Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 52
 3. DESEMBER 2010 FÖSTUDAGUR4 ● dagur rauða nefsins Leikkonan Ilmur Kristjáns- dóttir og tónlistarmaðurinn Georg Holm hafa bæði skoðað verkefni UNICEF á erlendri grundu í tengslum við Dag rauða nefsins. Ilmur heimsótti verkefni UNICEF í Mósambík haustið 2008 og Georg fór með hljómsveitinni Sigur Rós til Svasílands árið 2006. I lmur Kristjánsdóttir hefur verið ein af lykilmanneskj- unum í undirbúningi og framkvæmd Dags rauða nefsins og meðal annars komið að dagskrárgerð, sem kynnir og með gríninnslögum, í söfnunar- þáttunum. Ilmur heimsótti Mós- ambík árið 2008 þar sem hún fylgdist meðal annars með bólu- setningarátaki UNICEF í landinu. Georg Holm hafði þá farið tveim- ur árum áður, 2006, að skoða HIV- verkefni UNICEF í Svasílandi með hljómsveitinni Sigur Rós. Hvað vissuð þið um vandamál Mósambík og Svasílands áður en þið komuð út? Ilmur: „Ég var lítillega búin að kynna mér aðstæður en í raun skynjar maður þær ekki fyrr en maður er kominn út og fylgist með til að mynda bólusetningu barna. Það er atriði sem okkur finnst alveg sjálfsagt hér heima.“ Georg: „Við vissum að stærsta vandamál Svasílands væri HIV- veiran en rétt undir helming- ur landsmanna er smitaður af veirunni, sem er eitt hæsta hlut- fall í heiminum. Þess utan vissum við ekkert við hverju mátti búast. Það kom okkur til dæmis á óvart hve lítið Svasíland er, það er í raun eins og lítil eyja inni í Suður- Afríku. Við dvöldum úti í viku.“ Hvernig gekk ferðin í stuttu máli fyrir sig? Georg: „Okkar hlutverk var að ferðast um og hitta fólk og spjalla við það. Í svona hjálparstarfi segja þeir sem starfa við það að oft sé gott að fá utanaðkomandi augu, því þeir sem eru niðursokknir í starf- ið sjá oft ekki eitthvað sem er aug- ljóst. Glöggt er gests augað. Við hittum meðal annars hóp sem heit- ir Swapol, þar sem flestir ef ekki allir eru HIV-smitaðir en reyna engu að síður að keyra á milli þorpa og kynna fyrir fólki hvað það þarf að gera til að forðast smit eða leita sér hjálpar. Stórt vanda- mál í Svasílandi er skortur á upp- lýsingum, margir telja sig jafnvel bara vera með kvef, og sumir eru svo veikir að þeir geta ekki náð í lyfin eða þurfa að ganga lengi, þrekaðir, til að ná í þau.“ Ilmur: „Viðhöfnin var mikil þegar tekið var á móti okkur fyrsta dag- inn og greinilegt að vel var búið að undirbúa þennan dag. Þörfin er svo mikil og því eindreginn vilji að sýna starfsmönnum UNICEF hvað er verið að gera. Maður gat séð að hver einasta króna þarna er nýtt. Það var mikil upplifun fyrir mig að sjá svokallað fræðsluleik- hús að störfum. Það eru litlir leik- hópar sem fara inn á svæði þar sem er til að mynda ólæsi og sýna fólki í leik hvernig megi kljást við vandamálin og lifa með HIV- smiti. Ég skrifaði BA-ritgerðina mína um þessi svokölluðu fræðslu- leikhús og það var magnað að sjá þetta. Meðfram voru svo tjöld þar sem hjúkrunarfræðingar tóku HIV-próf og kenndu hvernig nota mætti smokka. Ég var úti í fjóra daga en hefði viljað vera lengur. Þetta var ótrúleg upplifun. Það var einhvern veginn allt annar hjart- sláttur í jörðinni. Einnig skoðuð- um við bólusetningarstöðvar þar sem UNICEF-starfsmenn voru að bólusetja og gefa vítamín. Á hverjum morgni var svo farið út klukkan sjö og komið heim seint á kvöldin. Það er auðvitað varla hægt að koma því í orð sem maður sá en þrátt fyrir allt var maður ekki beint sorgmæddur, af því að maður sá alls staðar brosandi and- lit. Og maður gladdist við að sjá börn alls staðar með poka merkta UNICEF sem í voru skólabækur og blýantar.