er heldur vanþörf á hjálp
að handan því að Buffy
hefur verið valin af sinni
kynslóð til að berjast við
blóðsugur og önnur yfir-
náttúruleg kvikindi.
Skapari Buffy heitir
Joss Whedon og hefur
frá unga aldri verið mik-
ill aðdáandi hryllings-
mynda. Uppáhaldsper-
sóna hans í hryllings-
myndum hefur alla tíð
verið Ijóshærða villta stelpan - andstæða sið-
prúðu aðalpersónunnar Aðalpersónan er alla
jafna hrein mey og hefur venjulega sigur á hinu
vonda að lokum.Vonda stelpan sefur venjulega
hjá og er að lokum drepin. Hún endar líf sitt í
myrku sundi og áhorfendanum er gefið í skyn
að örlög hennar hafi ráðist af því hversu
„vond" hún hafi verið. Buffy er þessi „vonda"
stelpa. Með Buffy vill Whedon gefa henni tæki-
færi til að berjast við hryllingshetjurnar og hafa
sigur Buffy gengur inn i' dimmt sund og á eftir
henni koma fimm eða sex blóðsugur. Hún er sú
eina sem kemurtil baka. Enda er hún ofurhetja.
Þrátt fyrir að þættirnir séu mjög amerískir þá
eru þeir ólíkir hinum unglingavandamálaþáttun-
um sem skella á sjónvarpsáhorfendum eins og
óstöðvandi flóðbylgja. Kærasti Buffy í fyrstu
þrem þáttaröðunum er blóðsugan Angel. Hann
er reyndar ekki alvöru blóðsuga því hann hefur
samvisku og drekkur því blóð úr blóðbanka en
ekki fólki. Angel er eldri en Buffy, hún er sautján
ára, hann rúmlega tvö hundruð og fjörutíu ára.
Fyrstu kynmök kærustuparsins hafa vægast sagt
hryllilegar afleiðingar í för með sér Angel missir
samviskuna og byrjar að drepa fólk sér til matar
Hann fer að ofsækja Buffy sem ennþá er skotin
í honum þrátt fyrir að hann sé orðin miskunn-
arlaus morðingi og drepi vinafólk hennar
Að lokum verður hún að velja á milli hans og
alls heimsins. Buffy ákveður að heimsendir sé
verri kostur en að þurfa að drepa Angel. Þegar
hún hefur fórnað kær-
astanum fyrir okkur
mannfólkið í lok annarr-
ar þáttaraðar er hún
orðin fullorðin. Þættirnir
breytast og í fjórðu
þáttaröðinni er Buffy
komin í háskóla. Þar sem
hún og Angel geta ekki
átt í líkamlegu sambandi
(hann lifnar auðvitað
við) flýr hann Sunny-
dale, þar sem þættirnir
eiga að gerast, og fer til
Los Angeles. Hann fær
þar sína eigin þætti sem
reyndar blandast við
Buffy - þættina á stund-
um, þau eru enn vinir
þrátt fyrir að vera hætt saman.
I fjórðu þáttaröðinni, sem nýlokið er við að
taka upp í Bandaríkjunum, er farið að halla
undan fæti hjá höfundinum Whedon og þar af
leiðandi aðalpersónunni Buffy. Þó vinsældir þátt-
anna minnki ekki er söguþráðurinn orðinn ansi
þunnur Jafnvel hörðustu aðdáendur verða að
viðurkenna að þættirnir um Angel hafa þróast í
sömu átt. Reyndar er spurning hvort haldið
verður áfram að framleiða þáttaröðina um
Angel næsta vetur Buffy verður væntanlega
áfram í framleiðslu einn vetur enn eða lengur.
Vonandi þurfum við íslensku aðdáendurnir
ekki að bíða í tvö ár eftir að sjá nýjustu syrpuna.
Þeir sem vilja kíkja á þættina sem þegar hafa
verið framleiddir geta skoðað heimasi'ður til-
einkaðar Buffy. Þar er til dæmis hægt að finna
söguþræði allra þátta sem framleiddir hafa verið
og auglýsingar sem birtust fyrir hvern einasta
þátt. Besta heimasíðan er án efa
http://www.buffy.com/ en önnur athyglisverð er:
http://hadas.freeservers.com/html/images.html
þar sem hægt er að finna ótal myndir af leikur-
unum í þáttunum. Svo er bara að fara í leitarvél-
arnar á Netinu og slá Buffy upp.
Arna Þorkelsdóttir ■
61