Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 76
 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Mér fannst mikilvægt að halda þess- ari sögu á lofti. Fólkið sem upplifði þennan atburð er orðið háaldrað í dag og tímabært að heyra og skrá þeirra frásagnir,“ segir Dagný Gísladóttir, en hún hefur tekið saman bókina Bruninn í Skildi. Bókin fjallar um eldsvoða sem varð í félagsheimilinu Skildi í Keflavík 30. desember árið 1935. Þar létust tíu manns, þar af sjö börn. „Þetta er einn mannskæðasti bruni Íslandssögunnar allt frá Sturlungaöld og hörmulegur atburður í litlu samfé- lagi,“ segir Dagný en um 1.300 manns bjuggu í Keflavík á þessum tíma. Eldur braust út þegar kviknaði í jólatré á jólaskemmtun ungmennafélagsins á staðnum. Voru 200 manns samankomin í húsinu, þar af 180 börn. „Sex manns brunnu þarna inni og daginn eftir lét- ust þrír til viðbótar. Þremur mánuð- um síðar lést síðasta fórnarlambið af sárum sínum en fjöldi fólks brenndist mjög illa og beið löng sjúkralega, sú lengsta í fimm ár.“ Fyrr þennan dag hafði farið fram önnur skemmtun fyrir yngri börnin í bænum og segir Dagný harmleikinn hafa orðið enn meiri ef kviknað hefði í þá. „Þarna voru einnig miklar hetj- ur sem forðuðu því að ekki fór verr og margir sem stóðu í björgunaraðgerð- um hlutu mikil brunasár og biðu þess aldrei bætur.“ Dagný segir ekki hafa verið erf- itt að fá fólk til að rifja upp þennan atburð. Það kom henni einnig á óvart hversu atburðarásin var ljóslifandi í hugum viðmælenda hennar, 75 árum síðar. „Hjá flestum var þetta eins og það hefði gerst í gær. Þetta eru erfið- ar minningar að rifja upp en fólki er umhugað um að þessi atburður gleym- ist ekki.“ Dagný er búsett í gamla bænum í Keflavík þar sem Skjöldur stóð. Hún hafði fylgst með fólki kveikja á kertum við minnismerkið á hverju ári og fannst því mikilvægt að bókin kæmi út nú þegar 75 ár eru liðin frá brunanum. „Bókin kemur út á sunnudaginn og þá verður einnig minningarstund í Kefla- víkurkirkju klukkan 20. Ég vonast til að sjá sem flesta því þetta er saga sem ekki má gleymast.“ heida@frettabladid.is BRUNINN Í SKILDI: BÓK UM MANNSKÆÐAN BRUNA Í KEFLAVÍK FYRIR 75 ÁRUM Saga sem ekki má gleymast HARMLEIKUR Í KEFLAVÍK Dagný Gísladóttir hefur tekið saman bók um brunann í Skildi fyrir 75 árum. Með henni á myndinni er Sigurbjörn Reynir Eiríksson en hann var einn barnanna sem brenndust illa í eldsvoðanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónínu Guðrúnar Andrésardóttur Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar LSH, deild 11E Landspítala og líknardeild Landakots- spítala fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Áslaug Ásmundsdóttir Gunnlaugur S. Gíslason Ásdís H. Ásmundsdóttir Bergur J. Hjaltalín Andrés Ásmundsson Erna D. Stefánsdóttir Rúnar Þór Halldórsson Hrafnhildur Þórðardóttir Gunnar Þór Halldórsson Inga Dóra Ingvadóttir Halldór Örn Rúnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Ingi þór Jóhannsson útgerðarmaður, til heimilis að Tjarnargötu 22 Keflavík, verður jarðsunginn mánudaginn 6. desember frá Keflavíkurkirkju kl. 13.00. Blóm og kransar vin sam- legast afþakkaðir en bent á Björgunarsveitina Suðurnes Reykjanesbæ (landsbjorg.is). Ásrún Ingiþórs Ingadóttir Ingvi Ingiþórs Ingason Ágúst Ingiþórs Ingason Borgny Seland Jóhann Ingiþórs Ingason Sigríður T. Óskarsdóttir Þórir Gunnar Ingason Jónína S. Jóhannsdóttir og barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri sonur, bróðir og mágur Hannes Ragnarsson Klapparhlíð 24, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum 30. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg K. Hannesdóttir systkini og aðrir aðstandendur. Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma, Úlla Þormar Geirsdóttir Árdal Lindarsíðu 2, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri 1. desember sl. Kristín Árdal Friðrik Jósepsson Geir Árdal Margrét Bjarnadóttir Tómas Árdal Selma Hjörvarsdóttir Páll Hallfreður Árdal Ólöf Kristín Stefánsdóttir Álfheiður Árdal börn og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systurdóttir, mágkona og vinkona, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formaður LÍV Starhaga 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju í dag föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Bjarni Jónsson Jenný N. Sigurðardóttir Andrés Jón Esrason Jón Eiríksson Timothy David Creighton Ruth Barnett Creighton Irina S. Ogurtsova Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, Kolbrún Þorvaldsdóttir sjúkraliði, Þverbrekku 4, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 30. nóvember, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 6. desember kl. 15.00. Hafsteinn Ingvarsson Catarina Ingvarsson Rodhi Ingvarsson Edda Þorvaldsdóttir Pétur Jónsson Ingunn Þorvaldsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Eymar Ísfeld Karlsson lést laugardaginn 27. nóvember á Landakotsspítala. Verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 6. desember klukkan 11.00. Gunnhildur Eymarsdóttir Steinar Einarsson Gunnar Eymarsson Salome Birgisdóttir Berglind Eymarsdóttir Birgir Bjarnfinnsson afabörn, langafabarn og aðrir aðstandendur. MOSAIK 62 ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON jarðeðlisfræðingur er 62 ára„Miðlun þekkingar er lítið sinnt af fjölmiðlum, en fræðimenn bera einnig ábyrgð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.