19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 69

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 69
Kosóvó staka starfsmenn löggæslusveita SÞ og friðargæslusveita NATO. Hórmangarar undir vernd- arvæng mafíósa Fyrir tilstuðlan vel skipulagðra glæpahringa eru samkvæmt fyrrnefndri blaðagrein konur frá löndum Austur- og Miðaustur- Evópu fluttar til Makedóníu, nágrannaríkis Kosóvó. Þar er þeim haldið föngnum á óvist- legum mótelum þar til haldin eru einskonar þrælauppboð fyrir albanska hórmangara þar sem konurnar ganga kaupum og sölu. Kaupverðið er 1.000 - 2.500 Bandaríkjadalir. Hór- mangarar þessir vinna að sögn starfsmanns friðargæslusveitar NATO undir verndarvæng þekktra mafi'ósa í héraðinu, sem hafa náin tengsl við uppreisnar- menn fyrrum frelsishers Kos- óvó. Eftir uppboðin missa konurn- ar vegabréf sín og fá fyrirmæli um að þjóna herra sínum þartil þær hafa greitt honum að fullu kaupverðið sem þær voru metnar á, sem er að sögn þeirra kvenna er bjargast hafa borin von. Konurnar töluðu um að hafa verið neyddar til kyn- ferðislegs samneytis við allt að sextán karlmenn sömu nóttina án þess að hljóta nokkra greiðslu fyrir. Ef þær mótmæltu voru þær barðar til óbóta. Eins kemur fram í greininni höfðu flestar þær konur sem talað var við gert sér grein fyrir því að þær myndu stunda vændi þegar þær svöruðu auglýsingum heimablaðanna, sem óskuðu eftir fallegum ungum konum í vellaunuð störf í löndumVestur- Evrópu. En i' stað þess enda þessar konur í fjötrum kynlífs- iðnaðar þar sem þeim er nauðgað og misþyrmt án þess að þær fái svo mikið sem eitt sent að launum. Sögusögnum um að starfs- menn vestrænna friðar- og lög- gæslusveita njóti þjónustu þess- ara kvenna hefur verið vísað frá af háttsettum embættismönn- um Sameinuðu þjóðanna í hér- aðinu. Þó er viðurkennt að ágreinings hafi orðið vart meðal starfsmanna sveitanna um hvort réttlætanlegt sé að hefja aðgerðir gegn því sem á yfirborðinu líkist hefðbundnu vændi sem viðgengst í heim- löndum þeirra. Smásveitir lög- reglumanna sem eru sannfærð- ar um að þarna sé ekki einung- is vændi á ferðinni reyna að komast að því hvar konurnar eru geymdar; bjarga þeim úr kynli'fsánauðinni og koma þeim í hendur sérfræðinga sem veita þeim aðstoð. Nú er unnið að reglugerð Sameinuðu þjóðanna, sem veit- ir löggæslusveitunum heimild til aðgerða gegn þeim sem með einhverju móti stuðla að eða hagnast á misnotkun annarra í formi vændis. Alþjóðaverslun með konur hefur verið viðfangsefni fjöl- margra alþjóðaráðstefna sem haldnar hafa verið síðastliðin ár í umboði Sameinuðu þjóðanna eða óháðra félagasamtaka og mannréttindahreyfinga og hafa ályktanir þeirra byggt á sáttmál- anum um afnám alls ofbeldis gegn konum. Þrátt fyrir athygl- ina sem vandamálið hefur feng- ið á alþjóðavettvangi er Ijóst að mikil vinna er framundan, einna helst í þá átt að stjórnvöldum aðildarríkja SÞ verði veitt aðhald til að fylgja ákvæðum sáttmálans um afnám alls ofbeldis gegn konum eftir og sýni yfirlýstan vilja sinn i' aðgerðum gegn þeirri nútfma þrælasölu sem verslun með konur í þágu vændis er Laga- setningar skulu taka mið af mannréttindum þeirra kvenna sem orðið hafa fórnarlömb vændis sem rekið er af alþjóð- legum glæpahringum og meðal annars íslenskir aðilar hagnast af - eða er það einungis tilviljun að ungverskar konur hafa leitað á náð Kvennaathvarfsins? Táradalur efnahagslegra sviptinga Að mati UNIFEM og ýmissa kvennahreyfinga skipta konur og börn sem seld hafa verið til Vesturlanda frá Austur- og Mið- austur-Evrópu síðan undir lok níunda áratúgarins hundruðum þúsunda. Kosóvó er aðeins nýr markaður þar sem lifandi manneskjur ganga kaupum og sölum fýrir framan nefið á frið- argæslusveitum stofnana alþjóðasamfélagsins. Austan við landamæri Þýska- lands og Austurríkis að löndum Miðaustur-Evrópu hafa á örfá- um árum risið eins konar ,,vændisþorp" á svæðum þar sem áður var blómleg iðnaðar- framleiðsla. I Póllandi má helst nefna Stubice og Swinoujschie við Eystrasaltið. I Tékklandi Krupka, Dúbi', úthverfi Kostany, Ustí ogTeplice. Þegar keyrt er í gengum þessi hverfi blasir við hvert vændishúsið á fætur öðru. I þorpunum sem eru næst landamærunum má allt árið um kring sjá fáklæddar stúlkur dansa f litlum „glerbúr- um". Ofan á búrunum blikka auglýsingaskilti vændishúsanna sem oftar en ekki eru innan seilingar. Til sveita eða í útjaðri þorpanna eru starfrækt munað- arleysingaheimili og að sögn starfsmanna þeirra eru börn vændiskvenna oft meirihluti þeirra barna sem heimilin hýsa. Konur sem fluttar eru til Vestur- landa hafa oft hafið feril sinn sem vændiskonur í þessum eða ámóta þorpum. Mikill meirihluti viðskiptavina eru vel stæðir kaupsýslumenn frá Vestur-Evr- ópu. Ein birtingarmynd veikrar stöðu kvenna í Austur-Evrópu í kjölfar stjórnarfarsbreytinganna er mikil fátækt meðal fólks sem á tímum sósíalismans starfaði sem almennir verkamenn. Með tilkomu lýðræðislegra stjórnar- hátta, frjáls markaðshagkerfis og aukinnar samkeppni á vinnu- markaði voru konur fyrstar til að missa störf sín en atvinnu- þátttaka kvenna var mjög mikil á tfmum útþenslu þungaiðnað- ar og stórfelldrar iðnaðarfram- leiðslu miðstýrðs hagkerfis. I lok síðasta áratugar voru um M hlutar kvenna á aldrinum 18-60 ára í fastri heilsdagsvinnu. I stuttu máli hafa konurvakn- að upp við þann slæma draum að borgararéttindi þeirra eru ekki sjálfsagður fylgifiskur lýðræðislegra stjórnarhátta. Sérfræðingar í efnahagsmálum og stjórnmálafræðingar hafa líkt fyrstu árunum eftir stjórnarfars- breytingarnar við „táradal efna- hagslegra sviptinga". Táradal, sem almenningur þyrfti að sætta sig við í þágu lýðræðis og frjáls markaðshagkerfis sem að lokum myndi tryggja velsæld allra. Efnahagslegir erfiðleikar og spilling ráðandi valdastétta víð- ‘ ast hvar hafa hins vegar fram til ; dagsins í dag verið megin- ; ástæða þess að mikill meirihluti fólks nýtur ekki ávaxta frelsisins sem lýðræðislegir stjórnarhætt- ir bjóða annars staðar ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.