19. júní - 19.06.2000, Page 66
verið sjálfstæð
Hvergi í hinum vestræna
heimi hefur samfélag gengið í
gegnum jafn ótrúlega umbylt-
ingu og á fsland á líðandi öld.
Gunnhildur Hrólfsdóttir
hreifst af því hvernig upprifj-
un Ragnheiðar Jónsdóttur
blés lífi í sagnfræðilegar
staðreyndir um líf og kjör
kvenna fyrr á öldinni. Ragn-
heiður man svo sannarlega
tímana tvenna, enda fagnar
hún 95 ára afmæli sínu alda-
mótaárið 2000.
,,Guð hefur gefið mér góða
heilsu. Eg hef aðeins legið á
sjúkrahúsi eina nótt. Eftir að skipt
hafði verið um augasteinana var
leiðinlegt veður og gott að fá að
vera inni," segir Ragnheiður
Jónsdóttir og lítur brosandi upp
úr hannyrðunum. Nú býr hún í
íbúð fyrir aldraða í Vestmanna-
eyjum, fylgist með fréttum, sækir
spilakvöld, saumar út ótrúlega
fínlegar myndir og er lifandi
dæmi um hvað aldur getur verið
afstætt hugtak.
Ég hafði oft heyrt talað um
þessa merku konu og lét hvorki
veður né færð aftra mér frá því
að hitta hana þegar tækifærið
gafst loks. Ragnheiður var komin
til Reykjavi1<ur til að halda upp á
94 ára afmæli sitt og brá sér á
ball í leiðinni. Eftir að hafa komið
sér vel fyrir á heimili dóttur sinn-
ar með hannyrðirnar á hnjánum
hóf Ragnheiður frásögn sfna og
byrjaði á því að rifja upp að hún
hefði fæðst í bjálkahúsi í Selkirk
við Winnipegvatn f Kanada 4.
desember árið 1905. Foreldrar
Ragnheiðar höfðu flust þangað
rétt fyrir aldamótin.
,,Margir Vestmannaeyingar
höfðu tekið mormónatrú og
fluttu til Utah á þessum árum.
Afasystir mín hafði verið þar á
meðal. Hún hvatti pabba til að
koma til sín og gerast mormóni.
Pabbi vildi ekki gerast mormóni
en hann var samt gripinn
ævintýraþrá og flutti vestur með
fjölskylduna þrátt fyrir mótmæli
mömmu. Hann vann í sögunar-
verksmiðju á veturna en veiddi
fisk í Winnipegvatni á sumrin,"
segir Ragnheiður og bætir við að
þegar allt hafi komið til alls hafi
móður hennar líkað vel í Kanada,
„Foreldrar mínir áttu eitt barn
þegar þeir fluttu vestur; dótturina
Jónu, en höfðu misst frumburð-
inn, dreng, ársgamlan. Jóna dó úr
heilabólgu þegar hún var sjö ára.
Eftir dauða hennar greip föður
minn slíkt óyndi að hann gat ekki
hugsað sér að búa lengur í Kan-
ada. Reyndar höfðu hann og
mamma þá fengið þær fréttir að
mikill uppgangur væri í Vest-
mannaeyjum, mótorbátar komn-
ir til sögunnar og næga atvinnu
66