Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 50
 3. DESEMBER 2010 FÖSTUDAGUR2 ● dagur rauða nefsins ● VISSIR ÞÚ AÐ ... - Yfir 22.000 börn deyja á dag af orsökum sem einfalt og ódýrt er að koma í veg fyrir. Við trúum því að þessi tala geti verið núll. En þú? - á 45 sekúndna fresti deyr barn af völdum malaríu. Flugnanet til að koma í veg fyrir malaríu kostar aðeins 776 krónur. - UNICEF veitir börnum í yfir 90 löndum hreint vatn og bætir hreinlætis- aðstöðu í skólum og samfélögum. - þegar neyð skellur á leiðir UNICEF oftast alþjóðlegt hjálparstarf í vatns- og hreinlætisverkefnum, en með því að tryggja hreinlæti og aðgang að heilnæmu vatni má koma í veg fyrir sjúkdómsfaraldra. - þegar neyð skellur á getur UNICEF brugðist við á innan við 24 klukku- stundum. - 126 milljónir barna stunda lífshættulega vinnu. Vertu með okkur í liði til að breyta þessu. - í dag eru 300 þúsund börn þvinguð til vopnaðra átaka. UNICEF beitir áhrifum sínum til að frelsa börn undan vopnuðum átökum og aðlaga þau samfélaginu að nýju. - yfir helming dauðsfalla barna má rekja til vannæringar. Fyrir 1.500 krónur fyrir 1.500 krónur má kaupa 24 poka af næringarríkri fæðu fyrir vannærð börn. - 93 milljónir barna hafa ekki tækifæri til að ganga í skóla – meirihluti þeirra er stúlkur. - á árinu 2006 keypti UNICEF nærri 25 milljónir moskító-flugnaneta eða 40% af heildarframleiðslu þeirra á heimsvísu. Flugnanetið kemur í veg fyrir malaríu, en 1 af hverjum 5 dauðsföllum í Afríku má rekja til malaríu. Á Íslandi verður Dagur rauða nefsins haldinn í þriðja sinn í dag. Hann gengur út á að beita kímni og hlátri til að vekja athygli á bág- bornum aðstæðum barna í fátæk- ari löndum þessa heims. UNICEF vill að dagurinn á Íslandi gangi út á að gleðjast og gleðja aðra, en þar koma rauðu nefin einstaklega sterk inn. Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðar- samtökunum Comic Relief, sem héldu fyrsta Dag rauða nefsins (e. Red Nose Day) árið 1988 í þeim til- gangi að safna fé til þurfandi barna í Afríku. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins verið haldinn annað hvert ár og hefur hann nú fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðar- viðburðum Bretlands. UNICEF hélt Dag rauða nefsins í fyrsta skipti á Íslandi árið 2006 og svo aftur árið 2009. UNICEF þarf enn fleiri heimsforeldra og því var ákveðið að slá ekkert af og halda daginn aftur árið 2010. Söfnunin nær hámarki í kvöld þar sem einvalalið leikara, skemmtikrafta og grínista ætlar að skemmta landanum í söfnunar- og grínþætti í galopinni dagskrá á Stöð 2 og hefst gamanið klukkan 20. Dagur rauða nefsins Dagur rauða nefsins er haldinn í þeim tilgangi að safna fé til þurfandi barna í Afríku. Útgefandi: UNICEF Ísland Heimilisfang: Laugavegi 42, 101 Reykjavík Ritstjórar: Hólmfríður Anna Baldursdóttir og Flóki Guðmundsson Ábyrgðarmaður: Stefán Ingi Stefánsson Heimilisfang: Laugavegi 42, 101 Reykjavík Símanúmer: 552 6300 Tölvupóstfang: unicef@unicef.is Vefsíða: www.unicef.is Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, hitti sextán ára móður í Síerra Leóne. Hún var með yngsta barnið sitt af fjórum vannært á spítala. „Helsta verkefni okkar hjá UNICEF á Íslandi er að safna heimsforeldr- um sem styrkja verkefni í þágu bágstaddra barna með mánaðar- legum framlögum,“ lýsir Stef- án Ingi Stefánsson framkvæmda- stjóri og segir ekkert hafa dregið úr framlögum Íslendinga eftir að kreppan skall á hér. „Hingað hefur hringt fólk sem segir: „Það er erfitt hér hjá okkur en mig langar samt sem áður að hækka framlagið til UNICEF því ég veit að aðrir hafa það mun verra.“ Oft er það þannig að þegar þrengist að hjá fólki hugs- ar það til annarra líka.“ Stefán segir alla sammála því í grunninn að öll börn í heimin- um eigi rétt á lífi, heilsu og skóla- göngu en því miður sé raunveru- leikinn annar. Því vinni UNICEF að því að kynna stöðu bágstaddra barna og bjóða fólki að taka þátt í að bæta líf þeirra. Út á það gangi dagur rauða nefsins. „Mér finnst mikilvægt að fá að þakka öllum þeim sem gera okkur þetta verk- efni kleift,“ segir Stefán um Dag rauða nefsins. „Þarna er fjöldi af leikurum, skemmtikröftum og tæknifólki sem hefur hjálpað okkur gegnum árin. Sumt af því fólki er sýnilegt og annað ekki. Það er ekki hægt að setja svona verkefni í loft- ið nema með þessum mikla stuðn- ingi og við erum afskaplega þakk- lát fyrir hann. Þátturinn á Stöð 2 er ætlaður fyrir þá sem vilja bætast við sem heimsforeldrar og þá sem eru það fyrir svo þeir sjái í hvað styrkir þeirra fara.“ Heimsforeldrar styrkja ekki eitt ákveðið barn heldur vinnur UNICEF með samfélögum í vanþró- uðum ríkjum að því að byggja þar upp heilsugæslu og skóla. Stefán segir heimsforeldra vera hryggjar- súluna í því starfi. „Í sveitahéruð- um í Vestur-Afríku þurfa börn víða að ganga um tíu kílómetra á dag í skólann og það geta þau auðvitað ekki fyrr en þau fara að stálpast. UNICEF styður heimamenn í að byggja samfélagsskóla nær, bæði grunnbygginguna, með hreinlætis- aðstöðu og vatni, og líka að þjálfa kennara til að tryggja að menntun- in standi undir nafni.“ Sjálfur hefur Stefán Ingi ferðast bæði til Síerra Leóne og Gíneu- Bissá og séð þar hvað UNICEF er að gera. „Ég kom í barnaspítala í Síerra Leóne og hitti þar stelpu sem var sextán ára. Hún var með van nært barn og þetta var fjórða barnið hennar. Margar stelpur eignast sitt fyrsta barn barn- ungar sjálfar. Það eru yngstu börn yngstu mæðranna sem eru í mestri hættu vegna vannæringar en ef stúlkurnar komast í skóla og fá upplýsingar og fræðslu giftast þær seinna. Það er beint samband þar á milli. Líkurnar á því að barn deyi fyrir fimm ára aldur minnka um helming ef móðirin hefur sótt grunnskóla og framhaldsskóla. Menntunin í hinum vanþróuðu ríkjum hefur þannig bein áhrif á heilsu, fjölskyldustærð og tekjur. Því er svo mikilvægt að unga fólkið komist í skóla.“ - gun Menntun hefur bein áhrif Þökkum stuðninginn Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sími 544 5700 - www.polyhudun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.