19. júní


19. júní - 19.06.2000, Side 74

19. júní - 19.06.2000, Side 74
sem ætlunin er að koma á lagg- irnar Nokkrir fundir hafa verið haldnir hér á landi með þeim innlendu aðilum sem auk KRFI eiga aðild að verkefninu. Það mun væntanlega skýrast frekar á næsta starfsári hvað útúr þessu samstarfi kemur en það mun án efa verða KRFI til framdráttar Afhending fundargerðabóka KRFlá Kvennasögusafn Eins og nærri má geta hafa safn- ast upp miklar heimildir um KRFI á þeirri tæpu öld sem félagið hefur starfað. Þar á meðal eru fundargerðabækur og reiknings- bækur frá upphafi. Eins og þeir sem til þekkja vita er ekki aðstaða til þess á skrifstofu KRFI að geyma þessi gögn þannig að sómi sé að.Af þessu tilefni ákvað stjórn KRFI á fundi sínum í sumar að afhenda Kvennasögusafni Islands þessar merku heimildir til varðveislu. Þar munu gögnin fá þá aðstöðu og meðhöndlun sem þeim ber Akveðið var að afhendingin færi fram á kvennafrídaginn 24. október og voru Kvennasögu- safninu þá formlega afhentar fundargerðabækur og önnur gögnfrá 1907 til 1987. Afhendingin fór fram við virðulega athöfn í Þjóðarbók- hlöðunni þar sem KRFI og Kvennasögusafnið lögðust á eitt um að gera þennan viðburð glæsilegan og eftirminnilegan. Sigríður Erlendsdóttir; sagnfræð- ingur flutti fróðlegt og skemmti- legt erindi um Önnu Sigurðar- dóttur stofnanda Kvennasögu- safnsins, Laufey Sigurðardóttir afkomandi Bríetar Bjarnhéðins- dóttur lék á fiðlu, flutt voru erindí um Kvenréttindafélagið og lesið úr fundargerðarbókunum. Vel var mætt og samkoman heppnaðist í alla staði prýðilega, auk þess fékk viðburðurinn góða umfjöllun í helstu fjölmiðlum. Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur var hald- inn 4. nóvember og var vel mætt á hann af áhugasömum konum. Þar kynnti Bríet, félag ungra fem- 74 ínista, einnig starfsemi sína, og Gylfi Dalmann hjá fræðsludeild VR sagði frá starfi félagsins í jafn- réttismálum, Fjöldi kvenna, m.a. allar Bríetumar skráði sig í félagið á þessum fundi og hefur gengið vel á liðnu ári að fá nýtt blóð til liðs við KRFÍ. Jólafundur Kvenréttindafélagið hélt sinn árlega jólafund hinn 9. desember í kjallara Hallveigarstaða. Fundur- inn var með svipuðu sniði og áður; skáldkonur voru fengnar til að lesa úr bókum sínum, að þessu sinni komu þær Þórunn Valdimarsdóttir sem kynnti bók sína Stúlka með fingur Hallgerð- ur Gísladóttir sem kynnti bók sína um íslenskar hefðir í matar- gerð og Elísabet Jökulsdóttir sem kynnti skáldsöguna Laufey. Séra Guðný Hallgrímsdóttir flurtti jóla- hugleiðingu, Jóna Einarsdóttir spilaði á harmonikku og Soffía okkar lék undir söng á píanó. Bókahappdrættíð var á sínum stað sem og auðvitað jólaglöggin og góðgætið. Ályktun I desember sendi stjórn KRFI frá sér viðamikla ályktun með vísan til dóms Hæstaréttar Islands þar sem maður var sýknaður af ákæru um kynferðisafbrot gegn dóttur sinni. Vakti KRFI máls á ýmsum spurningum í ályktuninni sem varða meðferð kynferðis- brotamála hjá ákæru- og dóms- valdi. Kynjaveröld kynjanna Ráðstefnan Kynjaveröld Kynj- anna var haldin í Ráðhúsinu þann 22. janúar sl. og stóð ráðstefnan kl. 13.-18. A ráðstefnunni var fjallað um kynjaímyndir á breið- um grundvelli. Páll Skúlason háskólarektor flutti opnunar- ávarp, félagar í Bríeti, félagi ungra femínista fjölluðu um fegurðar- ímyndir og þá sérstaklega út frá nýju fegurðarsamkeppninni ung- frú Island.is. