Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 65
3. desember föstudagur 7 Það var skemmtilegt að leita að þessum myndum því það rifjuðust upp margar skemmtilegar minn- ingar. Þessi mynd er tekin af mér einhvern tímann á tíunda ára- tugnum. Hatturinn er nokkuð skemmtilegur. Þarna er ég þriggja ára gömul með Villa frænda mínum, bros- andi og kát. og slakaði aðeins á í kröfunum til aðstoðarstúlkunnar.“ Alda hefur lifibrauð sitt af því að versla, sem hlýtur að vera draumur margra kvenna. Þegar hún er innt eftir því hvort hún eigi sér uppáhaldsverslun hér svar- ar hún neitandi. „Nei, maður er vinur allra. En ég reyni að sneiða hjá öllum fötum með semelíu- steinum og glimmeri,“ segir hún og hlær. FÓRNAR ÝMSU Vegna óreglulegs vinnutíma og langra daga viðurkennir Alda að hún hafi þurft að fórna ýmsu fyrir vinnuna. „Vinnutíminn er oft mjög undarlegur og þess vegna hef ég þurft að fórna fjölskylduaf- mælum og samverustundum með vinum. Suma daga lýkur vinnu- deginum klukkan sex á morgn- ana og þá er maður auðvitað alveg uppgefinn daginn eftir.“ Líkt og áður hefur komið fram á Alda fjögur börn sem hún hefur alið upp ein. Fyrsta barnið eign- aðist hún aðeins sautján ára gömul. „Væntanlega væri líf mitt eitthvað öðruvísi ef ég hefði ekki eignast barn svona ung en ég sé alls ekki eftir neinu. Hann var líka svo gott barn að ég gat tekið hann með mér hvert sem var og hann sat þá bara stilltur í fang- inu á mér á meðan. Þetta kenndi mér líka ýmislegt því ég þurfti að taka ábyrgð á okkur og sjá fyrir okkur.“ Alda á einnig eina unglings- dóttur og tvo átta ára tvíbura- drengi. Hún segir dóttur sína deila tískuáhuga móður sinnar og virðist allt stefna í að hún feti í hennar fótspor. „Hún hefur flakk- að með mér í hin og þessi verk- efni alveg frá því að hún var smá- barn og þekkir því bransann orðið nokkuð vel. Hún hefur mikið tískuvit og er hún sjálf farin að taka að sér einstaka stílistaverk- efni,“ segir Alda brosandi. Alda segir það hafa tekið á að ala upp tvíburadrengi, enda sé vinnan tvöföld, en henni finnst yndislegt að fylgjast með guttun- um. „Það er skrautlegt að fylgjast með þessum tveimur yngstu. Þeir eru eins og svart og hvítt og mér finnst svo gaman að sjá hvað þeir eru ólíkir persónuleikar,“ segir Alda stolt. Innt eftir því hvort það taki á að vera einstæð móðir í fullri vinnu verður Alda hugsi eitt augnablik. „Sem einstætt foreldri þá held ég að maður þurfi að læra að vera ábyrgur en hæfilega kærulaus. Ég get ekki gert allt það sama og tvö foreldri en ég geri mitt besta og börnin eru sátt. En ég á líka mjög góða foreldra sem hafa verið mín stoð og stytta í gegnum árin.“ Á NÓG EFTIR Þegar Alda er að lokum spurð út í það hvort hún ætli sér að starfa í tískubransanum það sem eftir er svarar hún brosandi: „Ég hef spurt sjálfa mig sömu spurn- ingar hvert ár. En ætli ég verði ekki í þessum bransa eins lengi og ég hef gaman af. Mér finnst ennþá gaman að vakna á morgn- ana og fara í vinnuna og það eru mikil forréttindi. Þó ég verði oft þreytt eftir erfiða vinnutörn þá er maður fljótur að gleyma því eftir smá hvíld,“ segir hún og bætir við, „Hvað er Patricia Field gömul? Er hún ekki að verða 68 ára? Miðað við það á ég þónokk- ur ár eftir í þessum bransa,“ segir hún brosandi. ✽ m yn da al bú m ið Þessi mynd er tekin af mér og börnunum mínum fyrir jólin í fyrra. Þetta var jóla- kortið það árið og mér finnst upp- stillingin minna svolítið á útfarar- þjónustu. PI PA R\ TB W A · 10 29 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.