“ Hvað er eftirminnilegast úr ferð- unum ykkar? Georg: „Ferðin í heild var auðvitað mögnuð. Við töluðum um það eftir á að þar sem á Íslandi væri ekki herskylda væri í staðinn hægt að senda alla landsmenn þegar þeir hefðu náð 18 ára aldri út í hjálpar- starf í 2 mánuði. Auðvitað var þetta sjokkerandi en fallegt líka og ótrú- legt hvað fólk brosir þrátt fyrir stór og mikil vandamál, sérstak- lega börnin. Við hittum þrjú syst- kini sem bjuggu ein í kofa en þau höfðu misst foreldra sína og meira að segja þurft að grafa foreldra sína sjálf í garðinum. Þau sýndu okkur hvað þau borðuðu, sem var sykur og vatn soðið saman eða hveiti og vatn. Þau sögðu okkur frá því að það ætti að reka þau úr skól- anum því að þau áttu ekki skólaföt. Við fengum leyfi til að gefa þeim peninga fyrir fötum.“ Ilmur: „Það var ekki oft sem maður sá gamalt fólk þar sem líftíminn er stuttur í Mósambík. Þess vegna var það mjög skrýtið að rekast á konu sem var komin yfir sextugt að minnsta kosti og hún minnti mann á hve stutt fólk lifir við þessar aðstæð- ur og að börnin sem maður horfði á yrðu ekki gömul. Hún var því næstum á skjön. Ég sá aldrei leik- fang þarna en rakst þó á stráka sem höfðu gert sér bolta úr plastdúkum og stelpur í teygjutvist með plast- poka sem voru bundnir saman.“ Af hverju finnst ykkur dagur Rauða nefsins skipta máli? Ilmur: „Ég held að það skipti miklu máli að minna okkur á að við búum við mikil lífsgæði miðað við meiri- hlutann af heiminum. Það er erf- itt að kyngja því að við höfum það gott og að fólk þjáist svona mikið í heiminum og því þurfum við grínið og léttleikann á móti því – þurfum að geta gert grín að okkur sjálfum til að geta horfst í augu við þetta. Við þurfum að losa okkur við viðhorfið um „okkur“ og svo „þau hin“. Við erum bara lít- ill heimur, við erum eina nótt að fljúga á þessa staði.“ Georg: „Ég held að það sé aldrei hægt að gera of mikið og þrátt fyrir stöðu krónunnar okkar skiptir hver einasta króna þetta fólk máli. Að sjá þessar aðstæður í sjónvarpinu sýnir bara brot af því sem er í gangi og eins og ég sagði áðan ættu allir Íslendingar að eiga kost á að upplifa þetta á eigin skinni.“ Hver einasta króna skiptir máli Georg Holm tónlistarmaður og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona ferðuðust til Mósambík og Svasílands og kynntu sér verkefni UNICEF í löndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Við töluðum um það eftir á að þar sem á Íslandi væri ekki herskylda væri í staðinn hægt að senda alla landsmenn þegar þeir hefðu náð 18 ára aldri út í hjálparstarf í 2 mánuði,“ segir Georg Holm, hér ásamt meðlimum Sigur Rósar í Svasílandi árið 2006. „Ég held að það sé aldrei hægt að gera of mikið og þrátt fyrir stöðu krónunnar okkar skiptir hver ein- asta króna þetta fólk máli.“ GEORG HOLM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.