Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 30
30 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Algengt er að landsmenn geti ekki kveikt á útvarpstækjum sínum án þess að heyra fréttir af tíðum snjóflóðum sunnan Múla- ganganna og vestan Strákaganga, í Skútudal við Siglufjörð, í Súðavík- urhlíð við Ísafjarðardjúp og fyrir austan á Fagradal og Suðurfjörð- um Austurlands. Norður í Ólafs- firði hafa snjóflóð kostað nokkur mannslíf eftir að framkvæmd- ir hófust í Héðinsfjarðargöngun- um. Á Suðurlandi hefur vegurinn milli Reynishverfis og Víkurþorps ekki sloppið við snjóflóð, blindbyl og mikil snjóþyngsli þegar hart er deilt um hvort til greina komi að grafa stutt jarð- göng undir Reynisfjall. Til eru alltof mörg dæmi um að snjóflóð hafi fallið á enn fleiri stöðum víða um land sem áður voru tald- ir 100% öruggir, þar er Öxnadalsheiði ekk- ert undanskilin. Fyrir og eftir 1960 var það algengt að vegurinn sunnan við Engimýri í Öxnadal og uppi á heiðinni í 540 m hæð hefði strax orðið ófær þegar fréttir bárust af því að skriður og snjóflóð hefðu lokað þessari leið milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Sem betur fer er það ekki algengt eftir að þessi fjallvegur var að fullu byggður upp sem vetrarveg- ur, þó kemur fyrir að ökumenn lendi í vandræðum í Bakkasels- brekku vegna illviðris og mikilla snjóþyngsla. Milli Dýrafjarðar og Arnarfjarð- ar er þetta vandamál líka til staðar á Hrafnseyrarheiði sem á að víkja fyrir 5 km löngum jarðgöngum. Í beinu framhaldi af þessum göng- um sem stytta vegalengdina milli byggðanna á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum væri vel hægt að forðast slysahættuna á veginum í Mjólkárhlíð ef ákveðið yrði að grafa stutt veggöng undir Meðalnesfjall. Talið er að 11 til 12 km löng jarð- göng sem yrðu tekin úr 80 m hæð í Vatnsdal og kæmu út í gegn í 50 metra hæð yfir sjávarmáli í Dynj- andisvogi kosti um 14 milljarða króna. Hvort sem göngin kæmu í tvennu lagi inn í Geirþjófsfjörð eða ekki verður óhjákvæmilegt að opna þriðju dyrnar inn í Trostansfjörð til að þau gagnist íbúum Vestur- byggðar. Því fylgir mikill kostnaður þegar reynt er að tryggja öryggi byggð- anna með uppsetningu varnar- garða gegn öllum snjóflóðahættum sem erfitt er að sjá fyrir í breyti- legu veðurfari. Við Ísafjarðardjúp geta þessar hættur leynst í Hest- firði og á stórum hluta nýja vegar- ins í Fossahlíð í Skötufirði án þess að heimamenn í fjórðungnum hafi hugmynd um þær. Það sama á við um Arnarfjörð, Vesturbyggð og firðina norðan Breiðafjarðar milli Flókalundar og Bjarkalundar. Hluta af þeirri heildarupp- hæð sem talið er að 11,9 km löng jarðgöng undir Dynjandisheiði kosti mætti nota til að tryggja öryggi byggðanna norð- an Hrafnseyrarheiðar, við Ísafjarðardjúp, vest- an Dynjandisheiðar og á Suðurfjörðunum. Á öllum þessum stöð- um skipta stutt göng miklu máli þó að þau verði dýrari en varnar- garðarnir. Seint á síð- asta ári minntust Aust- firðingar þess að 35 ár voru liðin síðan snjóflóð- in í Neskaupstað kostuðu 12 mannlíf. Þess sjást engin merki að ástandið á Suðurfjörðum Aust- urlands sé að batna þegar fréttir berast af því að margir flutninga- bílstjórar hafi lent í mikilli hættu vegna grjóthruns og snjóflóða í Hvalnes- og Þvottárskriðum. Í Kambaskriðum er ástandið engu betra þegar heimamenn fá fréttir af því að þar hafi grjóthrun líka valdið skemmdum á bifreiðum. Hvað eftir annað lenda starfsmenn Vegagerðarinnar