19. júní - 19.06.2000, Side 62
Eftir Ásdisi Sigmundsdóttur bókmenntafræðing
Kvöldlesturinn og kynímyndir
Einu sinni var barnapía sem lá í grænmáluöu barnaherbergi með lítið höfuö á öxlinni og las sögu fyrir svefninn. Venjan var að barn-
ið fengi að velja sögu kvöldsins og varð barnapían að sætta sig við valið þó svo að hún væri kannski orðin svolítið þreytt á að lesa
uppáhaldssögu barnsins í milljónasta skipti. En þetta kvöld gat barnapían ekki orða bundist og spurði barnið hvort því fyndist kven-
hetjan ekki haga sér heimskulega. Þessi ónefnda saga var nefnilega illa skrifuð, söguþráðurinn óspennandi en það sem gerði útslag-
ið var sú kvenfjandsamlega afstaða sem endurspeglaðist í aðalkvenhetjunni og var svo lítillækkandi að það hefði mátt halda að
sagan hefði verið skrifuð á fyrri hluta síðustu aldar. En svo var þó ekki, því sagan var nýleg. Barnið horfði á barnapíuna í forundr-
an og gat ekki svarað, en samþykkti loks að bókin væri kannski ekkert sérstaklega skemmtileg og var önnur valin í staðinn.
Þessi litla saga úr hversdagslífinu
varð til þess að ég fór að velta
fyrir mér hvers konar kynímynd-
ir megi almennt finna í barnabók-
um í dag. Barnabókahöfundar
hafa eins og aðrir óhjákvæmilega
fundið fyrir og brugðist við þeirri
kröfu samfélagsins að bækur
þeirra endurspegli þá þróun sem
hefur átt sér stað í viðhorfum til
kynjanna. Lesendur taka illa í
endalausar heimavinnandi hús-
mæður; stelpur sem eiga þann
draum heitastan að gifta sig og
feður sem taka ekki þátt í heim-
ilishaldinu. Það eru aðrir tímar en
þegar Georgína hjálpaði henni
Önnu alltaf með matinn þó svo
að hún ætti að heita strákastelpa
í Fimm bókum Enid Blyton. En
endurspegla barnabækur á
íslandi þessa breyttu tíma? Hvers
konar kynímyndir er að finna í
íslenskum barnabókum? Hvers
konar persónum er íslenskum
börnum boðið upp á að sam-
sama sig? Ég ákvað að skoða þær
barnabækur sem komu út fyrir
síðustu jól út frá þessum vanga-
veltum.
Bækur eru miðill
Fyrir nokkrum áratugum, þegar
umræðan um stöðu kynjanna var
í hámarki, fór fram mikil umræða
um kyni'myndir í vestrænni
menningu. Barnabækur komu þá
að sjálfsögðu líka inn í umræðuna
vegna uppeldisgildis þeirra og
töldu margir því mikilvægt að
þær gæfu ekki ranga mynd af
stöðu kynjanna. Gengu sumir svo
langt að þeir vildu banna lestur
allra bóka sem ekki drægju upp
núti'malega mynd af hlutverkum
kynjanna. Þessi afstaða hefði leitt
til þess það hefði þurft að banna
flestallar bækur skrifaðar fyrir
1970 hvort sem þær væru bók-
menntaperlur eða rusl.
Þrátt fyrir að umræðan hafi
enn gildi (annars væri ég varla að
skrifa þetta) þá er þessi ein-
strengingslega afstaða bæði
óraunsæ og beinlínis röng. Það á
frekar að hvetja foreldra til þess
að lesa gamlar klassfskar bækur
fyrir börnin sín heldur en hitt. En
á sama tíma þarf að benda for-
eldrum á að það er nauðsynlegt
að þeir velti fyrir sér lesefni
bama sinna. Foreldrar verða að
vera meðvitaðir um það að
bækur, eins og aðrir miðlar eins
og sjónvarp og bíó, senda börn-
um ákveðin skilaboð. Foreldr-
ar eru liklegri til að vera á
varðbergi gagnvart mynd-
efni enda er sífellt verið að
vara við þeim áhrifum sem
sjónvarp og kvikmyndir geti
haft á börn og unglinga. En það
er ekki síður nauðsynlegt að vera
meðvitaður um áhrifamátt bóka.
Tilhneigingin er sú að líta á
bækur sem „saklausari" miðil,
kannski vegna þess
hve hann er hefð-
bundinn og sam-
gróinn menningu *
okkar En bækur
eru ekki síður
áhrifamikill miðill.
Miðill sem kemur
ákveðnum skila-
boðum á framfæri.
Þessi skilaboð þurfa
foreldrar að ræða um við börnin
sín til þess að þau geti sjálf með
tímanum greint hvaða skilaboð-
um textar eru að reyna að koma
til þeirra.
En hvaða skilaboð eru það
sem við viljum að bækurnar sem
við lesum fyrir börnin okkar
komi á framfæri? Krafan hlýtur að
vera sú að þær sýni bæði stelpur
og stráka, karla og konur, sem
fjölbreyttar; marglaga persónur
Að karlpeningurinn eigi ekki
einkarétt á ævintýrum og að
kvenfólkið eigi ekki einkarétt á
tilfinningalegum vandamálum. Að
&
bækurnar sýni þörf beggja kynja
fyrir náin samskipti við annað
fólk, svo sem fjölskyldu og vini.
Það er í raun ekkert flóknara en
það að við viljum að bækur dragi
upp myndir af lifandi fólki. Fólki
sem er þannig úr garði gert að
börn geti lifað sig inn í aðstæður
þeirra og tekið þátt í þeim
ævintýrum eða vandamálum
sem sagan segir frá.
Samspil myndar og texta
Myndir eru alveg jafn áhrifamikl-
ar og texti og söguþráður í
ímyndasköpun
og því er ekki
síður mikilvægt
að gefa gaum
að þeim skila-
boðum sem felast
í myndabókum fyrir
yngstu börnin. Myndabókin
Orðabusl eftir Margréti E. Lax-
ness er bók sem hugsuð er til
þess að auka orðaforða barna
og er ekki með texta í hefð-
bundum skilningi. Margrét teiknar
myndir af stelpum og strákum og
konum og körlum sem eru tekn-
ar beint út úr þeim veruleika
sem íslensk börn þekkja. Hvers-
dagsföt stelpna eru i'þróttabuxur
en spariföt yfirleitt kjólarj strákar
hafa gaman af því að baka smá-
kökur fyrir jólin og toga í bikinfm
hjá stelpunum i' sundi. Pabbar
fara líka með börn í bæinn, bæði
konur og karlar vinna, kaupa i'
matinn o.s.frv. Þá sem muna eftir
Úr Orðabusl eftir
Margréti E. Laxness.
62