19. júní - 19.06.2000, Page 72
Skýrsla formanns 1999 til 2000
Ný framkvæmdastjórn tók við að
loknu stjórnarkjöri á landsfundi
Kvenréttindafélagsins í mars
I999. Sigríður Lillý Baldursdóttir;
Kristín Einarsdóttir; og Elín Sigurð-
ardóttir gáfu ekki kost á sér til
áframhaldandi setu í stjórn. I aðal-
stjórn var kosin Aslaug Dóra Eyj-
ólfsdóttir og í varastjórn voru
kosnar Þorbjörg Inga Jónsdóttir,
Ásdís Þrá Höskuldsdóttir og
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Nýja
framkvæmdastjórnin skipti þannig
með sér verkum að loknum aðal-
fundi:
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir; for-
maður, Hólmfríður Sveinsdóttir,
varaformaður Ólafía B. Rafns-
dóttír, gjaldkeri, Guðný Hall-
grímsdóttir, ritari, Ragnhildur
Guðmundsdóttir, meðstjórnandi,
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Ásdís
Þrá Þórhallsdóttir og Jóhanna
Vigdís Hjaltadóttir skipa vara-
stjórn.
Framkvæmdastjórn hafði sama
hátt á og áður varðandi funda-
tíðni. Yfir sumarið voru reglulegir
fundir mun færri en yfir vetrar-
tímann. Fundir réðust nokkuð af
verkefnum og voru tíðir þegar
mikið stóð til en strjálli þess á
milli. Við höfum þó haldið þeírri
meginreglu að framkvæmda-
stjórnarfundir eru hálfsmánaðar-
lega og haldnir hafa verið átján
formlegir framkvæmdastjórnar-
fundir auk fjölda óformlegra
vinnufunda. Einnig hefur tæknin
auðveldað öll samskipti, fram-
kvæmdastjórnarkonur eru allar
tölvu- og netvæddar; svo það
hefur sparað okkur mörg sporin
að ræða málin með tölvupósti.
Stórustjórnarfundir hafa verið
haldnir mánaðarlega yfir vetrar-
mánuðina, þó þannig að þegar
félagið hefur staðið fyrir opnum
fundi hefur stórustjórnarfundur
verið felldur niðun Haldnir hafa
verið sex stórustjórnarfundir og
út komu sex fréttabréf.
19. júní
Þegar ný framkvæmdastjórn tók
við á vordögum 1999 beið það
verkefni að finna ritstjóra að I9.
júní. Eins og flestum er kunnugt
hafði blaðið ekki komið út árið
áðurVel gekk þó að finna góðan
ritstjóra sem var Anna Gunnhild-
ur Olafsdóttir; reyndur blaða-
maður af Morgunblaðinu sem
var nýkomin í fæðingarorlof og
hafði þar af leiðandi ekkert að
gera! Hún tók þetta erfiða verk-
efni að sér af miklum krafti, setti
á stuttum tíma saman öfluga rit-
stjórn sem var tilbúin að vinna af
hugsjón fyrir Kvenréttindafélagið
og veglegt ársrit Kvenréttinda-
félagsins árið I999 skartaði
glæsilegum hópi þingkvenna á
forsíðu með yfirskriftinni Gegn-
um glerþakið! enda komust
konur á þingi í fyrsta sinn í gegn-
um svokallað glerþak í kosning-
um sl. vor þegar þær náðu þvi'
marki að eiga yfir 30 % hlutdeild
í þingmannahópnum. Blaðið
mæltist vel fyrir og fékk mikla
umfjöllun í fjölmiðlum, m.a. í
Morgunblaðinu og fréttatíma
Sjónvarpsins.
Þar sem I9. júnf bar uppá
laugardag og þar sem kvenna-
hlaupið var haldið sama dag um
land allt ákvað framkvæmda-
stjórnin að standa fyrir öflugu
söluátaki á blaðinu eins víða og
því var komið við. Sveitar-
stjórnarkonum um allt land var
sent bréf og þeim boðið að
selja I9. júní í tengslum við
kvennahlaupið. Þessi bón okkar
hlaut góðar viðtökur og er hér
kominn góður grunnur að
tengslaneti sem nær yfir allt
landið og stuðlar að öflugri
dreifingu I9. júnf Stærsta og
fjölmennasta hlaupið var sam-
kvæmt venju í Garðabænum og
fékk KRFI að vera með bás þar
til að selja blaðið og einnig í
Fjölskyldugarðinum í Laugardal
þar sem starfsmönnum borgar-
innar var boðið á fjölskyldu-
skemmtun þennan sama dag.