í því að þurfa að hreinsa veginn á þessum hættu- lega stað þegar snjóflóð hafa oftar en einu sinni lokað leiðinni milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Til eru í langtímaáætlun hug- myndir um veggöng undir Lóns- heiði og Berufjörð og tvenn göng inn í Stöðvarfjörð sem geta sam- anlagt stytt vegalengdina milli Fáskrúðsfjarðar og Hornafjarð- ar um 50 km. Auk snjóflóðavarn- argarða á þessari leið er þetta ein forsendan fyrir því að allir íbúar Suðurfjarðanna fái greiðan aðgang að stóra Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Snjóflóðahættur á Íslandi Snjóflóðahætta Guðmundur Karl Jónsson farandverkamaður Á öllum þess- um stöðum skipta stutt göng miklu máli Gauti Kristmannsson dósent í þýðingarfræðum sendir und- irrituðum heldur óblíðar kveðj- ur í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Tilefnið er greinarkorn sem undirritaður skrifaði í Morgun- blaðið. Þar fjallaði ég aðeins um þá órækt sem yrði í tungumáli okkar ef reglugerðarþýðingar vegna ESB aðildar fá að móta hana og verða aflvaki í þróun íslenskunnar, eins og skilja mátti af orðum dósentsins sjálfs í viðtali fyrir skemmstu. Vegna þessa velur Gauti mér ein- kunnir eins og þær að ég fari með hálfsannleik, óvinahatur og sögu- fölsun. Hér er hátt til höggs reitt en minna um rökstuðning. Það helst að í greininni sé vikið að meintum hálfsannleik þar sem ég hafi sagt að kostnaður Íslands við þýðingar muni vaxa við inngöngu í ESB. Um það segir dósentinn: „Þetta er sígilt dæmi um hálf- sannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina held- ur ESB allt. Það sparast því umtals- vert fé við það.“ Ekki veit ég hvað orðið hálf- sannleikur þýðir hjá lektorum við Háskóla Íslands en í mínu móður- máli nær það yfir þann útúrsnún- ing staðreyndar sem gerir lygi að sannleika. Allir Evrópufræðingar sem um hafa fjallað viðurkenna fúslega að Ísland muni væntanlega greiða heldur meira til ESB en það fengi í staðinn. Hluti af greiðslum okkar eins og annarra þjóða fer til hins mikilvirka þýðingastarfs ESB. Það er barnalegur málflutningur að telja að peningar verði til í höfuð- stöðvum Evrópusambandsins og ekki sannleikanum samkvæmt að halda því fram að Íslendingar spari sér fé með því að ganga þar inn. Seinni hluta greinar sinnar eyðir dósentinn síðan í að færa rök fyrir að þvælulegur málstíll 18. aldar og stofnanamál nútímans sé einhvers- konar hugarburður eða sögufölsun upplýsingafulltrúa sem aldrei lesi neinar upplýsingar. Þær bollalegg- ingar allar læt ég lesendum Frétta- blaðsins eftir að dæma. Óvina hatrið gleymir greinarhöfundur síðan að ræða frekar en gert er í inngangi og er hér fyrirgefið, enda hefur mér aldrei dottið í hug sú firra að hatast við nokkurn mann. Stóryrði dósentsins Ísland og ESB Bjarni Harðarson bóksali og tímabundið upplýsingafulltrúi í sjávarútvegsráðuneyti Þjóðarábyrgð og launamál háskólafólks Margir líta þannig á að þjóð-in beri öll ábyrgð á því sem gerðist í hruninu og að þjóð- in verði öll að taka afleiðingum þess, að þjóðin verði öll að leysa úr þeim vanda sem þá varð til. Að vissu marki er þetta rétt en samt mun stór hluti þjóðar- innar eiga erfitt með að koma auga á ábyrgð sína. Hjá félög- um mínum í Stéttarfélagi bóka- safns- og upplýsingafræðinga er það líklega vegna þess að við könnumst ekki við að hafa sópað til okkar fé annarra, hvorki á tímum „góðæris“, fyrr né síðar. Þegar ég lít yfir heildarkjara- samning BHM