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir; alþingismaður og formaður nefndar um konur og fjölmiðla, kynnti í fyrsta sinn nið- urstöður könnunar sem nefndin lét gera um hlut karla og kvenna í íslenskum fjölmiðlum. Niður- stöðurnar voru afar sláandi og vöktu mikla athygli enda reyndist hlutur kvenna í fjölmiðlum rýr samanborið við hlut karla. Siv Friðleifsdóttir flutti líflegt erindi með yfirskriftinni Rauðir hælar og rykfrakkar og fjallaði þar um það að vera kona í pólitík, Guðný Halldórsdóttir kvik- myndagerðarmaður fjallaði um sína reynslu úr atvinnulífinu og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir flutti lokaerindi ráðstefnunnar sem var sannkölluð hugvekja. Öll erindin voru hvert öðru betra og aðsókn á ráðstefnuna fór fram úr björtustu vonum, vel á annað hundrað ráðstefnugesta fylltuTjarnarsal ráðhússins og var vart hægt að koma fleirum í sæti. Að loknu kaffihléi tók við starf vinnuhópa sem voru fjórir og fjölluðu um fegurðarímyndir, ímynd kynjanna í stjórnmálum, ímynd kynjanna í atvinnulífinu og ímynd kynjanna í fjölmiðlum. Afar góð þátttaka var í vinnuhóp- astarfi. Hátt í 20 voru starfandi í hverjum hópi og að rúmum klukkutíma liðnum fluttu stjórn- endur vinnuhópa stutta tölu þar sem umræður voru dregnar saman og niðurstöðurnar kynnt- ar Ráðstefnan Kynjaveröld kynj- anna mæltist afar vel fyrir og vakti mjög mikla athygli, m.a. var fjallað ítarlega um hana í opn- ugrein í Morgunblaðinu og síðar í leiðara blaðsins. Auk þess fóru formaður KRFI og frummælend- ur í fjölda útvarps- og sjónvarps- viðtala. Þar að auki varð beinn fjárhagslegur hagnaður af ráð- stefnunni sem verða að teljast töluverð og jákvæð tíðindi. Mikil áhersla er á að fram- kvæmdir og fundir standi undir sér og framkvæmdastjórn hefur skílað frábæru starfi í að halda okkur við efnið í ráðdeildinni. Ný framkvæmdastjóri KRFI, Kristín Þóra Harðardóttir, hefur skipt sköpum fyrir starfsemi félagsins og breytt aurum í krónur á undraverðan hátt og vill fram- kvæmdastjórn þakka henni sér- staklega frábært samstarf á liðnu ári. Að þessu sinni hækkuðu framlög til félagsins á fjárlögum nokkuð og eru nú 800 þús. kr Framundan í starfi KRFI eru m.a. útgáfa 19. júní en svo vel vildi til að sami ritstjóri og í fyrra, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir.tók blaðið að sér og hefur unnið að undirbúningi þess siðan á haust- dögum. Einnig eru fundahöld vegna NOKS og Vestnorræna ráðsins. Eitt viðamesta verkefnið er þó undírbúningur að stofnun samskiptanets og gagnagrunns sem KRFI mun standa að auk nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, Skrifstofu jafnréttis- mála, nefndar um konur og fjöl- miðla, og Evrópuverkefni sem ber yfirskriftina Kvennaefling í þágu jafnréttis. Gert er ráð fyrir að allir þessir aðilar vinni saman að gagnabankanum, en starfs- stöðin verði hjá KRFI. Að lokum vil ég þakka fram- kvæmda- og stórustjóm frábært samstarf á liðnu ári. Það hefur verið einstaklega kraftmikið, gef- andi og skemmtilegt. Það verður spennandi að takast á við ný verkefni með þessum samhenta flokki kvenna og af nógu er að taka! 29. mars 2000 Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir J

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.