Salan á blaðinu gekk vel og er
sala KRFI á 19. júní í tengslum
við kvennahlaupið farin að skila
þeim árangri að konur taka
með sér peninga í hlaupið til að
kaupa blaðið og telja það hluta
af deginum. Má geta þess að
lausasala varð að þessu sinni
töluvert meiri en áður og vænt-
um við góðs af útkomunni nú í
ár
Kvenréttindafélagið stóð
ásamt Kvennakirkjunni og Kven-
félagasambandinu fyrir messu
við þvottalaugarnar i' Laugardal
þann 19. júní. Guðný Hallgríms-
dóttir og Ólafía B. Rafnsdóttir
voru fulltrúar okkar í undirbún-
ingsnefnd vegna messunnar sem
fór fram með miklum ágætum.
Dóms- og kirkjumálaráðherra,
Sólveig Pétursdóttir flutti ávarp
í kvennamessunni og var það
eitt af hennar fyrstu verkum i'
embætti. Séra Auður Eir predik-
aði, Ólafía B. Rafnsdóttir bauð
viðstadda velkomna og séra
Guðný Hallgrímsdóttir var ein
þeirra sem tóku þátt í
messunni.
Womens Worlds
Kvenréttindafélagið tók þátt í
alþjóðlegu kvennaráðstefnunni
„Womens Worlds" sem fór
fram íTrömsö í Noregi 20. - 26.
júní á síðasta ári. Ráðstefnuna
sóttu þúsundir kvenna allsstaðar
að úr heiminum en þar var
viðamikil dagskrá í gangi alla
dagana á fjölmörgum stöðum í
einu. Á ráðstefnunni var sér-
staklega fjallað um sérstöðu
Norðurlandanna, viðhorf í
norðri og suðri og fjölbreytta
menningu.
Kvenréttindafélaginu var
boðið að vera þáttakandi í svo-
kölluðu „Nordic House" eða
Norrænu húsi þar sem um 30
aðilar frá Norðurlöndunum og
Eystrasaltsri1<junum kynntu sig
og starfsemi sína. Formaður
Kvenréttindafélagsins hélt til
Norður-Noregs hlaðinn
upplýsingabæklingum, spjöldum,
19. júní blöðum og annarri
útgáfu okkar og stillti upp á
borði Kvenréttindafélagsins sem
stóð alla ráðstefnudagana og
var mikill straumur fólks um
svæðið.
NOKS
Á sama tíma og ráðstefnan
„Womens Worlds" stóð yfir var
haldinn í Tromsö stofnfundur
Norrænna samtaka kvenrétt-
indafélaga „Nordiske Kvinne-
organisasjoner i Samarbejde"
eða NOKS og var KRFI boðið
að að vera fulltrúi íslands í þess-
um samtökum. Norræna ráð-
herranefndin styrkir samtökin til
að hittast tvisvar á ári og var á
stofnfundinum ákveðið að halda
fýrsta fund samtakanna á Islandi
þá um haustið í tengslum við
ráðstefnuna Konur og lýðræði.
Aðilar samtakanna eru auk KRFI;
Dansk Kvinderád, sem eru dönsk
regnhlífarsamtök, SAMS, sænsk
regnhlífarsamtök, Nytkis, finnsk
regnhlífarsamtök og Kvenrétt-
indafélag Noregs.
Fundurinn á Islandi var haldinn
7. október og tókst með miklum
ágætum. Hingað komu 10 konur
frá aðildarfélögum samtakanna.
Fundað var stíft um morguninn
og rætt framtíðarstarf samtak-
anna sem hyggjast beita sér fyrir
öflugri umræðu á hinum ýmsu
sviðum kvennabaráttunnar Eftir
frískandi ferð í Bláa lónið í
hádeginu var fundað fram á
kvöld og ákveðið að næsti fund-
ur samtakanna yrði haldinn í
Kaupmannahöfn í maí og þar
yrðu tekin fyrirtvö þemu, annars
vegar ofbeldi gegn konum og
hins vegar ungar konur og
kvennabaráttan. Þegar er búið
að boða fundinn sem verður
haldinn 5.-7. maí í Kaupmanna-
höfn.
Kvennaráðstefna í Færeyjum
I júní á síðasta ári stóð Vestnor-
ræna ráðið fyrir kvennaráðstefnu
(kvindepolitisk værksted) í Fær-
eyjum en Vestnorræna ráðið er
samstarfsvettvangur þjóðþinga
Islands, Færeyja og Grænlands. I
72