sem gerður var í lok árs 2005 til þriggja ára, sé ég að taxtahækkanir samkvæmt honum voru 3,25% við undirrit- un samnings, 2,5% 2006, 2,25% 2007 og 2% 2008. Þetta sam- svarar rúmlega 10% hækkun samtals á 3 árum, eða rétt rúm- lega 3% hækkun á ári að jafn- aði. Í ljós kom síðar að þess- ar launahækkanir náðu ekki að halda í við hækkun fram- færsluvísitölu. Engar greiðsl- ur umfram taxta komu til mín á þessum árum og auðvelt að sjá kjör mín og samstarfsfólks- ins, þau voru samningstaxtar og ekkert annað. Lífeyrisrétt- indi hækkuðu ekki hjá ríkis- starfsmönnum á þessum árum. Um leið voru starfsmenntasjóð- ir eins og Vísindasjóður felldir niður. Ég þarf þó ekki að kvarta. Ég greiddi atkvæði með þessum samningi og vann mína vinnu, sem þá fólst í umsjón með þeim tímarita- og gagnasöfnum sem eru í aðgangi um allt land og kennd við hvar.is. Þessi þjón- usta, eins og önnur þjónusta bókasafnanna, er til að styðja við menntun og menningarmál hjá öllum landsmönnum, mikil- væg stoðþjónusta við rannsókn- ir og vísindi, nýsköpun og þróun í landinu. Þessi þjónusta, eins og allur mennta- og heilbrigðis- geirinn, stóð árið 2008 eins og staðið hafði verið fram að því. Þar var hvergi um gríðareyðslu að ræða og starfsmenn unnu sín verk án þess að sjá nein ofsa- laun eða ofsagróða. Þegar þessi laun hafa síðan verið fryst í tvö ár fer ekki hjá því að þau sem vinna sam- kvæmt þeim kjörum eigi erfitt með að sjá sig í hópi með fjár- málageiranum eða stjórnmála- fólki, þó einhver úr þeim hópum vilji það. Krafa þessa fólks er sú sama og áður, sanngjörn laun fyrir sína vinnu. Þegar vinnan er stuðningur við mennta- og heilbrigðiskerfi landsins, menn- ingu, rannsóknir, nýsköpun og þróun, þá þarf til þess vel hæft fólk sem hefur háskólanám að baki. Það þarf að greiða því fólki þannig laun að það fáist til vinnu hér. Þetta er hluti af miklu stærra máli, sem er uppbygging í land- inu eftir hrun. Ef takast á að lifa hér á þann hátt að fólk vilji almennt búa í landinu, þarf nýsköpun starfa ofan á þann grunn sem við höfum og þróun í þeim atvinnugreinum sem hér eru. Margir sjá fyrir sér nýsköpun og framkvæmdir sem verkefni snillinga sem ekki höfðu tíma eða nennu til að fara í langt skólanám, en það er núna liðin tíð. Nýsköpun verður ekki til án háskólamenntaðs fólks og sama gildir um þróun vöru og þjónustu. Ef þau sem ætla nú að byrja í háskólanámi eiga að sjá fyrir sér að eiga eftir að vinna í landinu, þurfa kjörin að svara lágmarkskröfum svo þetta fólk taki ekki fyrstu vél út að loknu prófi. Þá yrði skarð hoggið í þann hóp fólks sem getur unnið úr þeim viðfangsefnum sem hér bíða. Þeirri skoðun er gjarnan haldið á lofti að skera þurfi niður mikla þjónustu háskóla- fólks vegna þess að þjóðin hafi ekki efni á henni. Það er morg- unljóst að með því að ganga á hlut þjónustu við menntun, heil- brigði, rannsóknir, nýsköpun og þróun, þá kæfir þessi þjóð einfaldlega möguleika sína til að vinna sig út úr tímabund- inni kreppu, hvað sem tekur við eftir þann tíma. Kjaramál Sveinn Ólafsson í stjórn Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga Margir sjá fyrir sér nýsköpun og fram- kvæmdir sem verkefni snillinga sem ekki höfðu tíma eða nennu til að fara í langt skólanám, en það er núna liðin tíð. Nýsköpun verður ekki til án háskólamenntaðs fólks ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS North Face fatnaður jólatilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.