Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 3. desember 2010 27 Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar nokkuð langa grein í Fréttablaðið þann 1. desem- ber sl. þar sem hann kvartar sáran yfir því að íbúar hinna dreifðu byggða hafi reynt að verjast allt að 40% niðurskurði á heilbrigð- isstofnunum á landsbyggðinni í boði Guðbjarts Hannessonar heil- brigðisráðherra. Eftir fyrstu end- urskoðun á óvægnum niðurskurð- artillögum Samfylkingarinnar blasir við Skagfirðingum að fjár- framlög Heilbrigðisstofunarinn- ar, sem voru skorin niður um 11% í ár, verði skorin áfram hörkulega niður um 24% á næstu tveimur árum. Ekki fór neitt fyrir efnislegum rökum hjá hagfræðingnum fyrir þvílíku offorsi gegn heilbrigðis- þjónustunni. Þröstur varði hins vegar miklu púðri í niðrandi skrif um nauðvörn íbúa fyrir grunn- þjónustu á borð við heilsugæslu og sjúkrarými fyrir aldraða. Í ljósi þeirra fordóma sem komu fram í grein Þrastar er rétt að benda honum og öðrum á vandað lögfræðiálit Daggar Pálsdóttur þar sem efast er um lögmæti boð- aðs niðurskurðar. Sömuleiðis hafa reynslan og útreikningar sýnt að vanhugsaðar breytingar og niður- skurður á einum stað í heilbrigðis- kerfinu geta leitt til aukins kostn- aðar annars staðar í kerfinu. Ánægjulegar viðhorfsbreyting- ar koma þó fram í grein Þrastar um að rétt sé að minnka yfirbygg- ingu og gæta hófs en sjálfur var hann einn helsti hvatamaður að byggingu rándýrs tónlistarhúss í samvinnu við útrásarvíkinga. Sömuleiðis barðist hann hart gegn því að byggingunni yrði slegið á frest þegar kreppan fór að læsa klóm sínum í landsmenn. Og ráða- menn tóku þátt í þeirri vörn. Mér finnst illa ígrundað og í hæsta máta óskynsamlegt hjá nor- rænu velferðarstjórninni að ætla að flytja aldraða hreppaflutning- um úr heimabyggð. Forgangsröð- um frekar gæluverkefnum aftar í röðina, þau geta beðið en aldrað- ir ekki. Illa ígrunduð og niðrandi skrif Ríkisfjármál Sigurjón Þórðarson formaður Frjálslynda flokksins Blasir við Skagfirðingum að fjárframlög Heilbrigðisstofunarinnar, sem voru skor- in niður um 11% í ár, verði skorin áfram niður um 24% á næstu tveimur árum AF NETINU Íslensk einkavæðing í sögubækur Íslensk einkavæðing er víti til varnaðar. Hún mun skipa sér sess í sögubókunum og í fjármálafræð- um sem dæmi um hvernig einka- væðing getur orðið að martröð.[...] Það er bráðnauðsynlegt að læra af eigin mistökum og reynslu annarra til að fyrirbyggja að annað eins geti gerst aftur nú þegar stærsta fyrirtækjaútsala sem um getur, miðað við höfðatölu, byrjar í boði bankanna og ríkisins. Það sem skiptir máli er ekki að það fáist „hæsta verðið“ í einhverju uppboði heldur að það veljist hæfasta fólkið sem fer með þessar eignir á ábyrgan og faglegan hátt. Þá á ríkið að halda eftir einu hluta- bréfi, svo kölluðu „golden share“ sem gefur því einn stjórnarmann og neitunarvald í öllum stærstu málum er varða skuldsetningu, arðgreiðslu og yfirtökur Þessa leið á að fara þegar Sjóvá verður seld, enda eru gríðarlegir hagsmunir skattgreiðenda þar í húfi. blog.eyjan.is/andrigeir Andri Geir Arinbjarnarson Hver voru úrslitin? Ég óskaði eftir því við landskjör- stjórn í morgun að fá upplýsingar um hvernig atkvæði í stjórnlaga- þingskosningunni á laugardag skiptust. Það er að segja hversu oft frambjóðendum var raðað upp í hvert og eitt sæti. Ég fékk rétt í þessu þau svör að verið væri að vinna í þessu (án þess að ég ímyndi mér að það sé vegna fyrirspurnar minnar) og að tölurnar verði birtar síðar í dag eða á morgun. Það verður athyglisvert að sjá hvernig frambjóðendur hafa raðast upp á listum, sjá hverjir hafa notið víðtækasta stuðningsins, og hvort einhverjir hafi ratað inn á marga kjörseðla en kannski sjaldan í efstu sætin. Þá er líka hægt að skoða hvort úrslitin hefðu orðið önnur en þau voru ef notast hefði verið við aðrar reglur en gert var. En þetta getum við farið að skoða seinna í dag eða á morgun. brynjolfur.midjan.is Brynjólfur Þór Guðmundsson Siðfræðingar í stað end- urskoðenda Samkvæmt yfirlýsingu PriceWater- houseCooper bera endurskoðend- ur þess enga ábyrgð á fölsuðum reikningum Landsbankans. Fyrir- tækið neitar ábyrgð á tjóni þjóð- félagsins upp á hundruð milljarða króna. Staðfestir fyrri skoðun mína, að ófært sé að láta endurskoðend- ur skrifa upp á reikninga. Til þess þurfum við siðfræðinga. Endur- skoðendur eru siðlausir og segjast sjálfir líka vera marklausir, þegar þeir standa andspænis tjóninu. Nauðsynlegt er að banna þeim að nota starfsheitið endurskoðendur. Þeir eru bókhaldstæknar. Þeir eru teinar í hjóli taumlausrar gróða- fíknar rétt eins og lagatæknar og hagtæknar. jonas.is Jónas Kristjánsson Bohemia Kristall Heide Glæsibær 40 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.